Fréttablaðið - 25.01.2019, Síða 6
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Tillögur uppstillingarnefndar og stjórnar Verkalýðsfélagsins Hlífar um
stjórn, skoðunarmenn reikninga, stjórn sjúkrasjóðs og stjórn orlofsheimilas-
jóða félagsins fyrir árið 2019, liggja frammi á skrifstofu Hlífar frá og með 23.
janúar 2019.
Kosið er samkvæmt B-lið 22. gr. laga Hlífar í eftirtaldar stöður:
1. Varaformann og tvo meðstjórnendur til tveggja ára
2. Þrjá varamenn í stjórn til tveggja ára
3. Tvo félagslega skoðunarmenn reikninga og einn til vara til eins árs.
4. Stjórn sjúkrasjóðs, formann, varaformann og ritara til eins árs og
jafn marga til vara.
5. Stjórn orlofsheimilasjóðs, formann, varaformann og ritara til
eins árs og jafn marga til vara.
Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Hlífar, Reykjavíkurvegi 64, Hafnar-
firði, fyrir kl. 16:00 föstuudaginn 1. febrúar 2019 og er þá framboðsfrestur
útrunninn.
Til þess að bera fram lista eða tillögu þarf skrifleg meðmæli eða stuðning
1/10 hluta fullgildra félagsmanna þó ekki fleiri en 190.
Kjörstjórn Vlf. Hlífar.
PHILIPS HUE
COLOR E27 SNJALLPERUSETT
• Tengistöð, dimmir og 3x E27 RGB perur
• Stjórnað með dimmi, snjallsíma, spjaldtölvu eða snjallúri
HUEE27STARTP 24.995
snjallvæddu
heimilið
BRETLAND Brexit-hópur Evrópu-
þingsins sagði að þingið myndi
ekki samþykkja útgöngusamning
ríkisstjórnar Bretlands við ESB ef
umdeilt ákvæði um varúðarráðstöf-
un fyrir fyrirkomulag landamæra
Írlands og Norður-Írlands verður
fjarlægt. Þessi varúðarráðstöfun er
helsta ástæðan fyrir því að breska
þingið felldi samninginn á dögun-
um og gengur út á að Norður-Írland
skuli hlýða stærri hluta regluverks
ESB en restin af Bretlandi, náist
ekki sérstakt samkomulag um fyrir-
komulag á landamærunum.
Stór hluti Íhaldsflokksins greiddi
því atkvæði gegn ríkisstjórn sinni
í málinu. Jacob Rees-Mogg, eigin-
legt andlit hóps ósáttra, sagði svo á
miðvikudag að það væri vel hægt að
breyta samningnum. Til þess þyrfti
varúðarráðstöfunin að fara. Þessu er
Guy Verhofstadt, formaður Brexit-
hópsins, ekki sammála. „Formaður-
inn ítrekaði að samkomulagið væri
sanngjarnt og að ekki væri hægt að
semja upp á nýtt. Þetta á sérstaklega
við um varúðarráðstöfunina en án
hennar mun Evrópuþingið ekki
samþykkja samkomulagið,“ sagði í
yfirlýsingu.
Æðsti yfirmaður írsku lögregl-
unnar blés í gær á fréttir af því að
600 írskir lögreglumenn gætu verið
sendir að landamærunum til þess
að tryggja öryggi á svæðinu ef Bret-
land yfirgefur ESB án samnings.
„Þetta hef ég aldrei talað um og ég
hef aldrei íhugað slíka tillögu,“ sagði
í yfirlýsingu frá Drew Harris lög-
reglustjóra. – þea
Evrópuþingið vill varúðarráðstöfunina
Frá írsku landamærunum. NORDICPHOTOS/AFP
VENESÚELA Stjórnarandstaðan í
Venesúela með Juan Guaidó, starf-
andi forseta [að nafninu til], í farar-
broddi leitast nú við að halda áfram
að þrýsta á ríkisstjórn Nicolás Mad-
uro forseta eftir fjöldamótmæli mið-
vikudagsins.
Stjórnarandstaðan, sem fer með
völdin á venesúelska þinginu, álítur
Maduro valdaræningja og kosning-
ar síðasta árs ólöglegar. Maduro er
ekki sammála enda álítur hann hið
tiltölulega nýstofnaða stjórnlaga-
þing, sem sósíalistar stýra, hærra
sett. Valdafólk utan Venesúela
kepptist í gær og á miðvikudag við
að taka afstöðu með ýmist Maduro
eða Guaidó. Donald Trump Banda-
ríkjaforseti sagðist styðja Guaidó
á miðvikudag og í gær tók Pedro
Sanchez, forsætisráðherra Spánar,
sömu afstöðu í símtali við Guaidó.
Fjölmörg önnur ríki Rómönsku-
Ameríku styðja forsetann aukin-
heldur og Frakkar, Bretar, Þjóðverj-
ar og fleiri lýsa því yfir að kosningar
síðasta árs hafi verið ólöglegar.
Maduro á líka sína bandamenn.
