Fréttablaðið - 20.12.2018, Side 8
Fjölskyldubönd
frá 36.000kr
Í YFIRRÉTTI („HIGH COURT OF JUSTICE“) KRAFA NR. CR-2018-008350
FYRIRTÆKJA- OG EIGNADÓMSTÓLAR (E. BUSINESS AND PROPERTY COURTS) ENGLANDS OG WALES)
FYRIRTÆKJADÓMSTÓLL (E. COMPANIES COURT (ChD)
VARÐANDI TRAVELERS CASUALTY AND SURETY COMPANY OF EUROPE LIMITED
og
VARÐANDI TRAVELERS INSURANCE COMPANY LIMITED
og
VARÐANDI VII. HLUTA BRESKRA LAGA FRÁ ÁRINU 2000 UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU- OG MARKAÐI
(FINANCIAL SERVICES AND MARKETS ACT 2000)
HÉR MEÐ TILKYNNIST að Travelers Casualty and Surety Company of Europe Limited (framseljandi) og Travelers Insurance Company
Limited (framsalshafi) lögðu fram umsókn með tilkynningu um stefnu skv. 8. hluta ensku og velsku réttarfarsreglnanna (Part 8
Claim Form) til yfirréttar í Englandi og Wales (High Court of England and Wales) (umsóknina), sbr. VII. kafla laga um
ármálaþjónustu og -markaði frá árinu 2000 (Financial Services and Markets Act 2000) (FSMA), um úrskurð til staðfestingar á
framsali (framsalið) til Travelers Insurance Company Limited á allri vátryggingastarfsemi framseljanda (þ.m.t. vátryggingum
sem veittar voru undir fyrra nafni hans, Gulf Insurance Company UK Limited), hér eftir framselda starfsemin. Til stendur að
framsalið eigi sér stað 28. febrúar 2019 eða um það leyti (gildistökudagur).
Eintak af greinargerð (greinargerðin) sem er samin af óháðum sérfræðingi, Alex Marcuson hjá Marcuson Consulting Limited,
félagsmanni í félagi breskra tryggingastærðfræðinga (Institute of Actuaries), skv. 109 gr. FSMA um áhrif framsalsins á
vátryggingartaka framseljanda og framsalshafa, auk yfirlits um skilmála framsalsins og samantektar á greinargerðinni
(samantektin), er að finna á www.travelers.co.uk. Frá birtingardegi þessarar tilkynningar og þar til framsalið verður tekið fyrir
hjá dómstólnum verða ofangreind skjöl einnig aðgengileg án endurgjalds hverjum þeim sem óskar eftir eintökum með því að
senda tölvupóst á JABRAMSO@travelers.com, senda skriflega beiðni stílaða á The Company Secretary at Travelers, One Creechurch
Place, London EC3A 5AF, Bretland, eða með því að hringja í +44 (0)20 3207 6000 og skilja eftir skilaboð með nafni þess sem hringir
og upplýsingum um hvernig má hafa samband við viðkomandi.
Allar vátryggingakröfur í tengslum við framseldu starfsemina eru afgreiddar af Travelers Management Limited og verða áfram
afgreiddar af Travelers Management Limited með nákvæmlega sama hætti eftir fyrirhugað framsal. Ætlunin er að Travelers
Management Limited afgreiði með nákvæmlega sama hætti allar framtíðarkröfur sem rísa af vátryggingasamningum sem tilheyra
framseldu starfseminni. Fyrirhugað framsal mun tryggja áframhald allra dómsmála sem höfðuð eru af eða gegn framseljandanum
fyrir gildistökudaginn í tengslum við réttindi og skyldur sem leiða af framseldu starfseminni og kemur framsalshafi þá í stað
framseljanda sem aðili að viðkomandi málum.
