Ljósmæðrablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 14
14 Ljósmæðrablaðið - júní 2013
HypnoBirthing
Nálgumst heim fæðinga með ró
Kristbjörg Magnúsdóttir
ljósmóðir
Ég skrifa þessa grein til að kynna
fyrir lesendum HypnoBirthing og þá
hugmyndafræði sem liggur að baki
henni. Einnig verður fjallað stuttlega um
hvernig best er að aðstoða konu í fæðingu
sem hefur kynnt sér hugmyndafræði
HypnoBirthing.
Ótti, áhyggjur, hamlandi hugsanir og
tilfinningar er nokkuð sem vitað er að
hefur mikil áhrif á verðandi mæður og á
viðhorf þeirra til fæðinga. Þá vitum við
að ótti hefur mikil áhrif á upplifun sárs-
auka í fæðingu og má þar nefna kenningu
Grantly Dick-Read um fæðing-tefst-pína
(fear tension pain syndrome). Eitt af
markmiðum HypnoBirthing er að losa um
þennan ótta með notkun djúpslökunar og
sjálfsdáleiðslu þannig að fjölskyldan geti
farið í fæðingu full tilhlökkunar.
Marie Mongan er höfundur
HypnoBirthing námskeiðanna. Í upphafi
bjó hún til námskeiðið til að undirbúa
dóttur sína fyrir fæðingu. Hún byggir
námskeiðin á kenningum breska fæðingar-
læknisins, Grantly Dick-Read, sem skrif-
aði bókina Childbirth Without Fear og
þekkingu sinni á sjálfsdáleiðslu. Hún
leggur áherslu á að við skoðum okkar
eigin viðhorf til fæðinga því: „Ef við
breytum viðhorfum okkar til fæðinga, þá
breytir það því hvernig við fæðum.“
Grunnhugmynd HypnoBirthing er:
Fæðing er eðlilegt ferli fyrir heilbrigða
konu og heilbrigt barn hennar. Líkami
konunnar er skapaður til að ganga með og
fæða barn, hann hefur þekkingu, „innsæi
til að fæða“, alveg eins og það að búa til
barn og að fóstra og næra barnið í móður-
kviði. Með auknum skilningi á hvernig
líkami konunnar vinnur í fæðingu, hvernig
legvöðvinn vinnur að því að þynna og
opna leghálsinn og færa barnið í gegnum
fæðingarveginn í fæðingu, þá minnka
áhyggjur og kvíði í fæðingu.
Verðandi móðir sem notar
HypnoBirthing lærir að nýta innri þekk-
ingu líkamans til að fæða barn. Hún slakar
á inn í fæðingarferlið og vinnur með
líkama sínum og barninu. Hún treystir
því að bæði líkami hennar og barnið
viti hvernig þau eigi að vinna saman
í fæðingunni. Lögð er áhersla á að ró
og friður sé í fæðingunni og virðing sé
borin fyrir umhverfinu. Lögð er áhersla
á að fjölskyldan fái tækifæri strax eftir
fæðinguna til að tengjast barninu án trufl-
ana, að ljós séu dempuð og enginn sé að
tala nema foreldrar sem tala við barnið.
Að fjölskyldan fái tækifæri til að kynnast
án truflana, svo lengi sem allt er í lagi.
HypnoBirthing lítur á fæðinguna
sem eðlilegt framhald af samlífi manns
og konu, því trúir HypnoBirthing að
fæðingin snúist um þau. Fæðingin snýst
um fullkomnun fjölskyldunnar, hvernig
fjölskyldan býður nýja einstaklinginn
velkomin inn í líf þeirra. Einnig um að
viðurkenna ábyrgð foreldranna til að eiga
sem öruggasta og þægilegasta fæðingu
fyrir barn þeirra. Fyrir hina verðandi
foreldra snýst fæðingin ekki um vísindi
og líffærafræði, hún snýst ekki um lækna
eða ljósmæður, hún snýst ekki um hverjir
stjórna. Hún snýst um fjölskylduna –
foreldra og barn/börn þeirra. Þannig er
lögð áhersla á að óskir þeirra í barn-
eignarferlinu séu hafðar í hávegum.
