Fréttablaðið - 20.12.2018, Side 40

Fréttablaðið - 20.12.2018, Side 40
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Grettir Pálsson fv. dagskrárstjóri SÁÁ, lést á lungnadeild Landspítalans 11. desember sl. Útförin fer fram fimmtudaginn 20. desember í Fossvogskirkju kl. 15. Erfidrykkja í Von, Efstaleiti 7. Oddný Jakobsdóttir Þórdís Karla Grettisdóttir Pétur Örn Runólfsson Gísli Grettisson Esther Eygló Ingibergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Hulda Þ. Valdemarsdóttir frá Hlíðskógum, Bárðardal, lést á dvalarheimilinu Lögmannshlíð, Akureyri, 16. desember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 21. desember kl. 10.30. Ásrún Aðalsteinsdóttir Ingvar Haraldsson Hermann Aðalsteinsson Hildigunnur Jónsdóttir María Aðalsteinsdóttir Leifur K. Þormóðsson og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Aðalsteinn Sigursteinsson Sólhaga, Vatnsleysuströnd, lést á Hrafnistu, Nesvöllum, föstudaginn 14. desember. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jón Haukur Aðalsteinsson Jóna Harðardóttir Margrét Aðalsteinsdóttir Pétur Einarsson Gróa Aðalsteinsdóttir Guðbergur Aðalsteinsson Kristjana Aðalsteinsdóttir Helgi Kristjánsson Steinþór Aðalsteinsson Kolbrún Skúladóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, Kjartan Jeremíasson verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju föstudaginn 28. desember kl. 13.00. Gyða Sigurlaugsdóttir Andrés Erlingsson Sveinn Kjartansson Lindsay Hill Þorsteinn Sigurlaugsson Rita Hvönn Traustadóttir Pálína V. Eysteinsdóttir Valgeir H. Kjartansson Una Björgvinsdóttir Cecilía K. Kjartansdóttir Ole Langhoff Lundgreen systkini og barnabörn. Ástkær móðir mín, dóttir, systir og amma, Ingibjörg Hólmfríður Harðardóttir lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 12. desember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju þann 28. desember kl. 11. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð blóð- og krabbameinslækningadeilda Landspítalans. Inga Sól Ingibjargardóttir Marteinn S. Sigurðsson Hólmfríður Björt Marteinsdóttir Sólborg Valdimarsdóttir Finnbogi Kr. Arndal Brynja Harðardóttir Kristinn Guðjónsson og fjölskylda. Ástkær dóttir mín, systir okkar og mágkona, Alda I. Einarsdóttir McGlynn andaðist þann 20. nóvember í Catskill N.Y. í USA. Minningarathöfn og bálför hefur farið fram í Catskill, en jarðsett verður síðar hér heima. Fyrir hönd barna hennar, Kára og Kötlu McGlynn, tengdadóttur, barnabarns og ástkærs sambýlismanns, James Atlee. Magnea S. Hallmundsdóttir Hrefna S. Einarsdóttir Egill Þ. Einarsson Logi Már Einarsson Sólveig Viðarsdóttir Ástkær unnusti minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Páll Kristjánsson skipstjóri, lést í faðmi fjölskyldu og ástvina á heimili sínu fimmtudaginn 13. desember. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 20. desember klukkan 13. Marianne Johannsson Aðalbjörg Pálsdóttir Steindór Jón Pétursson Björn Pálsson Berglind Lúðvíksdóttir Anna Lilja Pálsdóttir Bjarki Jónsson afa- og langafabörn. Mig langaði svo að vita meira um manninn sem málaði myndirnar sem fundust á háaloftinu heima. Þetta byrjaði þannig,“ segir Sigríður Svana Péturs- dóttir, sagnfræðingur og höfundur bók- arinnar Myndir á háalofti. Þar lýsir hún viðburðaríkri ævi langafa síns, Vestfirð- ingsins Guðmundar Viborg Jónatans- sonar gullsmiðs sem síðustu ár sín bjó í kjallara hússins Hólavelli við Suður- götu í Reykjavík, í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar. Þegar Sigríður Svana var um fermingu flutti hún að Hóla- velli sjálf og í formála bókarinnar lýsir hún því sem ævintýri, því háaloftið hafi geymt svo margt forvitnilegt, meðal ann- ars bunka af olíumálverkum eftir langafa hennar. Hún kveðst hafa vitað um muni sem hann hafði skorið út og smíðað úr gulli og silfri en málverkin hafi verið ný fyrir henni og stungið nokkuð í stúf við annað. Þess má geta að bókin geymir fjölda mynda bæði af smíðisgripum Guð- mundar og málverkum. „Ég vildi sýna hversu mikill listamaður hann var,“ segir Sigríður Svana. „Hann lét ekkert hindra sig í listsköpuninni þó hann væri ómenntaður í henni fyrir utan nokkra mánuði sem hann var hjá Sumarliða Sumarliðasyni í Æðey að læra tökin á gullsmíðinni. Sú kunnátta entist honum út ævina.“ Þó Sigríður Svana hafi fundið kassa með skrifum langafa síns segir hún hafa verið ótrúlega snúið að afla heimilda um manninn sjálfan sem var þó uppi til 1936. „Það voru ekki margir til frá- sagnar um langafa, svo ég þurfti að grafa nánast allt upp. Bókin varð því til eftir mikið grúsk og yfirlegu á Þjóðskjala- og Landsbókasafni, þar sem ég fann mörg bréf sem nýttust mér.“ Sigríður Svana segir bæði Guðmund sjálfan og Helgu Bjarnadóttur, konu hans, hafa skrifað Torfa Bjarnasyni í Ólafsdal en bréfasafn hans geymi um ellefu þúsund bréf og sé eitt það stærsta á landinu. „Það er í raun ótrúlegt hversu margir skrifuðu Torfa, hvaðanæva, um sín mál, hvort sem þau snerust um að koma rollum milli bæja eða leysa hjóna- bandsvanda. Torfi var hálfbróðir Helgu og vinur hjónanna beggja, þau leituðu til hans því eitthvað skorti upp á ham- ingjuna,“ lýsir Sigríður Svana og segir þau hjónin hafa skilið. „Gufuskipinu sem langafi var vélstjóri á var lagt, stórgrósserinn sagði bara: „Þetta skip siglir ekki meira.“ Þar með var langafi orðinn atvinnulaus en fékk vinnu hjá baróninum á Hvítárvöllum og fór þangað. Helga átti að koma á eftir með börnin en af því varð ekki.“ gun@frettabladid.is Vildi sýna list langafa Þegar Sigríður Svana Pétursdóttir sagnfræðingur var um fermingu flutti hún í húsið Hólavelli, sem langafi hennar hafði búið í í ellinni og þar fann hún margt merkilegt. Sigríður Svana Pétursdóttir gerir myndum langafa síns Guðmundar Viborg hátt undir höfði á heimili sínu. Fréttablaðið/Ernir Mynd úr bókinni af Guðmundi Viborg. Hana tók ingimundur fiðla einhvern tíma á árunum 1910-1920. Mynd/SkóGaSaFn Hús í kanada, mynd máluð af Guðmundi Viborg. Mynd/kriStján Pétur GuðnaSon 2 0 . d e s e m b e r 2 0 1 8 F I m m T U d A G U r28 T í m A m ó T ∙ F r É T T A b L A ð I ð tímamót 2 0 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 D E -2 F F 4 2 1 D E -2 E B 8 2 1 D E -2 D 7 C 2 1 D E -2 C 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.