Fréttablaðið - 25.01.2019, Qupperneq 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Við þurfum
meiri sam-
keppni og
skoðanir á
mörkuðum,
en að sama
skapi minni
umsvif
bankanna
Stjórnvöld
eiga, ekki
frekar en
aðrir, annan
kost en að
virða niður-
stöðu dóm-
stóla.
Í nýliðnum desember voru liðin sjö ár frá því að Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) sendu erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), þar sem samtök-
in kvörtuðu formlega undan innleiðingu íslenskra
stjórnvalda á matvælalöggjöf EES-samningsins. Til-
efni þessarar kvörtunar var, eins og flestum ætti nú
að vera kunnugt, þau höft sem lögð eru á innflutning
á fersku kjöti, þar sem gert var ráð fyrir því að allt
kjöt skuli vera í frosti í þrjátíu daga, áður en vogandi
væri að bjóða það íslenskum neytendum.
Í október sl. fékkst loks endanleg niðurstaða í
þessa löngu baráttu SVÞ, þegar Hæstiréttur Íslands
kvað upp þann dóm, að umrædd höft á innflutningi
á fersku kjöti hafi verið í andstöðu við ákvæði
EES-samningsins og þ.a.l. falið í sér samningsbrot
af hálfu hérlendra stjórnvalda. Var þessi niðurstaða
staðfesting á dómi héraðsdóms í málinu, en jafn-
framt hafði EFTA dómstóllinn kveðið upp efnislega
sambærilegan dóm í máli Eftirlitsstofnunar EFTA
gegn íslenska ríkinu. Á öllum stigum var tekið undir
þær kvartanir sem SVÞ settu fram í upphafi. Fram-
ganga íslenska ríkisins í þessum málarekstri öllum
er kapítuli út af fyrir sig, en þrátt fyrir að hafa eytt
tugum milljóna króna í málsvörn sína, tókst því ekki
að sýna fram á nein haldbær rök fyrir umræddum
innflutningstakmörkunum. Framganga íslenska
ríkisins í málinu getur því ekki kallast annað en
hrein sneypuför.
Í umræðunni undanfarnar vikur hafa margir kosið
að drepa málinu á dreif og þar með draga athyglina
frá því sem er aðalatriði þessa máls, sem er hin
skýra og ótvíræða dómsniðurstaða. Umræðan hefur
meira snúist um sýklalyfjaónæmi og um matvæla-
öryggi almennt. Sú umræða á alltaf rétt á sér, óháð
umræddri dómsniðurstöðu. Stjórnvöld eiga, ekki
frekar en aðrir, annan kost en að virða niðurstöðu
dómstóla. Niðurstaðan í þessu dómsmáli er eins
skýr og verða má og hljóta viðbrögð stjórnvalda, í
formi viðeigandi lagafrumvarpa, að verða lögð fram
nú þegar Alþingi kemur saman á ný.
Það er aðalatriði þessa máls.
Að drepa málum á dreif
Andrés
Magnússon
framkvæmda-
stjóri Samtaka
verslunar og
þjónustu
Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda
Association of Icelandic Film Producers
SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda
auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM sjóði félagsins.
Rétt til umsókna úr sjóðnum eiga sjálfstæðir
kvikmyndaframleiðendur sem framleitt hafa kvikmyndaverk
sem sýnd hafa verið í sjónvarpi á árinu 2017.
Umsóknir berist fyrir 15. febrúar 2019 til:
SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda
c/o Samtök iðnaðarins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
eða með tölvupósti á sik@producers.is
Nánari upplýsingar eru á vefsíðu SÍK – www.producers.is
Greiðslur úr
IHM sjóði SÍK
Er íslenski verðbréfamarkaðurinn ónýtur? Það er kannski orðum aukið en óhætt er að segja að fádæma ládeyða hafi einkennt markað-inn. Þátttakendur eru fáir og veltan hefur dregist saman. Margt kemur til. Þótt endur-reisn hlutabréfamarkaðarins, sem hrundi
til grunna við fall fjármálakerfisins 2008, hafi sumpart
gengið ágætlega þá einkennist viðhorf almennings enn
– tíu árum síðar – af tortryggni og vantrausti. Skiljanlega,
myndu flestir segja, en horft fram í tímann hlýtur það að
vera æskilegt að almennir fjárfestar verði í ríkari mæli
þátttakendur á hlutabréfamarkaði. Því er ekki fyrir að
fara í dag. Hlutdeild heimila í hlutabréfasjóðum er lítil
sem engin og bein hlutafjáreign þeirra nemur aðeins um
fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja
í Kauphöllinni – og hefur farið lækkandi – en var að
jafnaði á bilinu 12 til 17 prósent 2002 til 2007. Þetta skýrir
einkum þá staðreynd, sem er um margt sláandi, að fjöldi
hluthafa í skráðum félögum er í dag samtals aðeins um
þúsund en var um tuttugu þúsund fyrir hrun bankanna.
