Fréttablaðið - 20.12.2018, Síða 6

Fréttablaðið - 20.12.2018, Síða 6
SAMSUNG GALAXY S9 • 5.8” QHD sAMOLED skjár • 12Mpix Dual Pixel myndavél • 64GB innbyggt minni SAMG960BLA SAMG960BLU SAMG960GOL ELKO GJAFAKORT • Þú velur upphæðina VEFPAKKI10-14 104.985 EÐA 9.445 KR. Á MÁNUÐI M.V. 12 MÁN. VAXTAL. - ALLS 113.339 KR. - ÁHK 16,28% Frítt í mánuð kaupauki Samsung Tab A spjaldtölva fylgir Galaxy S9 og S9+ gjafir hitti í mark við viljum að allar aldrei út! ...og renna hitta alltaf í mark gjafakortin okkar HEILBRIGÐISMÁL „Framtíðin í krabbameinslækningum er björt og ný rannsóknartæki og lyf munu halda áfram að koma fram sem mun skila sér í auðveldari og árangurs- ríkari meðferðarmöguleikum fyrir sjúklinga,“ segir Örvar Gunnarsson, krabbameinslæknir á Landspítal- anum. Hann segir umræðuna oft þannig að Ísland standi samanburðarlönd- um að baki hvað varðar árangur og fjármögnun. „Það eru oft stök atvik sem ekki hafa gengið vel sem vekja neikvæða athygli en sem betur fer ganga hlutirnir langoftast mjög vel. Við erum líka oft á undan með vissa hluti. Það er til dæmis oft lengri bið í Skandinavíu eftir að hitta lækni.“ Þá nefnir hann sérstaklega lyfja- málin en töluvert sé spurt um aðgang að því sem hefur verið kallað nýju krabbameinslyfin og áhyggjum lýst yfir því að sjúklingar hér á landi hafi ekki aðgang að bestu mögulegu meðferð. Þessi nýju lyf má rekja til upp- götvana hinna nýbökuðu Nóbels- verðlaunahafa Japanans Tasuku Honjo og Bandaríkjamannsins James P. Allison á því hvernig hægt sé að virkja ónæmiskerfið til að ráðast gegn krabbameinsfrumum. Þessar uppgötvanir áttu sér stað fyrir um 30 árum en lyfjatilraunir hófust fyrir um 10 árum á meðferð við sortuæxli. Síðan hefur komið í ljós að hægt er að nota þessi lyf við sífellt fleiri tegundum krabba- meins. „Lyfjamálin voru erfið fyrir stuttu síðan en það hefur verið mikil sókn í þessum málum undanfarin tvö ár. Við erum að nota þessi nýju lyf og finnum merkjanlegan mun hjá þeim sjúklingum sem fá þau. Það eru samt alltaf einhverjir sjúklingar þar sem nýju lyfin eiga ekki við.“ Það verði áhugavert að sjá raun- verulegan árangur nýju lyfjanna þegar meiri reynsla verði komin á notkun þeirra. Bjartsýni ríki um að það verði augsýnilegur munur á árangri. Örvar segist finna að það gangi til dæmis heilt yfir mun betur að fást við lungnakrabbamein. „Það eru miklu fleiri sjúklingar sem eru með betri lífsgæði og lengra líf.“ Þó svo að Ísland verði aldrei fyrst til að byrja að nota ný lyf stöndum við jafnfætis flestum Evrópuþjóð- um. „Raunveruleikinn er líka þann- ig að þegar við höfum þurft að fá ákveðin lyf þá höfum við í lang- flestum tilfellum fengið það.“ Þá sé reynt að nýta fjármuni sem best með því að velja ódýrari sam- heitalyf þar sem það sé mögulegt. „Við viljum meina að við stöndum mjög framarlega þegar kemur að stöðu krabbameinslækninga. Við erum á mjög góðum stað með til- liti til árangurs og erum að fá mikið fyrir það sem er lagt í kerfið.“ sighvatur@frettabladid.is Framtíðin er björt fyrir krabbameinslækningar Að sögn Örvars Gunnarssonar, krabbameinslæknis á Landspítalanum, er Ísland framarlega þegar kemur að stöðu krabbameinslækninga. Lyfjamálin standi nú betur en áður og ný lyf gefi vonir um betri lífsgæði og lengra líf fyrir sjúklinga. Breytir miklu að þurfa ekki að senda sjúklinga utan, segir Örvar Gunnarsson um jáeindaskannann. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Jáeindaskanninn breytir miklu Örvar segir að með tilkomu jáeindaskannans á Landspítal- anum megi segja að Ísland sé endanlega komið á sama stall og þau lönd sem við berum okkur saman við. „Við höfum verið að nota jáeindaskanna undanfarin ár og það breytir auðvitað miklu að þurfa ekki að senda sjúklinga til útlanda.“ Hann tekur þó fram að sú staðreynd að skanninn sé kominn til landsins leiði ekki í sjálfu sér til þess að notkunin breytist. Það auðveldi hins vegar hlutina fyrir sjúklinga og lækna. „Það var ákveðin bið eftir því að fá tíma og líka eftir niðurstöð- unum sem þurfti svo að setja inn í kerfið hjá okkur. Nú fáum við myndirnar beint inn í okkar kerfi og niðurstöðurnar liggja fyrir mun fyrr en áður.