Fjölskyldur sem trúa því að fæðingin sé
um þau og hina yndislegu ferð sem þau
eru á inn í foreldrahlutverkið, þeim þarf
í raun ekki að kenna hvernig á að fæða.
Þau bara læra um fæðinguna. Þau skilja
að þegar hugurinn er laus við áhyggjur og
ótta, þá gengur fæðingin vel, en þegar ótti
og áhyggjur eru til staðar þá svari líkam-
inn með sársauka. Þá geti þau leyft náttúr-
unni að vera við stjórn og leyft fæðingunni
að hafa sinn gang, á sama vel hannaða hátt
og öll önnur lífeðlisfræðileg ferli líkam-
ans. HypnoBirthing lofar ekki að fæðingin
sé án allra óþæginda, en hugmyndafræði
HypnoBirthing segir að með því að nota
aðferðina geti 95% kvenna fætt ljúflega.
Á námskeiðinu er unnið mikið með
öndun, slökunaræfingar og sjálfs-
dáleiðslu. Lesnar eru ákveðnar
innleiðslur og texti, þar sem hin verðandi
móðir og fæðingarfélagi hennar vinna í
undirmeðvitundinni. Þannig er tíminn á
meðgöngu notaður til að losa um allan
ótta, hamlandi hugsanir og tilfinningar
þannig að hægt sé að fara inn í fæðinguna
með tilhlökkun. Einnig er unnið með
sjónsköpun (e. visualization) og jákvæðar
staðhæfingar. HypnoBirthing á sitt eigið
tungumál, þar eru notuð orð sem valda
ekki ótta eða hamlandi hugsunum og tilf-
inningum. Dæmi um þessa orðræðu er að
notað er orðið bylgja þar sem ekki er talið
rétt að nota orðin verkir eða samdrættir,
sem báðum geta fylgt neikvæðar tilf-
inningar, aldrei er talað um sársauka.
Einnig er jákvæð orðræða notuð þegar
við tölum um það sem við upplifum í
fæðingu, hvort sem það er þrýstingur,
spenna eða annað. Samt er lögð áhersla
á að í fæðingunni felist mikil vinna.
Alltaf er talað um fæðingarfélaga, hann
getur verið barnsfaðir, vinkona, móðir
eða aðrir. HypnoBirthing leggur mikla
áherslu á að fæðingarfélagi sé aðalstuðn-
ingsaðili konunnar í fæðingunni. Einnig
er lögð mikil áhersla á tengslamyndun
fyrir og eftir fæðingu.
Þegar komið er að því að færa barnið
í heiminn er ekki notað orðið að remb-
ast, heldur að anda barninu í heiminn. Ef
kona nær mjög góðri slökun þegar barnið
leggur af stað niður fæðingarveginn, þá
andar hún niður með bylgjunum og færir
þannig barnið í heiminn. Hin verðandi
móðir sem kynnir sér HypnoBirthing,
fær mörg verkfæri til að nota í fæðingu.
Misjafnt er hvað hver kona nýtir sér, en
hún velur hvað hentar henni, hvort sem
er í eða fyrir fæðingu. Jákvæðar staðhæf-
ingar eru mikið notaðar og rætt um þær.
Ég set allan ótta til hliðar er ég undirbý
mig fyrir fæðingu barns míns.
Ég einblíni á mjúka og auðvelda fæðingu.
Ég er undirbúin fyrir alla þá reynslu sem
fæðingarferlið býður mér.
Einnig er mikið unnið með sjónsköpun,
námsefninu fylgir mynd af hvirfli barns-
ins, þar sem hann er að opna fæðingar-
veginn eins og blóm. Sjónsköpun getur
verið mjög gott að nota í slökun og
F R Æ Ð S L U G R E I N