Sergeí Ríjabkov, varautanríkisráð-
herra Rússa, sagðist vara við því að
Bandaríkin skiptu sér af ástandinu í
Venesúela. „Rússland styður banda-
mann sinn, vinveitta Venesúela.“
Hua Chunying, upplýsingafulltrúi
hjá kínverska utanríkisráðuneytinu,
var á sama máli í gær. „Kína styður
viðleitni ríkisstjórnar Venesúela til
þess að skýla fullveldi sínu, sjálf-
stæði og stöðugleika.“ – þea
Skiptast í fylkingar vegna Venesúela
Juan Guaidó nýtur stuðnings Vesturlanda. NORDICPHOTOS/AFP
UMHVERFISMÁL „Þetta eru auðvitað
stórtíðindi. Heimilin eru að standa
sig vel með því að minnka magnið
af sorpi sem fer í gráu tunnurnar.
En þau eru líka að flokka meira og
betur og við sjáum það sérstaklega
í plastinu. Það er ástæða til að hrósa
íbúum,“ segir Bjarni Gnýr Hjarðar,
yfirverkfræðingur hjá Sorpu, um
niðurstöður nýrrar húsasorpsrann-
sóknar.
Rannsóknin hefur verið gerð
árlega frá 1991 og hefur Bjarni
yfirumsjón með verkefninu en þar
er innihald óflokkaðs sorps sem er
hent frá heimilum á höfuðborgar-
svæðinu greint. Tekin eru 100 kílóa
sýni úr öllum sorphirðuhverfum
höfuðborgarsvæðisins sem eru 26
talsins.
Nýjasta könnunin var gerð í
nóvember á síðasta ári en niður-
stöðurnar voru kynntar fyrir stjórn
Sorpu í síðustu viku. Magn óflokk-
aðs sorps sem hent er í gráar tunnur
og í gáma á endurvinnslustöðvum á
síðasta ári var 187 kíló á hvern íbúa
samanborið við 189,6 kíló árið áður.
Þá jókst plast sem skilað var til
endurvinnslu í gegnum grænar
tunnur, grenndargáma og endur-
vinnslustöðvar úr 5,3 kílóum á
íbúa í sjö kíló. Miklum meirihluta
plasts er enn hent með óflokkuðu
Heimilin bæta flokkun
og endurvinnslu sorps
endurvinnslu á síðasta ári saman-
borið við tæp 17 prósent árið áður.
Heildarmagn plasts minnkaði
einnig lítillega eða úr 31,4 kílóum á
íbúa í 30,6 kíló. Bjarni segist telja að
aukin umræða um plast og endur-
vinnslu sé að skila sér þótt það sé
auðvitað hægt að gera betur.
„Þetta sýnir okkur líka að það
er til farvegur fyrir plastið sem er
mjög mikilvægt. Það hefur verið
svolítið í umræðunni að plastið
fari í brennslu en ég held að það sé
ástæða til að vera jákvæður gagn-
vart söfnun á plasti,“ segir Bjarni.
Heildarmagn pappírs sem fellur
til frá heimilum dregst saman milli
ára, bæði það sem fer í bláar tunnur,
grenndargáma og endurvinnslu-
stöðvar og það sem fer í óflokkað
sorp. Þannig skiluðu sér 43,5 kíló á
íbúa sér til endurvinnslu á síðasta
ári sem var kílói minna en árið áður.
Pappír sem endaði í óflokkuðu rusli
reyndist 14,7 kíló á íbúa en var 15,9
kíló árið áður. Hlutfall pappírs sem
kemur til endurvinnslu frá heim-
ilum jókst því úr 73,7 prósentum í
74,7 prósent. sighvatur@frettabladid.is
Yfirverkfræðingur hjá
Sorpu segir ástæðu til
að hrósa íbúum fyrir
bætta og aukna flokkun
á sorpi. Heildarmagn
sorps frá heimilum á
höfuðborgarsvæðinu
dróst saman á síðasta ári
samkvæmt rannsókn.
n Eldhúsúrgangur
n Plast
n Pappír og pappi
n Bleiur
n Gler og steinefni
n Klæði og skór
n Málmar
n Skilagjalds-
skyldar umbúðir
n Annað
rusli eða 23,6 kílóum á íbúa sem er
þó minna en árið áður þegar það
var 26,1 kíló. Þannig skiluðu tæp 23
prósent plasts frá heimilum sér til
✿ Hvernig er samsetning
óflokkaða sorpsins?
50
40
30
20
10
0
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
✿ Þróun endurvinnslu síðustu ár
Kíló á hvern íbúa sem skila sér til endurvinnslu
49,3
1,7
43,5
7
0,6
27
72,9
23,6
14,7
10,4
7,2
4,6
3,9
2,5
5,2
n Pappír n Plast
Kíló
á íbúa
2 5 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
5
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:2
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
2
3
-1
1
0
0
2
2
2
3
-0
F
C
4
2
2
2
3
-0
E
8
8
2
2
2
3
-0
D
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
2
4
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K