Fréttablaðið - 20.12.2018, Side 22
Frá degi til dags
Halldór
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Ef þingmenn
gera alvöru úr
því að draga
öryrkja fyrir
dóm er það
ekki einungis
fréttaefni hér
á landi heldur
víða um
heim.
Afar sérstakt
er að Um
hverfisstofn
un aðhafist
ekkert á
meðan
undan þágu
beiðnin er til
meðhöndl
unar því
ekkert í
lögum um
mat á um
hverfisáhrif
um segir að
ráðuneytinu
sé heimilt að
veita hana.
Meira en hálft ár er nú liðið frá því laxeldisfyrir-tækið Arnarlax hóf meðvitað að brjóta gegn skilyrðum starfsleyfis fyrir sjókvíaeldi sem það
starfrækir í Arnarfirði. Þær stofnanir sem eiga að hafa
eftirlit með starfseminni vita af brotinu en aðhafast þó
ekkert af ástæðum sem ekki hafa verið skýrðar.
Samkvæmt þeim skilyrðum sem sett voru í starfs-
leyfi fyrir Arnarlax ber að hvíla eldissvæði við Hringdal
í Arnarfirði í að lágmarki sex til átta mánuði áður en ný
kynslóð af eldislaxi er sett út í sjókvíar á svæðinu.
Með hvíldinni fengi umhverfið tíma til að ná jafn-
vægi áður en næsti skammtur af botnfalli og annarri
mengun frá hundruðum þúsunda fiska bætist við það
sem fyrir er.
Arnarlax hafði þessi skilyrði að engu og setti út fisk í
kvíar á svæðinu í byrjun júní, aðeins þremur mánuð-
um eftir að slátrað hafði verið fiski upp úr kvíum þar.
Rétt er að taka fram að starfsleyfi fyrirtækisins er
gefið út meðal annars á forsendum umhverfismats
sem það lét sjálft gera, en þar kemur fram að hvíla
þurfi eldissvæði í umræddan tíma.
Umhverfisstofnun staðfesti þann 19. júní sl. að um
frávik væri að ræða og krafði Arnarlax um úrbætur.
Fyrirtækið hafði þá kröfu hins vegar að engu. Þann
16. júlí boðaði Umhverfisstofnun því að það yrði
áminnt. Viðbrögð Arnalax voru þá að óska eftir
undanþágu til umhverfisráðuneytisins.
Síðan hefur ekkert gerst nema hvað Umhverfis-
stofnun sendi umsögn til ráðuneytisins í september
þar sem lagst er gegn því að Arnarlax fái undanþágu.
Afar sérstakt er að Umhverfisstofnun aðhafist ekkert
á meðan undanþágubeiðnin er til meðhöndlunar því
ekkert í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir að
ráðuneytinu sé heimilt að veita hana.
Vinnubrögð ráðuneytisins eru að sama skapi ill-
skiljanleg en undanþágubeiðnin hefur nú legið þar
óafgreidd í fimm mánuði. Á meðan geldur umhverfið
fyrir.
Furðu vekur að þessi starfsemi virði ekki þau skil-
yrði sem henni eru sett í starfsleyfi. Enn furðulegra er
að Umhverfisstofnun og ráðuneyti málaflokksins skuli
ekki tryggja að þau skilyrði séu virt.
Lögbrot í skjóli hins opinbera
Árni Finnsson
formaður
Náttúruverndar-
samtaka Íslands
Þegar minnst er á Klausturmálið alræmda í fréttum, og það er sannarlega gert ansi oft þessa dagana, er iðulega nefnd hugsanleg málsókn fjögurra þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur, konu sem er
öryrki. Það að þingmennirnir skuli íhuga alvarlega
að fara í mál við öryrkja og leggi kapp á að hann sæti
refsingu og greiði þeim miskabætur bendir sannar-
lega ekki til þess að mikil iðrun ríki í huga þeirra.
Ekki verður annað séð en að þingmennirnir séu for-
hertir og neiti staðfastlega að horfast í augu við eigin
gjörðir. Ljóst er að þeim finnst þeir hafa verið beittir
miklum órétti og telja að ráðist hafi verið að æru
þeirra með því að hljóðrita subbuleg fylliríssamtöl
þeirra. Í bréfi lögmanns þeirra, Reimars Péturssonar
hæstaréttarlögmanns, segir að aðgerðin hafi falið
í sér „saknæma og ólögmæta meingerð gegn frelsi,
friði, æru eða persónu“ þeirra.
