Fréttablaðið - 25.01.2019, Page 4

Fréttablaðið - 25.01.2019, Page 4
HEILBRIGÐISMÁL Mikil fjölgun varð á lekandatilfellum árið 2018. Að því er fram kemur í Farsóttarfréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis, var lek­ andi greindur rúmlega 100 sinnum á liðnu ári. Í fréttabréfinu kemur fram að lekandafaraldurinn sé fyrst og fremst innlendur, eða í allt að 80 prósent til­ vika. Meirihluti þeirra sem greindust á síðasta ári voru karlar eða 84 prósent. Lekandi er kynsjúkdómur sem getur valdið ófrjósemi. Lekanda­ bakteríur sem  eru ónæmar fyrir sýklalyfjum eru vaxandi vandamál erlendis og „því aðeins tímaspursmál hvenær þær verða það hér á landi“, ritar sóttvarnalæknir. – khn Mikil fjölgun á lekandatilfellum á síðastliðnu ári Ranghermt var í blaðinu í gær að Eimskip og Royal Arctic Line hefðu sótt um undanþágu frá samkeppnislögum vegna samstarfs um samnýtingu gámaskipa í maí árið 2016. Hið rétta er að ósk um undanþágu barst Samkeppniseftirlitinu 9. maí 2017. Þá vill Samkeppniseftirlitið koma því á framfæri að undirritað eintak af þeim samningi sem undanþágubeiðni félaganna byggir á hafi ekki verið afhent samhliða undanþágubeiðninni, heldur þann 7. nóvember 2018. Eftirlitið segist jafnframt enn bíða þess að fá afhent nauðsynleg gögn í málinu. Meðal annars af ofangreindum ástæðum liggi niðurstaða Samkeppniseftirlitsins ekki fyrir og undanþága ekki verið veitt. LEIÐRÉTTING Kjóll 4.990 kr. DÓMSMÁL Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær í máli lögreglumanns sem ákærður hefur verið vegna handtöku við Hamborg­ arabúlluna í Kópavogi vorið 2017, en hinn handtekni tvífótbrotnaði við handtökuna. Ekki bar öllum sem gáfu skýrslu fyrir dómi saman um hvort lögreglu­ maðurinn skellti hurð lögreglubíls­ ins af afli á fót eða fætur hins hand­ tekna eða hvort hann eins og byggt er á í ákæru beitti eingöngu lögreglu­ kylfu á fætur mannsins eins og hann hélt sjálfur fram fyrir dómi. Með til­ liti til breytilegs framburðar vitna og ólíks sjónarhorns sem sjónar­ vottar höfðu af atburðum ákvað dómari að farin skuli vettvangsferð að Hamborgarabúllunni í Kópavogi og atburðirnir sviðsettir í því skyni að varpa betra ljósi á framburð vitna af því sem gerðist. Skýrsla réttarmeinafræðings um orsök áverkanna styður lýsingu í ákæru og framburður sjónarvotta við Búlluna einnig. Einn þeirra sagði engan vafa leika á því að fætur mannsins hefðu verið milli stafs og hurðar þegar hurðinni var skellt á Vettvangsferð verður farin á Búlluna í máli gegn lögreglumanni Saksóknari og réttargæslumaður ræddust við í hléi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR fætur mannsins en kylfu hefði einnig verið beitt. „Þetta var ítrekað, bæði kylfan og hurðin. Ég var ekkert að telja [höggin] en þetta var ítrekað.“ Lögreglumaðurinn sagði sjálfur í sinni skýrslu að notkun piparúða hafi ekki verið möguleg inni í bíln­ um og hann því gripið til kylfunnar eins og verklag geri ráð fyrir til að koma fótum mannsins inn í bílinn. Hann sagðist telja að fótbrotin hefðu komið til af þriðja kylfuhögginu og spörkum mannsins sjálfs í innrétt­ ingu bílhurðarinnar. Hann sagðist aldrei hafa séð fætur mannsins fyrir utan bílinn þegar hann reyndi að loka dyrunum. Yfirmaður hins ákærða hjá lög­ reglunni kom einnig fyrir dóm og kvað ákærða hafa brugðist hár­ rétt við með notkun kylfunnar og ákvörðun um að grípa til hennar hefði verið í samræmi við verk­ lagsreglur um valdbeitingu hjá lög­ reglunni. Vettvangsferð dómara að Ham­ borgarabúllunni verður farin í næstu viku og verður aðalmeðferð fram­ haldið að henni lokinni. – aá Lekandi er kynsjúk- dómur sem getur valdið ófrjósemi. FRAMKVÆMDIR Verklegar fram­ kvæmdir tíu opinberra aðila sem kynntar voru á Útboðsþingi Sam­ taka iðnaðarins í gær munu nema 128 milljörðum króna á árinu. Það er 49 milljörðum meira en var kynnt á Útboðsþingi síðasta árs. Hluta aukningarinnar má rekja til þess að á síðasta ári kynnti Kópa­ vogsbær framkvæmdir upp á um 3,7 milljarða en í ár voru kynntar saman framkvæmdir á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir utan Reykjavíkurborg upp á 16,4 milljarða. Vegagerðin kynnti framkvæmdir upp á 21,9 milljarða, Isavia áætlar framkvæmdir upp á 20,5 milljarða og Reykjavíkurborg upp á 20 millj­ arða en um metár í framkvæmdum er þar að ræða. Þá kynnti Framkvæmdasýsla ríkisins framkvæmdir upp á 19,7 milljarða, Landsnet upp á 9,2 millj­ arða. – sar Framkvæmdir fyrir 128 milljarða KÓPAVOGUR