Ljósmæðrablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 15
15Ljósmæðrablaðið - júní 2013
fæðingu. Einnig fá þau mynd af barni
í móðurkviði. Mælt er með að horfa
reglulega á myndina þegar fer að líða
á meðgöngu til að sjá fyrir sér barnið í
bestu mögulegu stellingu fyrir fæðingu. Í
hverjum tíma er horft á minnst eitt mynd-
band um fæðingu til að sýna hvernig
hægt er að fæða á ljúfan og yndislegan
hátt. Mælt er með gerð óskalista til að
ljósmóðirin viti hvað er konunni mikil-
vægt við fæðinguna.
Áhersla er á allt hið heilbrigða og eðli-
lega á meðgöngu og í fæðingu, en mjög
litlum tíma eytt í að tala um það sem er
óeðlilegt og gæti hugsanlega gerst. Farið
er yfir helstu ástæður þess að leita þurfi
til lækna eða ljósmæðra á meðgöngu og
þá kallaðar sérstakar aðstæður.
HypnoBirthing námskeið undir-
búa verðandi móður og fæðingarfélaga
hennar undir fæðingu barnsins. Kennt er
vikulega, fimm kvöld í 2½ klst í senn.
Námsefnið kemur frá HypnoBirthing
Institute og er þýðing þess tilbúin á
íslensku. Guðrún Ólöf Jónsdóttir ljós-
móðir hafði umsjón með þýðingunni og
hélt fyrsta HypnoBirthing námskeiðið
hér á landi í maí 2009. Í dag kenna tvær
ljósmæður HypnoBirthing á Íslandi, ég,
og Sólveig Þórðardóttir sem kennir í
Reykjanesbæ. Ég hef kennt rúmlega 100
verðandi mæðrum auk fæðingarfélaga
þeirra, á 23 námskeiðum frá maí 2010.
Umönnun kvenna í fæðingu sem sótt
hafa HypnoBirthing námskeið
Verðandi móðir notar öndun og slökun
og fylgir því sem líkami hennar segir
henni að gera. Lögð er áhersla á að ekki
sé verið að trufla konuna í slökun með
því að tala við hana, þar sem það örvar
heilabörkinn, heldur að frekar sé talað
til hennar að hún sé að slaka svo vel á,
minna hana frekar á að fara dýpra og
dýpra í slökun. Fæðingarfélagi á að geta
svarað fyrir þau, ef einhverjar spurn-
ingar vakna. Þegar kemur að því að
anda barninu í heiminn þá sé ekki verið
að hvetja hana í klappstýrustíl, heldur
leyfa henni að finna hvernig er rétt
fyrir hana að færa barnið í heiminn. Þá
leggur HypnoBirthing áherslu á að fyrsti
klukkutíminn eftir fæðingu sé tími fjöl-
skyldunnar og sem allra minnst truflun sé
í umhverfi þeirra. Ótruflað augnsamband
og húð við húð snerting milli móður og
barns.
Lokaorð
Ég vona að þessi stutti pistill hafi
aukið skilning ykkar á HypnoBirthing
og hvernig best er að aðstoða verðandi
móður sem kynnt hefur sér hugmynda-
fræði HypnoBirthing. Sérstaða
HypnoBirthing felst meðal annars í
áherslu á hlutverk fæðingarfélagans,
sem er að standa vörð um fæðinguna. Í
lokin langar að vitna í Áslaugu Hauks-
dóttur ljósmóður, hún segir: Að notkun
vatns við fæðingar og vatnsfæðingar hafi
verið bylting í fæðingarhjálp, þegar það
varð að veruleika hér fyrir 17 árum, en
nú sé næsta byltingin komin en það er að
ná tökum á HypnoBirthing. Með von um
að sem flestar ljósmæður megi upplifa að
aðstoða við HypnoBirthing fæðingu.
Kristbjörg Magnúsdóttir
ljósmóðir