Enginn þvingaði þingmennina til að hella sig fulla
á vinnutíma Alþingis. Það var þeirra ákvörðun. Það
er vissulega óheppilegt fyrir þá að viðbjóðurinn sem
þeir létu út úr sér hafi verið opinberaður, en þeir
geta ekki vikið sér undan ábyrgð. Þingmenn þjóðar-
innar eiga ekki að klæmast og spýta út úr sér sora á
opinberum stöðum. Geri þeir slíkt verða þeir að líta
í eigin barm og íhuga stöðu sína mjög alvarlega. Því
miður virðist þessum þingmönnum gjörsamlega
fyrirmunað að gera það. Þeir hafa fundið þann seka,
öryrkjann Báru Halldórsdóttur, og beina spjótum
sínum að henni. Reynar virðast þeir um leið telja
hana peð í einhvers konar samsæri illa þenkjandi
pólitískra andstæðinga, jafn fjarstæðukennt og það
nú hljómar.
Í stað þess að viðurkenna forkastanlegt tal sitt á
bar benda þingmennirnir á Báru sem þeir segja að
hafi brotið á rétti þeirra. Þeir telja sig vera að beina
athygli almennings frá sér en svo er alls ekki. Ef þing-
menn gera alvöru úr því að draga öryrkja fyrir dóm
er það ekki einungis fréttaefni hér á landi heldur
víða um heim. Þingmennirnir treysta á það að dóm-
stólar muni dæma upptökuna ólöglega, og vel má
vera að það verði niðurstaðan. Það myndi þó ekki
breyta neinu um það að skömmin er þingmannanna
og þjóðin mun ekki láta þá gleyma því. Besta leiðin
til að gera Báru Halldórsdóttur að enn meiri þjóð-
hetju en hún er þegar orðin er að þingmennirnir
dragi hana fyrir dóm. Þjóðin mun fylkja sér um hana
og víst er að efnt verður til söfnunar til að greiða
kostnað eða sektir sem hún þarf að bera. Þingmenn-
irnir munu standa eftir á berangri, ærulausir.
Öllum verður á í lífinu. Ekki allir, en sem betur
fer ansi margir, læra af því og iðrast innilega. Ekki
verður séð að þessir þingmenn geri það. Þeir virðast
ætla að halda dauðahaldi í lagabókstaf og vonast til
að fá dómstóla í lið með sér. Jafnvel þótt það takist
mun það ekki duga til að þeim hlotnist náð fyrir
augum þjóðarinnar. Þingmennir hafa fallið á sið-
ferðisprófinu, ekki einu sinni heldur ítrekað. En þeir
sjá það ekki og einmitt í því er fall þeirra fólgið.
Án iðrunar
THE FUTURE IS EVERYONE’S
Kynntu þér Opel atvinnubíla á opel.is
eða hafðu samband við sölumann
í síma eða á opel@opel.is og fáðu
nánari upplýsingar
Sýningarsalir:
Krókháls 9, Reykjavík, 590 2000
Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ, 420 3330
OPEL ATVINNUBÍLAR
ÁRAMÓTA
SPRENGJA!
Nýttu þér skattalegt hagræði ársins
sem er að líða
Nokkrir sendi- og hópferðabílar
á dúndur afslætti
Flateyjarráðgáta
Sjónvarpsþættirnir Flateyjargát-
an runnu sitt skeið á RÚV nýlega
án þess að gera sérstaka lukku.
Leikararnir virkuðu ráðvilltir og
endurtekningar og stagl bentu
til þess að leikstjórinn væri
álíka ringlaður. Þær gleðifréttir
að handrit þáttanna hafi verið
tilnefnt til Nordisk Film- og TV
Fond-verðlaunanna á alþjóð-
legu kvikmyndahátíðinni í
Gautaborg í ár, fyrir besta hand-
ritið í flokki sjónvarpsþáttaraða
á Norðurlöndum, koma því eins
og þruma úr heiðskíru lofti og
eru hálfgerð Flateyjarráðgáta.
Eða þannig …
Flateyjargáta var vitaskuld rædd
á Facebook og þar má segja að
þættirnir hafi lent í ófærð, ef
ekki beinlínis blindbyl, en þar
var fólk með „kjánahroll“ yfir
leiknum, býsnaðist yfir lélegu
handriti, þættirnir ábyggilega
sagðir „fínir fyrir þolinmótt
fólk“ en hljóðsetningin væri
slæm. Huggun harmi gegn væri
að „lopapeysurnar eru voða
fínar“. Leikhúsrýnirinn Jón
Viðar Jónsson afgreiddi þættina
ágætlega þegar hann sagði að
eftir að hafa „horft upp á þennan
gjörning eða hvað á að kalla
þetta sem fólk var að fremja
þarna á sviði Hörpu til heiðurs
Danadrottningu – ja, þá held ég
bara mér finnist Flateyjargátan
hreint ekki svo afleit. – Eða
þannig.“
thorarinn@frettabladid.is
2 0 . d e s e m b e r 2 0 1 8 F I m m T U d A G U r22 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð
SKOÐUN
2
0
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:4
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
D
E
-1
C
3
4
2
1
D
E
-1
A
F
8
2
1
D
E
-1
9
B
C
2
1
D
E
-1
8
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
1
9
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K