Á sama tíma og þátttaka almennra fjárfesta er hverf-
andi fer verðbréfafyrirtækjum fækkandi, efnamiklir
einkafjárfestar standa á hliðarlínunni, fjárfestingasjóðir
eru fáir og einsleitir – og fara ört minnkandi – og fjárfesta-
hópurinn samanstendur einkum af lífeyrissjóðum. Þeir
hafa kosið að skilja hlutabréfamarkaðinn eftir í einskis-
mannslandi, þar sem engir aðrir fjárfestar eru til að fylla
þeirra skarð, samhliða því að sjóðirnir horfa til erlendra
fjárfestinga og sjóðsfélagalána. Niðurstaðan er grunnur
markaður með ýktum sveiflum í litlum viðskiptum og
skoðanaskipti milli ólíkra aðila, forsenda heilbrigðs
markaðshagkerfis, eru ekki fyrir hendi. Þetta er ekki góð
staða og hefur grafið undan virkni á markaði.
Skiptir þetta hagsmuni almennings máli? Skilvirkur
markaður, sem veitir skilaboð um virði ólíkra eigna
hverju sinni, er mikilvægur valkostur fyrir fyrirtæki til
að sækja sér lánsfé og eins sparifjáreigendur til að ávaxta
fé sitt. Með öðrum orðum, að veita bönkunum sam-
keppnislegt aðhald. Ef markaðurinn er vanburðugur og
óskilvirkur, sem endurspeglast í miklum verðsveiflum
í takmörkuðum viðskiptum, þá gagnast hann ekki sem
grunnur að viðmiði fyrir aðra verðlagningu. Afleiðingin
er meiri áhætta og hærri fjármögnunarkostnaður – fyrir
ríkissjóð, fyrirtæki og heimilin. Allir tapa. Í stað þess að
áhættutaka af fjármálalegri milligöngu fari að langstærst-
um hluta í gegnum bankakerfið, sem er að tveimur þriðju
hlutum í eigu ríkisins, þá þarf hún að færast í vaxandi
mæli til fjármálamarkaða. Við viljum meiri samkeppni
og skoðanir á mörkuðum, en samtímis minni umsvif
bankanna. Þetta tvennt helst í hendur.
Hvað geta stjórnvöld gert? Tvær leiðir, sem nefndar
eru í hvítbók um fjármálakerfið, væru árangursríkastar.
Það þarf að fjölga virkum og sjálfstæðum fjárfestinga-
sjóðum, sem byggja á ólíkum fjárfestingastefnum, með
því að heimila þeim að taka að sér ávöxtun séreignar-
sparnaðar sem til þessa hefur aðeins verið á forræði
lífeyrissjóðanna. Þá ætti að afnema innflæðishöftin, sem
er tímaspursmál við núverandi aðstæður, þannig að
erlendir fjárfestar geti í ríkari mæli komið að fjármögnun
íslenskra fyrirtækja. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Fleiri skoðanir
Hjólað í Steingrím
Þingheimur hló ekki þegar
Gunnar Bragi Sveinsson og
Bergþór Ólason mættu til starfa
eftir ögn lengra jólafrí en aðrir.
Tvíeykið var að vísu launalaust
í sínum skammarkrók þar sem
þeir byggðu sig upp andlega með
hjálp ráðagóðra sérfræðinga,
vina og vandamanna með þeim
skjóta árangri að þeir treysta sér
til þess að mæta höfuðandskota
sínum, Steingrími J. Sigfússyni, á
vígvellinum. Þingforsetinn tók
nefnilega eiginlega ákvörðunina
um að stytta leyfið fyrir þá og
öllum hlýtur því að vera ljóst að
hann getur sjálfum sér um kennt
að andrúmsloftið á þingi var
baneitrað í gær og verður líklega
eitthvað áfram.
Kaldur axlarliður
Bergþór bar sig vel eftir atvikum
í vinnunni í gær og má prísa sig
sælan að Lilja Alfreðsdóttir eyddi
ekki á hann orðum eins og hún
gerði með eftirminnilegum hætti
við sneyptan Gunnar Braga. „Það
voru margir búnir að vera með
yfirlýsingar þannig að það kom
manni ekki á óvart að fá kalda
öxl frá sumum,“ sagði Bergþór
við Stöð 2 og ætlar ekki að „erfa
það við neinn sem vill ganga
annan veg en að vinna með
mér“, eins og hann orðaði það
Gísla Ásgeirssyni til nokkurrar
ánægju á Facebook: „Gaman fyrir
þýðanda að sjá Bergþór tjá sig
með aðstoð Google Translate.“
thorarinn@frettabladid.is
2 5 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
5
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:2
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
2
3
-0
C
1
0
2
2
2
3
-0
A
D
4
2
2
2
3
-0
9
9
8
2
2
2
3
-0
8
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
2
4
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K