“ uMHvERfISMÁL Landssamband veiðifélaga hefur sent sjávarútvegs- ráðherra bréf þar sem ítrekaðar eru áhyggjur af svokölluðum brunnbát- um sem leigðir eru hingað að utan til að flytja seiði fyrir fiskeldisstöðvar. Bent er á brunnbátar séu undan- þegnir banni við innflutningi á not- uðum eldisbúnaði. Tíðkast hafi að leigja slík tæki frá Noregi og með vaxandi sjókvíaeldi fylgi ásókn í slíka báta þaðan og frá Skotlandi. „Telur dýralæknir fiskisjúkdóma vaxandi notkun brunnbáta frá öðrum löndum til helstu áhættu- þátta þegar um dreifingu smitsjúk- dóma í fiski er að ræða. Samt er það svo að ekki virðist fyrirstaða hjá yfir- völdum fiskisjúkdóma að heimila notkun þeirra,“ segir í bréfinu. Rakið er að í Noregi hafi smitdreif- ing með brunnbátum verið rann- sökuð. Þar hafi verið talið nægjan- legt að sótthreinsa báta er þeir fari milli stöðva. Nýleg rannsókn norska Veterinærinstitutet sýni hins vegar að bátarnir beri með sér svokallaða SAV-veiru sem valdi skæðum sjúk- dómi, Pancreas Disease (PD), sem sé óðum að dreifast milli eldisstöðva í Noregi. „Ekki hefur enn uppgötvast hvernig bátarnir bera smitið á milli stöðva en Edbar Brun hjá Veteri- nærinstitutet telur að sótthreinsun báta og búnaðar komi ekki í veg fyrir smit,“ er varað við í bréfi landssam- bandsins. Segja veiðifélagamenn það niður- stöðu rannsóknar norskra sérfræð- inga að PD sé að finna í villtum laxi í Noregi, Skotlandi og Írlandi. Ekki liggi fyrir hvort finna megi SAV-veir- una í umhverfi laxa á Íslandi. „Ef sú er ekki raunin kann út- breiðsla PD til Íslands að hafa ófyr- irsjáanlegar og óþekktar afleiðingar fyrir villta laxastofna á Íslandi,“ segir í bréfinu þar sem mælst er til þess að skimað verði fyrir PD í eldislaxi í sjókvíum og einnig í villtum laxi. „Landssamband veiðifélaga bendir á að verði innflutningur á brunnbátum til þess að hingað berist sjúkdómar er skaða innlenda laxa- og silungastofna skapar það skaða- bótaskyldu umræddra fyrirtækja og þeirra sem leyfa slíkan innflutning,“ segir í fyrrnefndu bréfi. – gar  Vara við smiti af notuðum bátum sem flytja laxaseiði Smit er sagt berast með seiðaflutn- ingabátum þrátt fyrir sótthreinsun. MYnd/VEIÐIMáLASToFnun Kann útbreiðsla PD til Íslands að hafa ófyrirsjáanlegar og óþekktar afleiðingar fyrir villta laxastofna á Íslandi. Landssamband veiðifélaga DÓMSMÁL Seljendur sauðfjár- jarðar í Dalasýslu voru í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær dæmdir til að greiða kaupendum 375 þúsund krónur vegna heyrúllna sem ekki voru á jörðinni við afhendingu hennar. Þau voru þó sýknuð af stærstum hluta kröfu kaupenda. Umræddar heyrúllur voru geymdar á jörð sem seljendur höfðu séð um heyskap á. Jörðin í um 30 kílómetra fjarlægð frá hinni keyptu jörð. Töldu seljendur að þeir hefðu með því afhent rúllurnar í samræmi við kaupsamning en kaupendur vildu meina að þær hefðu átt að vera til staðar á hinni seldu jörð. Krafa kaupendanna var rúm- lega 2,1 milljón króna; tæplega 1,3 milljónir vegna heysins, 375 þúsund vegna flutnings, lestunar og losunar þess og rúmlega 500 þúsund vegna ofgreiddrar stuðningsgreiðslu vegna sauðfjárræktunar. Héraðsdómur sýknaði seljendur af kröfu um endurgreiðslu vegna stuðningsgreiðslunnar enda hefðu kaupendur aldrei átt tilkall til hennar. Tjónið vegna heysins taldi dómurinn ofmetið og féllst aðeins á greiðslu vegna flutnings þess en ekki í tengslum við andvirði þess. – jóe Borgi 375 þúsund eftir heyrúlludeilu Heyrúllur voru á röngum stað eftir jarðaviðskipti. FRÉTTABLAÐIÐ/PjETuR Við erum að nota þessi nýju lyf og finnum merkjanlegan mun. Örvar Gunnarsson, krabbameins- læknir á Landspítalanum 2 0 . D E S E M B E R 2 0 1 8 f I M M T u D A G u R6 f R é T T I R ∙ f R é T T A B L A Ð I Ð 2 0 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D E -1 2 5 4 2 1 D E -1 1 1 8 2 1 D E -0 F D C 2 1 D E -0 E A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.