Fréttablaðið - 25.01.2019, Page 24

Fréttablaðið - 25.01.2019, Page 24
Með þátttöku minni í fyrra lærði ég á eigin skinni hversu mikilvægur svefninn er fyrir mig. Mér leið miklu betur og ég fann hversu kraftmeiri og einbeittari ég var í vinnunni. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is 8 KYNNINGARBLAÐ 2 5 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RMEISTARAMÁNUÐUR Birkir Vagn Ómarsson, 36 ára íþróttafræðingur og þjálfari, tók þátt í meistaramánuði í fyrra í fyrsta skiptið og fannst þátttakan nokkuð skemmtileg og var um leið nokkuð ánægður með árangurinn. „Ég setti mér það mark- mið að sofna fyrr á kvöldin til þess að fá almennilegan nætursvefn. Starf mitt sem einkaþjálfari krefst mikillar orku en ég þjálfa einn allt upp í 150 manns á dag. Þess vegna, eins og raunar alltaf, er svefninn ótrúlega mikilvægur svo ég geti mætt vel úthvíldur til vinnu. Ég er Minnsta mál að finna góð og gagnleg markmið í febrúar „Ég setti mér það markmið að sofna fyrr á kvöldin til þess að fá almennilegan nætursvefn,“ segir Birkir Vagn Ómarsson, íþróttafræðingur og þjálfari, sem tók þátt í meistaramánuði í fyrra. MYND/EYÞÓR Birkir Vagn Óm- arsson, íþrótta- fræðingur og þjálfari hjá World Class, tók þátt í meistaramánuði í fyrra í fyrsta sinn. Helsta markmið hans var að fara fyrr í háttinn og sofa lengur. hrifinn af þessum meistaramánuði, sjálfur á ég afmæli í febrúar þannig að þetta hefur alltaf verið meistara- mánuður hjá mér. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og þarft átak, þó svo allir mánuðir eigi auðvitað að vera meistaramánuðir. En það er gaman að taka fyrir einn mánuð, gera meira úr þessu öllu saman og breyta til hjá sér og bæta það sem má betur fara.“ Sund og snjóbretti heilla Birkir Vagn starfar sem þjálfari hjá World Class í Laugardal þar sem hann heldur m.a. úti hópþjálfun sem heitir MGT. Einnig er hann tveggja barna faðir en fjölskyldan býr í Kópavogi. „Helstu áhugamál mín eru augljóslega íþróttir og bara allt sem tengist hreyfingu. Börnin tvö skipa eðlilega stóran sess í lífi mínu og það að vera með þeim er það skemmtilegasta sem ég geri. Það besta sem ég veit er að fara í sund á köldum vetrarkvöldum, renna mér á snjóbretti og svo hef ég gaman af íslenskri tónlist.“ Sigraðist á ýmsum hindrunum Hann segir þátttöku sína í meistara- mánuðinum í fyrra hafa gengið mjög vel. „Auðvitað mætti ég ýmsum hindrunum á leiðinni. Ég er með tvö börn og þegar þau sofna loksins vildi ég stundum njóta smá gæðastunda fyrir framan sjónvarp- ið eða klára heimavinnuna. En þá minnti meistaramánuðurinn mig á að hætta þessu og að hunskast í háttinn frekar. Það komu nokkur skipti þar sem ég hugsaði um að hætta þessu en febrúar er stuttur mánuður þannig að það eiga flestir að geta haldið þessa áskorun út. Annað finnst mér vera frekar aumt.“ Skýr lærdómur Lærdómurinn af meistaramánuði síðasta árs er skýr að hans sögn. „Með þátttöku minni í fyrra lærði ég á eigin skinni hversu mikil- vægur svefninn er fyrir mig. Mér leið miklu betur og ég fann hversu kraftmeiri og einbeittari ég var í vinnunni og reyndar líka utan hennar. Ég mæli 100% með því að sem flestir taki þátt en það er lítið mál að finna heppileg og gagnleg markmið sem henta hverjum og einum, stór eða smá. Mér fannst líka gott að segja öðrum frá markmiðum mínum þannig að það komi smá utanað- komandi pressa. Sjálfur nýtti ég mér Instagram til að leyfa fólki að fylgjast með ferlinu hjá mér. Það var líka gaman og hvetjandi að fá við- brögð þar og hvatningu.“ 2 5 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 2 3 -1 A E 0 2 2 2 3 -1 9 A 4 2 2 2 3 -1 8 6 8 2 2 2 3 -1 7 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.