Ljósmæðrablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 9
9Ljósmæðrablaðið - júní 2013
barn komu heim af fæðingadeild. Í
flestum tilfellum var um heimaþjónustu
ljósmæðra að ræða og í einu tilviki hafði
samningur verið gerður við sjálfstætt
starfandi ljósmóður. Mæður kunnu vel að
meta hjálp sem þær fengu við brjóstagjöf
í þessum heimsóknum. Margar þeirra
töldu að þá hafi þær fyrst í ró og næði
fengið góða aðstoð og hagnýta fræðslu
um brjóstagjöf. Þá skapaðist tækifæri til
að mynda traust samband við einn aðila
og samtímis samræmdar upplýsingar.
Samskiptin við brjóstagjafaráðgjafana
voru flóknari en fimm mæður leituðu til
þeirra. Tvær af þeim voru ósáttar með
fræðsluna en þeim fannst viðmót ráðgjaf-
anna einkennast af einstrengingslegri
áherslu á brjóstagjöfina og skorti á
virðingu. Þrjár mæðranna töldu sig þó
hafa fengið ágætar ráðleggingar frá þeim.
Langflestar mæðranna leituðu upplýs-
inga og ráða um brjóstagjöf utan hinnar
hefðbundnu fræðslu heilbrigðiskerfisins.
Ein móðir taldi það mikla framför að
„núna getur maður bara gúglað allt.“ Á
netinu væri að finna spjallrásir mæðra og
upplýsingaveitur fyrir foreldra, nokkurs
konar jafningjafræðslu. Mæðurnar töldu
slíka fræðslu hafa reynst þeim vel og
báru traust til upplýsinga frá mæðrum
sem sjálfar höfðu reynslu af brjóstagjöf.
Ein mæðranna sagðist viða að sér upplýs-
ingum úr öllum áttum. Hún taldi mæður
þurfa að prófa þau ráð sem þær teldu
henta sér hverju sinni og sagði eitt ráð
ekki endilega réttara en annað. Áherslur
og upplýsingar breyttust svo fljótt og því
ekki alltaf auðvelt að fylgjast með því
nýjasta.
Viðmót og viðhorf
Mæðrum, og þá sérstaklega þeim sem
illa gekk með brjóstagjöfina, var tíðrætt
um samskiptin við fagfólk sem veittu
þeim fræðslu um hana. Þær upplifðu
ýmist stuðning, fálæti eða of mikinn
þrýsting á að gefa brjóst. Sex mæður
sögðu viðhorf heilbrigðisstarfsmanna til
brjóstagjafar almennt jákvætt en tóku þó
fram að of löng brjóstagjöf væri oftast
ekki vel séð. Ein móðir sagðist hafa verið
litin hornauga vegna stuttrar brjósta-
gjafar og önnur taldi starfsfólk verða
vandræðalegt þegar styttri brjóstagjöf
var rædd. Þrjár mæðranna nefndu að þær
hefðu orðið varar við bæði jákvæð og
neikvæð viðhorf og fimm þeirra töldu
fagfólk leggja misjafnlega mikla áherslu
á mikilvægi brjóstagjafar.
brjóstagjöf nánast eingöngu í dreifingu
bæklings um brjóstagjöf. Betra var að sjá
handtök við brjóstagjöf á fræðslumynd-
bandi heldur en teikningum í bæklingi.
Mæðurnar sem höfðu horft á fræðslu-
efni um brjóstagjöf af myndbandi töldu
það til dæmis hafa nýst þeim mjög vel
og mun betur en bæklingurinn. Staðsetn-
ing og tímasetning fyrirlestra á vegum
Miðstöðvar mæðraverndar voru gagnrýnd
og brjóstagjafanámskeið voru fullbókuð.
Mæðurnar voru sammála um að taka
þyrfti fræðslu um brjóstagjöf á meðgöngu
til endurskoðunar svo grunnþekking á
brjóstagjöf, til dæmis á stellingum og
líffræðilegri virkni brjósta, væri til staðar
áður en barnið fæddist. Fræðsla um hugs-
anlega erfiðleika þótti mikilvæg og talin
geta minnkað streitu og komið í veg
fyrir áfall kvenna sem næðu ekki tökum
á brjóstagjöf fljótt eftir fæðingu. Mikil-
vægt væri að upplýsa um að sumar konur
„gætu ekki gefið brjóst“ og að sum „börn
mundu sjúga bara eitthvað vitlaust.“ Ein
móðir taldi það ámælisvert að „það var
enginn búinn að vara mig við hverslags
helvíti þetta gat verið.“ Brjóstagjöfin
hefði áhrif á aðra fjölskyldumeðlimi og
gæti leitt til svefnleysis og félagslegrar
einangrunar. Móðir sagði meðal annars
frá því hvernig brjóstagjöfin varð styttri
með annað barn hennar vegna anna.
Fyrsta brjóstagjöfin fór oftast fram
á fæðingadeild og þar voru mæður oft
í reynd fyrst fræddar um brjóstagjöf.
