Fréttablaðið - 20.12.2018, Síða 16
Tilveran
Hvert ár eyðum við meira en árið áður en aldrei meira en frá síðari hluta n ó v e m b e r t i l jóla. Þessir mán
uðir voru samanlagt 16 milljörðum
króna stærri í fyrra, samanborið við
aðra mánuði.
Miðað við jólaveltuna í fyrra eyddi
hvert mannsbarn á Íslandi nærri
50 þúsund krónum fyrir jólin, sam
kvæmt upplýsingum frá Rann sóknar
setri verslunarinnar. Sagan segir að
eyðslan verði fjarri því minni í ár.
Óformleg könnun Fréttablaðsins
meðal átta manns í Tilverunni í
síðustu viku sýndi að fólk ætlaði að
meðaltali að eyða um 100 þúsund
krónum í jólagjafir fyrir þessi jól.
Það er engum blöðum um það
að fletta að kortavelta rýkur upp
vikurnar fyrir jól. Það sýna meðal
annars opinberar tölur úr Hagvísi
Seðlabanka Íslands sem sjá má í
töflu hér til hliðar. Hún sýnir þróun
greiðslukortaveltu heimila árin 2015
2017. Þróunin er alltaf sú sama. Nær
eini munurinn er að útgjöldin aukast
með hverju ári en taka síðan undan
tekningarlaust verulegan nær lóð
réttan kipp upp á við um miðjan
nóvember til ársloka.
Árni Sverrir Hafsteinsson, for
stöðumaður Rannsóknarseturs
verslunarinnar, tók saman inn
lenda kortaveltu í íslenskri verslun
í nóvember og desember í fyrra. Séu
þeir mánuðir bornir saman við hina
mánuði ársins voru nóvember og
desember samanlagt 16 milljörðum
stærri en ef þeir væru það sem kalla
mætti venjulegir mánuðir.
„Ef ég deili því á 350 þúsund
íbúa landsins gerir það 47 þúsund
krónur á mann eða 234 þúsund fyrir
fimm manna fjölskyldu. Þetta inni
heldur ekki kortalán né viðskipti
með reiðufé,“ segir Árni Sverrir. Nær
Hvað finnst þér ómissandi um jól?
Í fyrra eyddu Íslendingar
sem nemur tæplega 50
þúsund krónum á hvert
mannsbarn fyrir jólin.
Eyðslan eykst. Nóvem-
ber og desember engir
venjulegir mánuðir.
Gleðileg jól ekki bundin við hluti, eyðslu og óhóf
Elsa Kristjánsdóttir, rekstrarstýra
hjá UN Women, aðhyllist naum
hyggjulífsstíl og er það hennar
reynsla að meiri eyðsla og dýrari
gjafir skili ekki endilega betri
jólum. Hún hvetur alla til að íhuga
naumhyggju fyrir jól.
„Það er vel hægt að njóta yndis
legra jóla án þess að missa stjórn
á neyslunni,“ segir Elsa, sem lifað
hefur mínímalískum lífsstíl um
nokkurt skeið.
Naumhyggjulífsstíllinn tekur
vissulega til allra þátta í lífi fólks
en líklega er hvergi betra tækifæri
til að skera niður í kringum sig,
minnka umfang og draga úr út
gjöldum, umbúðum og óþarfa en
í kringum jólin. Og þeir sem reynt
hafa, sjá ekki eftir því.
„Ég hef bæði verið í þeirri stöðu
að geta leyft mér ýmislegt um
jólin, og líka hinni þar sem hefð
bundið íslenskt jólahald var ekki
í fjárhagsáætluninni. Í dag leyfi
ég mér að hafa jólin eins og ég vil
hafa þau, og reynsla mín kennir
mér að meiri eyðsla og dýrari
gjafir skila ekki betri jólum,“ segir
Elsa.
En fyrir þá sem eru forvitnir um
bætta og breytta hætti við jóla
haldið, hvað þarf að hafa í huga og
hvernig má bera sig að? Góð ráð
eru nefnilega ekki jafndýr og jólin.
Endurnýttu jólaskrautið
„Ég man þá tilfinningu að finnast
mikilvægt að stílísera jólin;
jólaskrautið átti að vera með
smekklegu litaþema, sem þýddi
að kaupa þurfti nýjar jólakúlur
á tréð og nýjar jólaseríur árlega.
Núna hef ég ekki keypt jólaskraut
í nokkur ár, en luma á tveimur
kössum af skrauti í geymslunni
sem innihalda samtíning af
þemajólatilraunum mínum
ásamt gömlu skrauti úr
æsku minni. Gervijólatréð
hirti ég úr geymslunni á
fyrrverandi vinnustað,
þar sem átti að henda
því. Þessi samtíningur
er mikil heimilis
prýði yfir jólin og
ég sé fram á að
þurfa ekki að
kaupa jóla
skraut í mörg
ár.“
Upplifun umbúðalaus jólagjöf
Án nokkurs vafa eru jólagjaf
irnar stærsti útgjaldaliður hvers
heimilis fyrir jólin. Fólk með börn
og barnabörn gerir ráð fyrir að
verja jafnvel 200 þúsund krónum
í gjafir. Elsa segir gjafir vissulega
stærsta útgjaldaliðinn hjá sér fyrir
jólin, en þar sé þó hægt að spara
mikið, bæði í krónum og umhverf
isáhrifum.
