Fréttablaðið - 25.01.2019, Qupperneq 2
Veður
Norðaustan 3-10 og stöku él við
suður- og suðvesturströndina,
annars úrkomulítið. Harðnandi frost.
SJÁ SÍÐU 16
Þungur róður við sorphirðu
Þótt ýmsir íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi vafalaust fagnað því að snjórinn hafi loksins látið sjá sig þennan veturinn veldur fannfergið öðrum
erfiðleikum. Starfsmenn í sorphirðu eru þeirra á meðal en íbúar hafa verið hvattir til að ryðja frá sorptunnum við hús sín. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
HEFUR ÞÚ PRÓFAÐ
30%
MEIRA MAG
N
TILBOÐ
HOLTA KJÚKLINGABOLLUR?
ALÞINGI Inga Sæland, formaður
Flokks fólksins, mun halda 50 pró-
senta álagi á þingfararkaup þrátt
fyrir að tveir af fjórum þingmönn-
um flokksins hafi verið reknir úr
honum.
Í lögum um þingfararlaun er mælt
fyrir um að alþingismenn, sem eru
formenn stjórnmálaflokka sem hlot-
ið hafa að minnsta kosti þrjá þing-
menn kjörna og eru ekki jafnframt
ráðherra, fái greitt 50 prósenta álag
á þingfararkaup. Þessi aukagreiðsla
nam 551 þúsund krónum hjá Ingu
Sæland í nóvember síðastliðnum.
Hún var þá með samtals 1.652 þús-
und krónur í mánaðarlaun.
Flokkur fólksins fékk eins og
kunnugt er fjóra þingmenn kjörna
í kosningunum haustið 2017, þar
með talda Ingu Sæland, formann
flokksins. Auk hennar náðu kjöri
þeir Guðmundur Ingi Kristinsson,
Karl Gauti Hjaltason og Ólafur
Ísleifsson. Tveir þeir síðarnefndu
voru reknir nauðugir úr Flokki
fólksins í lok nóvember síðastliðins
í uppgjöri eftir Klausturmálið svo-
kallaða.
Aðspurður hvort þessi fækkun á
þingmönnum Flokks fólksins hafi
orðið til þess að 50 prósenta álagið
sem formaður flokksins nýtur sam-
kvæmt fyrrnefndum lögum hafi
verið tekið af henni svarar Helgi
Bernódusson, skrifstofustjóri
Alþingis, að greiðslurnar hafi ekki
verið endurskoðaðar.
„Flokkurinn var kosinn inn með
fjórum mönnum og starfar sem
þingflokkur í skilningi þingskapa,“
segir Helgi.
Í þingskaparlögum er kveðið
á um að minnst þrjá þingmenn
þurfi til að mynda þingflokk. Helgi
vísar hins vegar til þeirrar greinar
laganna sem kveður á um að tveir
þingmenn geti myndað þingflokk
hafi verið til hans stofnað strax að
loknum kosningum og þingmenn-
irnir séu af lista sama flokks eða
samtaka. Þetta á þá við um þau Ingu
Sæland og Guðmund Inga.
Öðru máli gildir um Ólaf og Karl
Gauta sem geta ekki stofnað eigin
þingflokk aðeins tveir saman. Þar
til þeir voru reknir var Ólafur for-
maður þingflokks Flokks fólksins.
Sem slíkur fékk hann aukalega 165
þúsund króna álagsgreiðslu. Þessi
upphæð hefur nú færst yfir til Guð-
mundar Inga sem tekinn er við sem
þingflokksformaður og þingfarar-
kaup hans hefur þar með hækkað
úr 1.101 þúsund krónum á mánuði
í 1.266 þúsund. Laun Ólafs lækka að
sama skapi.
„Nei, ég man ekki eftir fordæmi,“
svarar skrifstofustjóri Alþingis
aðspurður hvort fordæmi séu fyrir
þeirri stöðu sem lýst var hér að
framan. gar@frettabladid.is
Halda formannsálagi í
þingflokki í undirstærð
Þótt venjulega þurfi minnst þrjá til að mynda þingflokk er Flokkur fólksins enn
þingflokkur segir skrifstofustjóri Alþingis. Því heldur Inga Sæland 550 þúsunda
aukagreiðslu sem formaður stjórnmálaflokks með þrjá eða fleiri kjörna á þing.
Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson er tvö eftir af fjögurra manna þing-
flokki Flokks fólksins sem kjörinn var 28. október 2017. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Flokkurinn var
kosinn inn með
fjórum mönnum og starfar
sem þingflokkur í skilningi
þingskapa.
Helgi Bernódus-
son, skrifstofu-
stjóri Alþingis
INDLAND Mjólkursalar í Tamil Nadu
á Indlandi eru foxillir og hafa ítrek-
að kvartað til lögreglu yfir því að
mjólkurþjófnaður hefur stóraukist
í aðdraganda frumsýninga á kvik-
myndum í ríkinu.
Við ákveðin tilefni hella hindúar
mjólk yfir skurðgoð í trúarskyni.
Upp á síðkastið hafa áhugamenn
um kvikmyndir tekið upp á því að
færa helgisiðinn yfir á sín persónu-
legu átrúnaðargoð og má því iðu-
lega sjá mjólkurblaut plaköt í Tamil
Nadu.
Samtök mjólkursala í ríkinu hafa
því farið fram á við lögreglu að þetta
athæfi verði bannað. Í viðtali við
BBC sagði S.A. Ponnusamy, leiðtogi
samtakanna, að þetta hafi viðgeng-
ist í rúma tvo áratugi. „Aðdáendur
um gjörvallt ríkið gera þetta því þeir
líta á kvikmyndastjörnur sem ein-
hvers konar hálfguði.“ – þea
Ausa mjólk yfir
stjörnurnar
Ég get staðfest
frá fyrstu
hendi að þetta
hefur verið gert.
Kristinn Hrafnsson,
ritstjóri Wikileaks
BANDARÍKIN Yfirvöld í Bandaríkj-
unum buðu á dögunum einstaklingi
sem búsettur er hér á landi friðhelgi
frá saksókn að því gefnu að viðkom-
andi myndi bera vitni gegn Julian
Assange, aðalritstjóra Wikileaks.
„Ég get staðfest frá fyrstu
hendi að þetta hefur verið gert,“
segir Kristinn Hrafnsson, rit-
stjóri Wikileaks. Hann vill ekki
gefa upp hvern bandarísk yfirvöld
settu sig í samband við hér á landi.
Ákæra hefur verið gefin út á hendur
Assange, en ekki er vitað hvaða for-
sendur búa að baki henni.
Assange hefur síðan árið
2012 dvalið í ekvadorska
sendiráðinu í Lundúnum,
þar sem hann nýtur
alþjóðlegrar verndar.
U p p l ý s i n g a f u l l t r ú i
b a n d a r í s k a s e n d i -
ráðsins á Íslandi
segist ekki geta
tjáð sig um
málið. „Vegna
skorts á fjár-
magni starfar
s a m s k i p t a -
s k r i f s t o f a
okkar með
takmarkaða
getu,“ segir
upplýsinga-
fulltrúinn. – jt
Friðhelgi fyrir vitnisburð
Julian
Assange.
2 5 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
5
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:2
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
2
2
-E
9
8
0
2
2
2
2
-E
8
4
4
2
2
2
2
-E
7
0
8
2
2
2
2
-E
5
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
2
4
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K