Þess er farið á leit að umsóknin verði tekin fyrir hjá yfirrétti Englands og Wales, The High Court of Justice, The Rolls Building, 7 Rolls
Buildings, Fetter Lane, London EC4A 1NL, Bretland, hinn 18. febrúar 2019 og er hverjum þeim, þ.m.t. starfsmanni framseljanda
eða framsalshafa, sem telur að framsalið hafi neikvæð áhrif á sig heimilt að mæta á dómþingið í eigin persónu eða með því að
senda lögfræðing sinn í þeim tilgangi og/eða gera grein fyrir sjónarmiðum sínum skriflega. Hver sá sem andmælir framsalinu en
hyggst ekki mæta á dómþingið í eigin persónu er beðinn um veita, ef unnt er, a.m.k. 7 daga skriflegan fyrirvara fyrir fyrirtökudaginn,
tilgreina ástæður andmælanna og senda erindið til neðangreindrar lögmannsstofu.
Dags. 20. desember 2018
NORTON ROSE FULBRIGHT LLP
3 More London Riverside, London SE1 2AQ, Bretland
Lögmenn framseljanda (Tilvísun: RAXH/1000041068)
samfélagsmiðlar Árið 2018 er
án nokkurs vafa það versta í sögu
samfélagsmiðlarisans Facebook.
Að minnsta kosti ef horft er til
hneykslismála. Cambridge Analy-
tica-hneykslið er stærsta og þekkt-
asta málið en að auki uppgötvuðust
gallar sem stefndu öryggi persónu-
legra upplýsinga ítrekað í hættu. Þá
er ótalin ráðning á andstæðinga-
rannsóknabatteríi Repúblikana sem
setti af stað falsfréttaherferð fyrir
hönd miðilsins.
The New York Times hefur nú
greint frá enn einu málinu. Í ítar-
legri og langri umfjöllun þriggja
blaðamanna var greint frá því að
Facebook hefði veitt stórum tækni-
fyrirtækjum, til að mynda Microsoft,
Amazon og Spotify, mun víðtækari
heimildir til að skoða gögn Facebo-
ok-notenda en miðillinn hafði áður
sagt frá.
Viðtöl við 60 fyrrverandi starfs-
menn og viðskiptafélaga leiddu í
ljós að Facebook hefði hugsanlega
brotið gegn samþykkt við viðskipta-
ráð alríkisstjórnarinnar frá árinu
2011 um að ekki mætti deila upplýs-
ingum notenda án skýrs samþykkis.
Apple fékk að skoða dagatöl og
vini notenda, meira að segja þeirra
sem höfðu sérstaklega valið að deila
þeim upplýsingum ekki. Amazon
fékk nöfn og upplýsingar um net-
föng og símanúmer. Microsoft fékk
sams konar upplýsingar. Apple
segist aldrei hafa skoðað upplýsing-
arnar, Amazon sagði sína notkun
vera alfarið viðeigandi og Microsoft
kvaðst hafa eytt upplýsingunum.
Öllu verra er hins vegar að Face-
book leyfði Spotify, Netflix og Royal
Bank of Canada hreinlega að lesa
persónuleg skilaboð notenda, send
í gegn um Messenger. Netflix sagðist
þó aldrei hafa beðið um heimildina
né lesið skilaboð. Sams konar svar
fékkst frá Spotify. Ekki er þó hægt að
útiloka að starfsmenn fyrirtækjanna
hafi nýtt sér heimildina á einhvern
hátt án leyfis stjórnenda. – þea
Facebook klárar árið með enn einu hneykslinu
Netflix og Spotify fengu að lesa per-
sónuleg skilaboð. NordicphotoS/Getty
Bandaríkin „Við höfum sigrað ISIS í
Sýrlandi. Það var eina ástæðan fyrir
veru okkar þar undir minni stjórn,“
tísti Donald Trump, forseti Banda-
ríkjanna, í gær. Bandaríkin áforma
nú að kalla alla hermenn sína frá
Sýrlandi.
Tíðindin voru óvænt. Í nóvember
hafnaði hernaðarbandalagið gegn
ISIS því alfarið að Bandaríkin væru
að hugsa um að yfirgefa svæðið.
„Allur slíkur fréttaflutningur er
rangur og veldur ruglingi og glund-
roða,“ sagði í tilkynningu þá.
Eins og stendur eru um 2.000
bandarískir hermenn í Sýrlandi.
Þeir hafa að mestu séð um að þjálfa
Sýrlendinga og þannig hjálpað til í
baráttunni gegn ISIS.
