Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 17
17Ljósmæðrablaðið - júní 2013 farið að öskra, blóta og orðið dónaleg. Þetta er forsenda fyrir því að eiga auðvelda fæðingu. Það getur verið hamlandi fyrir konur í fæðingu að vera siðmenntaðar. Tungumálið er sérstakur mannlegur örvunarþáttur fyrir heilann sem þýðir að forð- ast ber að nota tungumál í fæðingu. Þess vegna getur þögnin verið mikilvæg. Það þarf að fara varlega í notkun tungumálsins í fæðingu, t.d. hvernig talað er um sentimetra í útvíkkun. Dæmi um óheppilegar umræður er þegar fólk er að hafa samfarir og annar aðilinn fer í miðjum klíðum að spyrja hvað sé í matinn. Ekki mjög heppilegt eða hvað? Ljósið er annar þáttur sem skiptir máli í fæðingu þar sem birta hefur örvandi áhrif á heilann. Oft er talað um oxytocínið sem „myrkrahormónið“. Þegar við förum að sofa þá slökkvum við ljósin og við förum að losa melatonin sem verður aftur til þess að minnka taugaörvunina. Merki um þetta er þegar kona í fæðingu forðast birtu, hún fer á fjórar fætur og felur andlit sitt. Það að finnast eins og einhver sé að fylgjast með manni hefur einnig áhrif á fæðingar. Þá er verið að örva heilann. Til dæmis er munur á því þegar ljósmóðir stendur yfir konu í fæðingu og horfir á hana eða þegar hún situr úti í horni en er til staðar. Mikilvægt er að lesa í aðstæður hjá hverri og einni konu. Einnig getur verið truflandi að hafa alls kyns tæki og búnað til þess að fylgjast með konunni í fæðingunni, t.d. myndavél og monitor. Odent talar um að það sé ekkert náttúrulegt við margar heima- fæðingar sem birtast á netinu. Þar sjást konur sem eru að fæða heima með fullt af fólki yfir sér og myndatökumenn, þannig að þrátt fyrir að þær séu í vatni og á fjórum fótum þá sýni þetta ekki eðlilegar kringumstæður. Hann nefnir þessi þrjú atriði þar sem það virðist vera tenging milli tilfinningaástands og losun adrenalíns þar sem að við getum ekki verið fullkomlega afslöppuð ef við erum í kringum taugastrekkta eða stressaða manneskju. Aðalmarkmið hjá áreiðanlegri ljósmóður er að halda eigin adrenalínhor- mónalosun í lágmarki. Odent tók eftir því að á árunum 1953‒1954 lækkaði til dæmis adrena- lín hjá ljósmóður að prjóna. Hann segir að það sé kaldhæðnislegt að í dag þurfum við á háþróuðum rannsóknum að halda sem einfaldlega leiða í ljós að þegar kona er í fæðingu þá þurfi að senda þann sem er að losa mikið magn af adrenalíni langt í burtu. Hæsta magn oxytocíns hjá konu á lífsleið hennar er þegar hún er nýbúin að fæða barn. Það er meira að segja hærra en í fæðingunni sjálfri. Þetta er mikilvægt þar sem þetta tryggir öryggi konunnar í fæðingu varð- andi blóðmissi og fæðingu fylgjunnar. Þar sem losun oxytocíns er mikið háð umhverfi konunnar þá verður að taka tillit til þess hvað getur haft áhrif á þennan topp strax eftir fæðingu. Fyrsta atriðið er að passa upp á að móðurinni verði ekki kalt. Annað atriði er að trufla ekki konuna þegar hún er að skoða og kynnast barninu sínu. Hún verður að hafa barnið við húð sína og horfa í augu þess og finna lyktina af því. Hvaða truflun sem er getur komið henni aftur niður á jörðina og hindrað losun oxytocíns. Önnur truflunin er sú að fara strax í