Fréttablaðið - 25.01.2019, Page 22
Sólveig
Gísladóttir
solveig@frettabladid.is
Það
var
einstaklega
skemmtilegt
að fylgja eftir
fólki sem
kom til okkar fyrst í opnu
gönguna, var þá að reima
á sig gönguskóna í fyrsta
skipti og er í dag búið að
ganga Hvannadalshnúk
eða fara með okkur til
Nepal.
6 KYNNINGARBLAÐ 2 5 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RMEISTARAMÁNUÐUR
Göngur í góðum hópi eru hressandi enda hægt að kynnast góðu fólki með svipuð áhugamál og fá fína líkamsrækt í leiðinni. MYND/TOMASZ ÞÓR VERUSON
Göngufólk er beðið um að taka með sér höfuðljós og létta klakabrodda enda
orðið dimmt á þessum tíma og oft snjór á stígum. MYND/GARPUR ELÍSABETARSON
Það er frábært að byrja vikuna eins og meistari með því að fara í hressandi göngu á
Úlfarsfell eftir vinnu á mánudegi,“
segir Vilborg sem tekið hefur þátt
í meistaramánuði með einum eða
öðrum hætti í nokkur ár. Í ár, líkt
og í fyrra, mun ævintýraklúbbur-
inn Tindar travel sem Vilborg
stendur að með öðrum, skipu-
leggja vikulegar göngur á Úlfars-
fell. Göngurnar voru afskaplega
vinsælar í fyrra en um 80 til 100
manns mættu í hvert sinn.
„Skipulagið er þannig að við
auglýsum viðburðinn á Facebook.
Allir sem vilja ganga eru vel-
komnir en við biðjum fólk þó um
að skrá sig til að við getum áætlað
fjölda leiðsögumanna sem þarf að
fylgja hópnum. Síðan mætir fólk
á staðinn klukkan 18 á mánudegi,
vel klætt, með höfuðljós og létta
klakabrodda, og þá er það fært
í flestan sjó. Við göngum síðan
báða toppana á Úlfarsfelli sem er
skemmtilegt og hressandi,“ lýsir
Vilborg.
Hún segir mjög fjölbreyttan
hóp hafa mætt í göngurnar í fyrra.
„Þetta var allt frá fólki sem var að
stíga sín fyrstu skref í fjallgöngum
og upp í vana fjallgöngumenn.
Fólk getur gengið á sínum hraða,
þeir sem vilja fara hægar gera það
og sömuleiðis þeir sem vilja ganga
hratt. Við erum með leiðsögumenn
fremst, aftast og í miðjunni og
pössum vel upp á öryggið.“
Vilborg segist vita til þess að fólk
hafi notað þessar göngur sem upp-
hafið að einhverju meiru. „Sumir
mættu í allar göngurnar og fóru
svo í framhaldinu í aðrar göngur,
bæði á eigin vegum og með okkur
hjá Tindar travel. Það var einstak-
lega skemmtilegt að fylgja eftir
fólki sem kom til okkar fyrst í
opnu gönguna, var þá að reima á
sig gönguskóna í fyrsta skipti og
er í dag búið að ganga Hvanna-
dalshnúk eða fara með okkur til
Nepal.“
Fjölskylduferð og mynda-
leikur
Í ár verður í fyrsta sinn boðið upp á
fjölskyldugöngu í meistaramánuði.
Farið verður annan sunnudag í
febrúar upp úr hádegi en við-
Meistaraleg byrjun á vikunni
Alla mánudaga í febrúar verður boðið upp á opnar fjallgöngur á Úlfarsfell. Vilborg Arna
Gissurardóttir leiðir hópinn ásamt fleirum. Einnig verður boðið upp á eina fjölskyldugöngu.
burðurinn verður auglýstur nánar
síðar.
Einnig verður endurtekinn
leikur frá í fyrra. „Við verðum með
myndaleik í gangi þar sem fólk
póstar myndum undir ákveðnu
myllumerki. Síðan verður fólk
dregið út og getur fengið alls
konar verðlaun, til dæmis fatnað
frá Cintamani. Aðalvinningurinn
verður dreginn út í lokin en það er
ferð á Fimmvörðuháls með Tindar
travel,“ segir Vilborg. Hún segir
leikinn hafa hafa mælst vel fyrir í
fyrra. „Þetta var mjög skemmtilegt,
því veðrið var oft dálítil áskorun
en fólk lét það ekki á sig fá og
fannst gaman að pósta myndum
í rokinu,“ segir Vilborg en tekur
fram að ekki sé farið af stað ef
veðrið er tvísýnt.
HLEÐSLA
EXTRA
FACEBOOK.COM/HLEDSLA
ENN MEIRA PRÓTEIN
2
5
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:2
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
2
3
-0
7
2
0
2
2
2
3
-0
5
E
4
2
2
2
3
-0
4
A
8
2
2
2
3
-0
3
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
2
4
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K