Ein mæðranna sagðist reyndar einungis
hafa fengið fræðslu með fyrsta barn og
önnur móðir aðeins þegar hún fæddi þar
seinni börn. Enn önnur sagði starfsfólk
hafa „troðið barninu á brjóstið“ en ekki
kennt sér neitt. Þrjár mæður sögðust ekki
hafa fengið fræðslu um brjóstagjöf áður
en þær fóru heim af fæðingadeild. Þær
höfðu búist við fræðslu og voru ósáttar
við að hafa farið á mis við hana. Enginn
hafði rætt við þær í rólegheitum og kennt
þeim góð vinnubrögð við brjóstagjöf. Ein
þeirra taldi sig hafa „bara [verið] hent
heim“ án þess að vita nokkuð og önnur
gaf barni sínu ekki brjóst fyrr en heim
var komið. Mæður sem fengu fræðslu
töldu að ráðgjöf um brjóstagjöf hverju
sinni hafi farið eftir starfsfólki sem var á
vakt þá stundina.
Skoðanir um ágæti fræðslunnar voru
þó skiptar. Þriggja barna móðir taldi til
dæmis grunninn að brjóstagjöf sinni með
öll börnin hafa verið sú fræðsla sem hún
fékk á fæðingadeild. Lögð var áhersla á að
hún yrði á deildinni þar til brjóstagjöfin
og mjólkurframleiðslan væri komin vel
af stað og var henni hjálpað með ýmsum
ráðum við það. „Ef ég hefði ekki fengið
þennan grunn þarna í byrjun þá hefði ég
örugglega gefist upp sjálf,“ sagði hún.
Foreldrum nýfæddra barna var boðið
upp á heimavitjanir eftir að móðir og
annars spurðar hvaðan þær hefðu fengið
upplýsingar um brjóstagjöf á meðgöngu
og eftir barnsburð og hvernig upplýs-
ingarnar höfðu nýst þeim. Einnig voru
þær spurðar um æskilegt umfang fræðslu
og hvatningar til brjóstagjafar.
Stuðst var við greiningu gagna að
hætti Crang og Cook (2007: 133) en
hún er undir áhrifum grundaðrar kenn-
ingar. Crang og Cook leggja áherslu á að
gott skipulag og sköpunargleði haldist í
hendur í greiningarferlinu. Afrit viðtal-
anna voru endurtekið lesin yfir og kóðuð
og samsvarandi texti merktur. Kóðunum
var síðan raðað upp eftir innri tengslum
og héldust sumir óbreyttir, aðrir voru
sameinaðir og enn öðrum var sleppt.
Meginþemu voru vettvangur fræðslunnar
sem og innihald hennar og form, áreið-
anleiki þekkingar, viðhorf og viðmót
fræðsluaðila, stuðningur og vellíðan
móður.
Mæður gáfu upplýst samþykki fyrir
þátttöku. Rannsóknin fékk leyfi Vísinda-
siðanefndar (10-075) og var skráð hjá
Persónuvernd.
NIÐURSTÖÐUR
Áður en mæðurnar höfðu sjálfar öðlast
reynslu af brjóstagjöf töldu langflestar
þeirra að hún væri náttúrulegt fyrir-
bæri, þannig að vitneskja um hvernig
hún skyldi framkvæmd væri meðfædd.
Sú mikla vinna sem fólst í brjóstagjöf-
inni kom þeim á óvart og einnig að hún
væri á engan hátt sjálfgefin. Flestallar
mæðurnar áttu við einhverja örðugleika
að stríða við upphaf brjóstagjafar en þær
sem töldu brjóstagjöfina þó hafa verið
jákvæða reynslu nefndu meðal annars
ánægju yfir að hafa komist yfir erfiðleik-
ana (Elín Ösp Gísladóttir, 2012: 67‒69).
Gagnrýni á fræðslu um brjóstagjöf var
engu að síður áberandi meðal mæðranna
en þó sérstaklega þeirra sem höfðu átt
við hvað mesta erfiðleika að stríða við
brjóstagjöfina. Langflestar mæðurnar,
óháð því hversu vel þeim gekk með
brjóstagjöfina, töldu mikilvægt að fá
fræðsluna strax á meðgöngu.
Vettvangur, framsetning og innihald
fræðslunnar
Mæðurnar fengu fræðslu um brjósta-
gjöf á mismunandi þjónustustigum, það
er fyrir fæðingu við mæðraskoðanir og á
námskeiðum, eftir fæðinguna á mismun-
andi fæðingadeildum og eftir heimkomu
við heimavitjanir og hjá heilsugæslunni.
Þá leituðu sumar mæðranna til sérstakra
brjóstagjafaráðgjafa.
Samskipti mæðranna við heilbrigðis-
starfsfólk vegna væntanlegrar fæðingar
átti sér stað við reglulegar heimsóknir
í mæðravernd, en þar fer fram fræðsla
um meðgöngu og fæðingu auk eftirlits
með meðgöngunni. Þar fólst fræðsla um