Trump hafði þó sjálfur lofað því
fyrr á árinu að kalla hersveitir Banda-
ríkjanna til baka. „Afar fljótlega,“
sagði Trump samkvæmt BBC.
Eftir að hafa sölsað undir sig stóra
hluta Sýrlands og Íraks tapaði ISIS
meginþorra landsvæðisins í fyrra.
– þea
Trump kallar
herinn heim
Bretland Þrátt fyrir að yfirvöld í
Bretlandi séu farin að undirbúa sig
á fullu fyrir samningslausa útgöngu
úr Evrópusambandinu er breskur
almenningur nokkuð rólegur vegna
málsins. Þetta segir Sif Sigmars-
dóttir rithöfundur en hún er búsett
í Bretlandi.
Ekki er útlit fyrir að samningur
ríkisstjórnar Theresu May við ESB
um útgönguna verði samþykktur
á breska þinginu. Atkvæðagreiðsla
fer fram í janúar. Hún átti að fara
fram fyrr í þessum mánuði en það
var deginum ljósara að þingið hefði
kolfellt plaggið.
Eins og fjallað var um í Frétta-
blaðinu í gær felur þessi undirbún-
ingur meðal annars í sér að á fjórða
þúsund hermanna hafa verið settir í
viðbragðsstöðu. Þá hefur pláss verið
tekið frá í ferjum fyrir nauðsynja-
flutninga svo fátt eitt sé nefnt.
„Þegar kveikt er á fréttum mætti
ætla að Bretar töluðu ekki um
annað en Brexit. Það eru hins vegar
aðallega stjórnmálamenn og fjöl-
miðlafólk sem er í einhvers konar
móðursýkiskasti. Þótt málið virðist
hálfpartinn siglt í strand og allt
stefni í óefni er hinn almenni Breti
furðu rólegur,“ segir Sif.
Eftir kosningar segir Sif að fólki
hafi verið heitt í hamsi. Rifist var
um niðurstöðuna úti á götu og fólk
brast jafnvel í grát. Nú er hins vegar
haldið í eiginleg einkunnarorð
Breta: „Keep calm and carry on.“
Að mati Sifjar eru margar ástæður
fyrir „þessu skeytingarleysi“. Mögu-
lega hafa Bretar fengið sig fullsadda
af þeirri miklu umfjöllun sem hald-
ið er uppi í fjölmiðlum.
„Einnig hefur dómsdagsspám
rignt yfir almenning í tengslum
við Brexit svo kannski má kalla
ástandið „hörmunga-þreytu“.
Loks held ég að fólk sé farið að tor-
tryggja stjórnmálastéttina alveg
ofsalega mikið vegna þess hvernig
Brexit hefur verið meðhöndlað;
stjórnmálamenn hafa ekki sparað
stóru orðin og fólki finnst eins og
verið sé að bera í það áróður, eins
og verið sé að spila með það. Það
veit enginn hverjum hann á að
trúa. Hvað er satt? Hvað eru ýkjur?
Enginn veit.“
Þá bendir Sif á að tvö ár eru
liðin frá atkvæðagreiðslu en áhrifa
Brexit sé ekki enn farið að gæta með
áþreifanlegum hætti. „Þetta gæti þó
breyst á næstunni, því nýlega láku
út fréttir af fundi ríkisstjórnarinnar
þar sem meðal annars var rætt um
að hvetja fólk til að kaupa sér ekki
frí í útlöndum eftir 29. mars ef engir
samningar nást – ef samningar nást
ekki vitum við ekki hversu auðvelt
verður að fljúga frá Bretlandi til
annarra landa.“
Að lokum segir hún að fólk virðist
eiga erfitt með að gera upp hug sinn
um samning May og ESB. „Hvort
sem fólk var með eða á móti Brexit
virðist það ekkert vita hvað því á að
finnast um samninginn.“
May hefur ekki gefist upp á
samningi sínum. Í gær biðlaði hún
til stjórnvalda í Skotlandi, Wales
og á Norður-Írlandi um að hlusta
á atvinnulífið og lýsa yfir stuðningi
við samning sinn.
thorgnyr@frettabladid.is
Bretar eru nokkuð rólegir þrátt
fyrir að staðan sé nú uggvænleg
Þótt yfirvöld hafi sett þúsundir hermanna í viðbragðsstöðu vegna þess að auknar líkur eru á samnings-
lausu Brexit segir Sif Sigmarsdóttir breskan almenning nokkuð rólegan. Mögulega er fólk orðið þreytt á allri
umfjölluninni, mögulega á sífelldum dómsdagsspám sem hafa ekki ræst. Þingið greiðir atkvæði í janúar.
