Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 10
10 Ljósmæðrablaðið - júní 2013 Fjórar mæður töldu sig hafa fengið ómaklegar athugasemdir frá heilbrigðis- starfsfólki vegna vandamála við brjósta- gjöfina, eða vegna of stuttrar eða of langrar brjóstagjafar. Þær höfðu vænst þess að mæta skilningi í þjónustu sem væri sérhönnuð fyrir nýbakaðar mæður. Einnig var bent á að lítið hafi verið gert úr tilf- inningum þeirra, og ein meðal annars sögð vera „hádramatísk á hormónum.“ Mæður útskýrðu reyndar sjálfar hegðun sína oft með hormónum, þær væru viðkvæmari en ella af þeim sökum og fannst að heilbrigð- isstarfsfólk ætti að vera meðvitað um það. Mæður sem byrjuðu að gefa barni sínu þurrmjólkurábót töldu sig hafa mætt vand- lætingu og skömmum brjóstagjafaráðgjafa sem þóttu stundum kuldalegir og jafnvel hrokafullir. „Já ertu búin að gefa barninu pela, já þá er brjóstagjöfin ónýt,“ fékk ein móðirin að heyra. Önnur var gagn- rýnd fyrir að reyna ekki nægilega mikið og „fyrir að vera ekki nógu góð mamma.“ Þó voru einnig jákvæðar umsagnir og ein móðirin dáðist að framkomu ráðgjafa sem „var alltaf með, einhvern veginn, virðingu alveg á hreinu. Það var ótrúlega hressandi.“ Tvær mæður höfðu tilheyrt hópum mjólkandi mæðra utan heilbrigð- iskerfisins en á vegum brjóstagjafaráð- gjafa sem þeim fannst mjög svo gagnlegir. Mæður með börn á brjósti hittust þar til að ræða um brjóstagjöf og til að veita hver annarri stuðning. Andrúmsloftið var afslappað og þegar ein var í vanda hjálp- uðust allar að við að finna lausn. Á meðal mæðranna voru skiptar skoð- anir um hversu mikla fræðslu ætti að veita. Mæðurnar töldu flestar, óháð eigin reynslu af brjóstagjöf, að rangt væri að þrýsta um of á brjóstagjöfina. Þegar mæðrum fyndist brjóstagjöfin óþægileg, þær ættu í erfiðleikum eða ýmis ráð hefðu verið reynd án árangurs ætti frekar að styðja mæður til að hætta brjóstagjöfinni. Mæður ættu að hugsa um eigin líðan, andlega og líkamlega, og kom það fram að þær töldu mikilvægt að styrkja sjálfs- öryggi mæðra. Nokkrar mæður töluðu um að of mikill þrýstingur til að gefa brjóst gæti valdið streitu þannig að það hamlaði myndun brjóstamjólkur. Slíkt gæti komið í veg fyrir að mæður nytu brjóstagjaf- arinnar sem skyldi. „Viltu að hún léttist bara of mikið og fari inn á Vöku?“ var til dæmis sagt við móður sem mjólkaði ekki nógu vel í byrjun. Sex mæður töldu sig hafa mætt góðum skilningi og fengið góða ráðgjöf í erfið- leikum sínum, þar af fjórar í heima- þjónustunni, ein hjá eigin ljósmóður í samfelldri þjónustu og ein hjá hjúkr- unarfræðingum í heilsugæslunni. Þrjár mæður töldu sig hafa fengið ágætar ráðleggingar frá brjóstagjafaráðgjafa. Mæðurnar nefndu ráð um stellingar og aðferðir við brjóstagjöf auk fræðslu um mjólkurframleiðslu og líffræðilega virkni brjósta. Að mati mæðranna einkenndist góð fræðsla af yfirvegun án vandlætingar í garð þeirra sem af einhverjum ástæðum gáfu brjóst í styttri eða lengri tíma en viðkomandi heilbrigðisstarfsmanni þótti ásættanlegt. Einnig töldu þær mikilvægt að fræðslan væri fjölbreytt og að greint væri frá hugsanlegum vandamálum til að vera undirbúnar ef erfiðleikar kæmu upp. Gagnrýni og ágreiningur Þó mæðurnar hefðu talið brjóstagjöf vera náttúrulegt ferli voru þær sammála um að fræðsla og ráðgjöf væru mikilvæg fyrir framvindu hennar. Þær voru þó ekki alltaf allskostar sáttar með ráðin sem þær fengu og níu mæður af fjórtán töldu ofuráherslu á brjóstagjöf ekki vera rétt- lætanlega. Misræmi í áherslu á mikilvægi brjósta- gjafar og ráðleggingum um hvernig hún yrði best heppnuð var mæðrum ofarlega í huga. Það átti bæði við um misræmi á innihaldi upplýsinga milli einstakra starfsmanna en líka milli faghópa. Skilaboð sem mæður fengu á fæðinga- deild reyndust oft háð því hver var á vakt hverju sinni. Nokkrar konur höfðu reynslu af brjóstagjöf frá því þær höfðu búið erlendis eða utan höfuðborgar- svæðisins og höfðu þær orð á því að „sannleikur“ um brjóstagjöf virtist vera mismunandi eftir staðsetningu. Mæður skynjuðu einnig ágreining hjá mismun- andi faghópum um gæði brjóstamjólkur í samanburði við þurrmjólk. Hjúkrunar- fræðingar og ljósmæður virtust leggja meiri áherslu á brjóstagjöfina, þó mikill munur væri á viðhorfum innan þessara faghópa, á meðan læknar töldu ásættan- legt að gefa þurrmjólk fyrr og þegar það drægist að mjólkin kæmi. Fræðsla ljósmæðra var í nokkrum tilvikum talin síður áreiðanleg en annarra heilbrigðisstarfsmanna. Í máli átta mæðra, óháð lengd brjóstagjafar þeirra, komu fram efasemdir um áreiðan- leika þess sem ljósmæður staðhæfðu um einhliða mikilvægi brjóstagjafar. Þrjár mæður sögðust ekki hafa verið upplýstar um vandamál við brjóstagjöf á meðgöngu en sögðu að tekið hefði verið fram að engin kona ætti að þurfa að nota þurr- mjólk. Staðreyndin væri að sumar konur gætu ekki gefið brjóst og þessar konur ættu að gefa þurrmjólk. Eins var misræmi í upplýsingum talið vera vísbending um skort á áreiðanlegri þekkingu. Ein móðir taldi fullyrðingar um að tengsla- myndun móður og barns væri betri og að börn yrðu gáfaðri og sjaldnar veik ef þau væru á brjósti vera rangar. Brjósta- mjólk væri ekki endilega betri en þurr- mjólk. Níu mæður töldu þurrmjólk vera góða fæðu fyrir ungbörn og tvær af þeim héldu fram að þurrmjólk og brjósta- mjólk væru jafngóðar. Rannsóknir sem sýndu fram á einhliða mikilvægi brjósta- gjafar voru dregnar í efa og því haldið fram að fræðsla um gæði brjóstamjólkur einkenndist af heilaþvotti og áróðri. Til staðar væri „brjóstamjólkurfasismi“ ljós- mæðra sem og mæðra sem legðu allt í sölurnar fyrir brjóstagjöfina. Augljóst væri að börn þrifust vel á þurrmjólk. „Ég meina, þau eiga alveg jafn mikinn séns á að verða heiðursdoktorar,“ sagði ein móðirin. Tvær mæður, sem báðar voru með barn á brjósti lengur en 12 mánuði, véfengdu gæði þurrmjólkur. Mæður sem efuðust ekki um gæði brjóstamjólkur töldu að ekki mætti afneita þurrmjólkinni alfarið, sérstaklega ekki þegar mæður væru byrjaðar að gefa börnum sínum hana. Tvær mæður töldu að upplýsingar um notkun þurrmjólkur ættu að vera aðgengilegar á meðgöngu, ef hennar yrði þörf síðar. Þær voru ósáttar við að hafa ekki fengið aðstoð við notkun og blöndun þurrmjólkur þegar þær töldu hana bestu lausnina fyrir sig. Brjósta- gjafaráðgjafar og hjúkrunarfræðingar í heimavitjunum sem þessar tvær konur leituðu til höfðu neitað að leiðbeina þeim og sagt að þær yrðu að finna út úr þurr- mjólkurnotkun sjálfar. Ein móðir sagði frá heimsókn til brjóstagjafaráðgjafa sem var alfarið á móti þurrmjólkurábót en hún hafði fengið ráðleggingar um notkun hennar frá öðrum fagaðila. Ekki voru allar mæður sammála þeirri staðhæfingu að ábót myndi skaða brjóstagjöfina. Tvær mæður, með reynslu af brjóstagjöf lengur en ár, töldu einhliða áherslu á brjóstagjöf varhugaverða vegna vanlíðanar mæðra sem af einhverjum ástæðum gætu ekki eða vildu ekki gefa brjóst. Þurrmjólk- urgjöf gæti nýst sem hjálpartæki með brjóstagjöf. Þrjár mæður höfðu notað þurrmjólkurábót með brjóstagjöfinni af og til en aldrei til lengri tíma. Mæður sem höfðu átt í vanda með brjóstagjöf frumburðarins fannst þær ekki alltaf fá hjálp sem skyldi við brjóstagjöf annarra barna þar sem litið væri svo á að þær þyrftu ekki fræðslu vegna fyrri reynslu sinnar af brjóstagjöf. Eins var haft á orði að ungar frumbyrjur væru afgreiddar sem ókunnandi og kæru- lausar. Að auki fannst mæðrum sem höfðu börn sín lengi á brjósti að skilaboð um heppilega lengd brjóstagjafar væru óljós og misvísandi. Konur með eldri en hálfs árs gömul börn á brjósti sem vildu halda brjóstagjöf áfram fannst sem þær hefðu verið óbeint hvattar til að hætta vegna aldurs barnsins. Eins fengu mæður sem höfðu börn á brjósti til lengri tíma ábendingar um að nú væri nóg komið, nokkuð sem þeim fannst óásættanlegt. UMRÆÐUR Margar af niðurstöðum þessarar rann-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.