Bæjarráð Kópavogs samþykkti einróma á fundi sínum í liðinni viku að setja upp eftirlits­ myndavélar á Kársnesi. „Þetta er gert í samráði við íbúa á svæðinu. Það hefur átt sér stað mikil umræða um tíð innbrot í Facebook­ hópi þeirra og úr varð að ég lagði þetta til,“ segir Theodóra S. Þor­ steinsdóttir, oddviti BF Viðreisnar, um málið. Þetta eru ekki fyrstu eftirlits­ myndavélarnar sem Kópavogsbær kemur fyrir en slíkt hefur einnig verið gert í Sala­ og Lindahverfi. Myndavélarnar eru tvenns konar. Annars vegar yfirlitsmyndavélar og hins vegar vélar sem greina bílnúm­ er ökutækja sem fram hjá þeim aka. Síðari vélin er tengd við gagnagrunn lögreglunnar og hefur lögreglan ein aðgang að upplýsingunum. Theodóra segir að málið hafi verið unnið í nánu samstarfi við embætti lögreglunnar á höfuð­ borgarsvæðinu og Persónuvernd. Þá hvöttu íbúar bæjarfélagsins til upp­ setningar á eftirlitsmyndavélum í íbúakosningunni Okkar Kópavogur fyrir tveimur árum. „Það hefur verið skortur á lög­ gæslu á þessu svæði í Kópavogi. Þetta er viðleitni í að uppræta þessa innbrotahrinu sem hefur verið í gangi þarna,“ segir Theodóra. Gert er ráð fyrir að fimm mynda­ vélum verði komið fyrir. Kostnaður við uppsetningu er áætlaður á bil­ inu sjö til tíu milljónir og árlegur rekstrarkostnaður tæp milljón. – jóe Eftirlitsmyndavélar settar á Kársnes Innbrot hafa verið tíð á Kársnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ALÞINGI Andrúmsloftið á þingi virð­ ist lítið hafa lagast í löngu jólafríi þingmanna og ljóst að samstarfs­ vilji þingmanna við Bergþór Óla­ son og Gunnar Braga Sveinsson er afar lítill. Þingmennirnir tveir komu aftur til vinnu í gær án þess að láta vita af því með góðum fyrirvara og komu mörgum þingmönnum í opna skjöldu. Einn þingmanna sem þótti inn­ koma Klaustursmanna óþægileg var mennta­ og menningarmálaráðherr­ ann Lilja Alfreðsdóttir. Hún gekk að Gunnari Braga þar sem hann sat í sæti sínu og hélt yfir honum tölu áður en hún gekk úr þingsal. Málefni þingsins og vinnufriður þess var til umræðu á þingflokks­ formannafundi síðdegis. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksfor­ maður VG, sagði fundinn hafa tekið um hálftíma og verið afar yfirveg­ aðan þar sem farið var skipulega yfir hvernig ná mætti starfsfriði og keyra áfram þingstörfin. „Við munum svo aftur fara yfir stöðuna á mánudag­ inn. Við erum ekki að ræða málefni einstakra þingmanna heldur aðeins umhugað um að þingstörf geti geng­ ið hér áfram,“ segir Bjarkey. Samkvæmt heimildum Frétta­ blaðsins voru málefni umhverfis­ og samgöngunefndar einnig rædd á fundinum en þar situr Bergþór Óla­ son sem formaður nefndarinnar. Þar innandyra er alls enginn einhugur um að Bergþór verði áfram formað­ ur og ljóst að hann verður það ekki. „Bergþór kemur og hefur rétt til að ganga inn í nefndina og rétt til að taka sitt sæti sem hann hafði. Við getum ekki sagt nei. Málið er að hann er þarna samkvæmt sam­ komulagi minnihlutaflokkanna,“ segir Ari Trausti Guðmundsson, annar þingmanna VG í nefndinni. „Þau fengu þrjá formenn nefnda eftir ákveðnu samkomulagi og því er það þeirra að leysa þetta mál og nú hefur bæði fulltrúi Viðreisnar og Samfylkingar og einnig fulltrúi Vinstri grænna lýst yfir að þau vilji ekki að hann leiði þetta áfram og það er honum alveg ljóst.“ Ari Trausti segir nokkra mögu­ leika í stöðunni en að minnihluta­ flokkarnir verði að leysa málið sín á milli. „Við þurfum ekkert að kjósa því ef minnihlutinn ræðir saman þá getur hann stigið til hliðar og ein­ hver annar úr Miðflokknum komið inn í hans stað,“ segir Ari. „Við í meirihlutanum erum í raun og veru ekki að vasast með þetta mál, þetta er í höndum minnihlutans. En þetta verður rætt í hópi  þingflokksfor­ manna á mánudag.“ sveinn@frettabladid.is Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Bergþór Ólason mætti óvænt á þingfund í gær eftir að hafa verið í leyfi undanfarnar vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Gunnar Bragi Sveins- son og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. Það virðist stefna í að Berg- þór Ólason hætti sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Bergþór hefur rétt til að taka sitt sæti. Við getum ekki sagt nei Ari Trausti Guð- mundsson, þingmaður VG í umhverfis- og samgöngunefnd 2 5 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 2 -F D 4 0 2 2 2 2 -F C 0 4 2 2 2 2 -F A C 8 2 2 2 2 -F 9 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.