Þessir Bretar virðast þó allt annað en rólegir yfir stöðunni. NordicphotoS/AFp
ESB undirbýr sig
Framkvæmdastjórn ESB sagði
í gær frá því að hún væri einnig
farin að búa sig undir samnings-
lausa útgöngu. Samkvæmt BBC
miðar undirbúningurinn að því að
draga úr áhrifum samningslausrar
útgöngu, þó með þeim fyrirvara að
það sé ekki hægt að fyrirbyggja öll
vandamál.
„Þessar aðgerðir munu ekki og
geta ekki komið í veg fyrir allan
skaða af samningslausri útgöngu,“
sagði í tilkynningu. Einn stjórnar-
manna sagði að um skaðaminnk-
unaraðgerð væri að ræða.
Áætlun framkvæmdastjórnar-
innar er í fjórtán liðum. Á meðal
þess sem kveðið er á um er að
bresk flugfélög skuli fá að fljúga til
og frá ESB en ekki innan sambands-
ins, og um að flytja megi vörur á
landi í níu mánuði áður en sækja
þarf um leyfi. Þeim tilmælum er
beint til aðildarríkja að sýna skuli
breskum íbúum velvild, svo lengi
sem Bretar svara í sömu mynt.
Hvort sem fólk var
með eða á móti
Brexit virðist það ekkert vita
hvað því á að
finnast um
samninginn.
Sif Sigmarsdóttir
rithöfundur
Jemen Stríðandi fylkingar í Jemen,
Hútar og stjórnarliðar, kenndu hvor
annarri um að hafa brotið gegn
nýsamþykktu vopnahléi í hafnar-
borginni Hodeidah. Samið var um
vopnahléið í Stokkhólmi í síðustu
viku undir handleiðslu Sameinuðu
þjóðanna. Barist hafði verið af hörku
á svæðinu á árinu en pattstaða var
í átökunum. Samkvæmt Reuters
sögðu borgarbúar frá því seint á
þriðjudagskvöld, á fyrsta degi vopna-
hlésins, að heyrst hafi sprengingar og
skothvellir í suðurhluta borgarinnar.
Ró var þó komin yfir svæðið í gær.
Sameinuðu þjóðirnar kölluðu
Húta og stjórnarliða á teppið í gær í
myndsímtali. Meðal annars var rætt
um hvernig eigi að kalla hermenn frá
Hodeidah og þremur öðrum hafnar-
plássum sem vopnahléið nær til.
Al-Masirah TV, fréttastöð í umsjón
Húta, sakaði hernaðarbandalagið
sem Sádi-Arabar leiða til stuðnings
stjórnarliða um að varpa sprengjum,
meðal annars í nágrenni flugvallar
borgarinnar. WAM frá Sameinuðu
arabísku furstadæmunum, aðila
bandalagsins, greindi aftur á móti frá
því að Hútar hefðu varpað sprengj-
um í austurhluta borgarinnar.
Heimildarmaður Reuters innan
úr bandalaginu sagði að Hútar
myndu fá að njóta vafans í bili en ef
SÞ skærust ekki í leikinn í bráð yrði
samkomulagið sem gert var í Stokk-
hólmi marklaust. – þea
Kenna hvor annarri um vopnahlésbrot
Vopnahlésbrotin meintu voru gerð strax á fyrsta degi. NordicphotoS/AFp
2 0 . d e s e m B e r 2 0 1 8 f i m m t U d a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
2
0
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:4
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
D
E
-2
6
1
4
2
1
D
E
-2
4
D
8
2
1
D
E
-2
3
9
C
2
1
D
E
-2
2
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
1
9
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K