„Að mínu mati eru gjafirnar fyrst
og fremst fyrir börnin, og ég gef
mínum eigin börnum og frænd
systkinum jólagjafir á hverju ári.
Síðustu ár hef ég kosið að gefa
upplifanir fremur en leikföng.
Bíómiðar, gjafakort í trampólín
garð, leikhúsmiðar og sundkort
eru dæmi um þær upplifunar
gjafir sem ég hef gefið. Slíkar gjafir
hafa hitt í mark, en eru einnig
umhverfisvænar og það besta
er að þær breytast ekki í rusl eða
geymslumat.“
Hvað skal gefa þeim sem á allt?
Elsa segir að í ár gefi þau örfáar
fullorðinsgjafir til foreldra og
systkina. Þau hafa valið að gefa
upplifanir eða gjafabréf. Leikhús
og bíómiðar séu sniðug gjöf fyrir
allan aldur.
„Við höfum líklega öll rekið
okkur á það að vita ekkert hvað
við eigum að gefa einhverjum,
því viðkomandi á allt sem þarf, og
oftast rúmlega það. Þá er fallegt
að gefa til góðgerðarstarfs í nafni
viðkomandi, en mörg hjálparsam
tök bjóða upp á sérstök jólagjafa
bréf þessi jólin. Við höfum valið
að gefa Vonarneista UN Women
til styrktar Róhingjakonum á
flótta, en vonarneistinn veitir
konum í erfiðum aðstæðum
sæmdarsett, sem inniheldur
nauðsynjavörur og fæst á
unwomen.is.“
Elsa kveðst hvetja alla
til að hafa naumhyggju
í huga í jólaundirbún
ingnum.
„En fyrst og fremst að
njóta jólanna með
gleði og kærleik
að leiðarljósi.“
Sigurður
Mikael Jónsson
mikael@frettabladid.is
47.000 kr.
er upphæðin sem áætla má
að hvert mannsbarn á Íslandi
eyði fyrir jólin.
15%
aukning varð í netverslun
í nóvember miðað við
sama tíma í fyrra.
Árni Sverrir
Hafsteinsson,
forstöðumaður
RSV.
Ma. kr.
✿ Greiðslukortavelta heimila
80
75
70
65
60
55
50
45
40
jan feb mars apríl maí júní júlí ágúst sept okt nóv des
n 2015 n 2016 n 2017 n 2018
Debet- og kreditkortavelta raunvirt með vísitölu neysluverðs án húsnæðis.
Velta erlendis raunvirt með innflutningsveginni meðalgengisvísitölu.
örugglega er upphæðin því mun
hærri.
Til að setja þessa auknu útgjöld
heimilanna í samhengi þá tæki það
ríflega 26 þúsund Íslendinga tvo
mánuði á lágmarkslaunum að vinna
sér inn fyrir þessari auknu eyðslu.
Þrátt fyrir aukna vitundarvakn
ingu um minni sóun, hvort heldur
sem kemur að umbúðum eða mat,
þá verða alltaf gefnar gjafir, fólk mun
alltaf kaupa sér nýja skó, kerti og spil
og nýjustu tölur fyrir þessi jól benda til
að þróunin verði sú sama í ár.
Rannsóknarsetur verslunarinnar
birti fyrr í þessari viku tölur um að
velta innlendra greiðslukorta Íslend
inga í verslun hefði aukist um 5 pró
sent í nóvember, samanborið við
sama mánuð í fyrra. Í netverslun er
þessi aukning 15 prósent og hefur lík
lega aldrei verið meiri á þessum tíma.
En eins og með svo margt annað þá
eru fleiri en ein leið til að gera hlutina.
Jólin eru þar engin undan tekning.
Sumir kjósa að minnka umsvifin,
skera niður, eins og Tilveran fjallar
um hér í dag.
Eyðum 16 milljörðum
meira í jólavertíðinni
Fjölskyldan
og vinir eru
ómissandi um jólin.
Allt sem þarf í raun og
veru.
Starri
Rjúpan
er ómiss
andi og jólablandan
hans pabba, malt og
appelsín með svolítilli
slettu af CocaCola.
Sigurvin
Fjölskyldan
er það sem
öllu máli skiptir en
það að hafa góða bók
að lesa á jólunum
finnst mér líka alveg
ómissandi.
Unnur
Elsa Kristjáns-
dóttir.
2 0 . d e s e m b e r 2 0 1 8 F I m m T U d A G U r16 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð
2
0
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:4
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
D
D
-E
5
E
4
2
1
D
D
-E
4
A
8
2
1
D
D
-E
3
6
C
2
1
D
D
-E
2
3
0
--
X
-
-
1
A
F
B
0
6
4
s
_
1
9
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K