Fréttablaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 26
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Kvikmyndin um ísdrottn-inguna var frumsýnd í Ósló 25. desember síðastliðinn.
Norðmenn voru ákaflega stoltir
af skautadrottningunni sem lést
aðeins 57 ára eftir mikið glamúrlíf
í Hollywood. Hún óð í peningum
og í kringum hana voru stærstu
Hollywoodstjörnur sögunnar á
þeim tíma. Mikil veisluhöld og
áfengisneysla fylgdu líferni hennar
og fjölmiðlar fylgdust vel með
þessari stórstjörnu. Nýja myndin
um Sonju fékk minni aðsókn um
jólin en framleiðendur hennar
bjuggust við. Var það útskýrt svo
að Sonja væri að gleymast. Unga
kynslóðin sem stundar kvik-
myndahúsin þekkir ekki sögu
hennar.
Sannkölluð stjarna
Sonja Henie er án nokkurs vafa ein
stærsta íþróttastjarna Noregs. Hún
fékk fyrstu skautana þegar hún var
sex ára. Þá dreymdi hana um að
dansa á skautasvelli ásamt bróður
sínum, Leifi, sem var eldri. Sonja
tók þátt í sínum fyrstu vetrarleik-
um í Chamonix 1924, þá aðeins 11
ára og yngsti Norðmaðurinn til að
keppa á slíku stórmóti. Þetta voru
jafnframt fyrstu vetrarólympíu-
leikarnir.
Sonja varð þrisvar sinnum
Ólympíumeistari,1928, 1932 og
1936, tíu sinnum heimsmeistari og
sex sinnum Evrópumeistari. Eftir
að hún gerðist kvikmyndaleikkona
varð hún hæst launaða stjarnan
í Hollywood. Fyrsta kvikmynd
hennar, One in a Million, varð
strax mjög vinsæl og sömuleiðis
þær sem á eftir komu. Frægustu
myndirnar eru Thin Ice árið
1937, My Lucky Star 1938, Second
Fiddle1939 og Sun Valley Serenade
árið 1941. Hún lék á móti frægustu
stjörnum Hollywood og má þar
meðal annarra nefna Tyrone
Power.
Litríkt líf
Sonja ólst upp í Frogner í Ósló.
Hún fæddist 8. apríl 1912. Faðir
hennar, Wilhelm, tók hana úr
skóla þegar hún var níu ára til þess
að hún gæti einbeitt sér að skauta-
dansinum. Hann var ákveðinn í
að dóttirin færi á toppinn í íþrótt
sinni og var henni stoð og stytta.
Það varð því mikið áfall þegar
hann féll snögglega frá þegar Sonja
var 25 ára.
Þegar Sonja var 28 ára giftist
hún kaupsýslumanninum Dan
Topping. Hann kom úr auðugri
fjölskyldu en hafði ekki aðgang
að fjármunum hennar. Móðirin
skammtaði honum tekjur en Dan
var eyðslusamur og stundum fékk
hann ekkert. Þá leitaði hann til
Sonju sem lét hann til dæmis hafa
100 þúsund dollara til að styrkja
fótboltaklúbb. Að endingu fóru
fjármálin með hjónabandið.
Hvíti svanurinn
Þótt yngri kynslóðir viti ekki hver
Sonja Henie er þá er það stað-
reynd að hún var helsta stjarna
heimsins á sínum tíma. Hún var
orðin stjarna áður en Shirley
Ævi Sonju Henie
á hvíta tjaldinu
Kvikmyndin Sonja fjallar um skrautlegt líf norsku skauta-
drottningarinnar Sonju Henie sem hlaut þrisvar gull á Ól-
ympíuleikum og varð heimsfræg leikkona í Hollywood.
Skautadrottningin Sonja Henie var ekki bara margfaldur meistari á sviði
íþrótta heldur var hún einnig heimsfræg kvikmyndastjarna.
Sonja Henie og
Tyrone Power
léku saman í
kvikmyndinni
Thin Ice árið
1937. Þau urðu
mjög góðir vinir
upp frá því.
Temple fæddist. Sonja var kölluð
ýmsum nöfnum í gegnum árin,
oftast Ísdrottningin af Noregi eða
Hvíti svanurinn. Á tímabili var hún
gagnrýnd fyrir nasisma þar sem
hún heilsaði Hitler með nasista-
kveðju. Sjálf sagðist hún ekki einu
sinni vita hvað nasismi væri og
bar af sér allar slíkar sakir. Vinir
hennar sögðu að hún hefði engan
áhuga á pólitík.
Sonja giftist þrisvar. Síðasti
eiginmaður hennar var Norð-
maðurinn Niels Onstad, auðugur
skipaeigandi. Þau bjuggu í fallegu
húsi í Bærum sem er nálægt Ósló
og ferðuðust saman um allan heim.
Þegar þau voru á heimleið í einka-
þotu frá París 12. október 1969 lést
Sonja úr hvítblæði, aðeins 57 ára.
Margir syrgðu þessa heimsfrægu
skautadrottningu og leikkonu. Í
vinahópi hennar voru meðal ann-
arra Joan Crawford, Cary Grant og
Liberace.
Með hlutverk Sonju í kvik-
myndinni fer ung norsk leikkona,
Ine Marie Willmann.
Skipholti 27, 705 Reykjavik
Sfmi 557 0770 I www.tiskan.is
B/A/S/L/E/R MaxMara B RAX
ÚTSALAN
ER HAFINN
% 9.4256
% 8.535
% 8.535
% 1.3323
MARKADURINN.IS
NÝR VEFUR FYRIR VIÐSKIPTALÍFIÐ
% 8.535
% 8.535
% 1.3323
% 8.535
• INNLENDAR OG ERLENDAR VIÐSKIPTAFRÉTTIR • GENGI HLUTABRÉFA OG GJALDMIÐLA
• ÁVÖXTUN SJÓÐA OG SKULDABRÉFA • HVAÐ ER Á DÖFINNI Í VIÐSKIPTALÍFINU
• KAUP Á ÁRSSKÝRSLUM OG UPPLÝSINGUM ÚR HLUTHAFASKRÁ
Holtasmára 1
201 Kópavogur
(Hjartaverndarhúsið)
Sími 571 5464
Stærðir 38-52
ÚTSALAN ER HAFIN
-30-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÚTSÖLUVÖRUM
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
0
3
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:4
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
E
E
-A
3
A
4
2
1
E
E
-A
2
6
8
2
1
E
E
-A
1
2
C
2
1
E
E
-9
F
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
2
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K