að klippa á naflastrenginn og að leyfa fylgjunni ekki að fæðast á nátt- úrulegan hátt. Besta leiðin til þess að bjarga mannslífum er að láta konuna vera sem mest ótruflaða segir Odent. Feimna hormónið oxytocín Odent talar um oxytocínið sem „feimna hormónið“. Aðalhormónið í fæðingu sé eins og feimin manneskja sem vilji ekki hitta ókunnuga og vera undir eftirliti. Umhverfisþættir hafa áhrif á losun oxytocíns. Brjóstagjöf getur einnig verið notuð sem hliðstæða hvað þetta varðar. Mjólkin losnar ekki úr brjóstunum ef oxytocín losnar ekki. Öll önnur spendýr fylgja einfaldri reglu. Öll hafa þau að markmiði að halda athygli í lágmarki þegar þau eru að fæða afkvæmi sín. Þau haga sér eins og að oxytocín sé feimna hormónið. Mæður eða móðurfyrirmyndir hafa verið til í öllum frumstæðum samfélögum og voru viðstaddar fæðingu aðallega til þess að vernda hina fæðandi konu fyrir mönnum og dýrum. Odent telur að enginn vafi sé á því að það sé upphaf ljósmóðurfræðanna. Þessar móðurímyndir voru oftast frænka eða amma sem voru að vernda fæðingarstað- inn og umhverfið, sem hafi síðan þróast út í að vera meira sú sem stjórnaði aðstæðum, sérfræðingurinn sem stýrði konunni ásamt því að vera fulltrúi menningarumhverfis sem miðlaði ákveðnum hugmyndum og hefðum. Starfshættir hinnar hefðbundnu ljósmóður voru viðhafðir kynslóð eftir kynslóð. Odent segir að ef við skiljum mikilvægi hugtaksins „feimna hormónið“ þá öðlumst við nýjan skilning á fæðingunni og barneignarferl- inu. Það þarf að skilja list ljósmóðurfræðinnar eins og þá list að búa til ákveðnar aðstæður. Í mörg ár hafa siðmenntuð samfélög meira og minna stjórnað lífeðlisfræðilegri framvindu fæðingarinnar. Það hefur verið gert þannig að konan telur sig ekki geta fætt barn án hjálpar, að hún þurfi að fá hjálp við að halda stjórn. Það sem við þurfum að vita um nútíma lífeðlisfræði er að framgangur fæðingar er ósjálfrátt ferli sem er tengt virkni heilastarf- seminnar og erfitt er að hjálpa ósjálfráðu ferli en hins vegar er hægt að trufla það. Odent segir að fæðandi konur þurfi ekki beint á hjálp að halda heldur þurfi þær aðallega vernd gegn þáttum sem geta aukið adrenalínmagn eða örvun á heilann, þ.e. ekki grípa inn í eðlilegt ferli. Iðnvæðing meðgöngunnar Odent varpar þeirri spurningu fram hvort til sé kona í eðlilegri meðgöngu í dag þar sem búið sé að sjúkdómsvæða meðgönguna oft á tíðum. Það er vel skiljanlegt að forsenda þess að fæðing fari sjálf af stað sé lágt magn af stress- hormónum. Með öðrum orðum því meira sem þunguð kona er í streituvekjandi aðstæðum því erfiðari getur fæðingin orðið. Lágt magn streituhormóna eru bestu aðstæður fyrir vöxt og þroska fóstursins í legi móðurinnar. Því er mikilvægt að huga að tilfinningalegu ástandi móðurinnar á meðgöngunni. Í okkar daglega lífi fer að verða ómögulegt að hitta konu í eðlilegri meðgöngu. Mörgum konum hafa verið gefnar ástæður til þess að hafa áhyggjur af því að vera of ungar eða of gamlar, að blóðþrýstingurinn sé of hár eða sykurinn o.s.frv. Greinilegt er að ríkjandi meðgöngueftirlit er stöðugt að einblína á hugsanleg vandamál sem felast í „nocebo“ Höfundur með Odent

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.