Fréttablaðið - 25.01.2019, Side 26

Fréttablaðið - 25.01.2019, Side 26
 Mitt markmið er að þurfa ekki að taka nein lyfseðilsskyld lyf og lengja um leið líf mitt. Mér finnst ótrúlega gaman að hreyfa mig og ég er alltaf hressa týpan þegar ég mæti í vinnuna. Kristín er mjög skipulögð þegar kemur að æfingum og segist í gamni vera ófag- lærður einkaþjálfari. „Við hjónin erum saman í þessu og ég bý sjálf til æfingaplanið fyrir okkur. Við vöknum klukkan hálfsex alla morgna og æfum lyftingar og sund til skiptis sex daga vikunnar. Á þriggja vikna fresti tökum við eina viku í brennslu, sem er á við alvöru herþjálfun,“ segir hún létt í bragði. Rúm tuttugu ár eru frá því að Kristín steig fyrst fæti sínum inn á líkamsræktarstöð en þá var hún plötuð í pallatíma. „Það þurfti virkilega að ganga á eftir mér því ég nennti sko ekki að hreyfa mig. En síðan fékk ég bakteríuna og síðustu árin hef ég hreyft mig nær daglega. Þetta er minn lífsstíll og mér finnst jafn sjálfsagt að stunda hreyfingu eins og að fá mér morgunmat. Mitt markmið er að þurfa ekki að taka nein lyfseðilsskyld lyf og lengja um leið líf mitt. Mér finnst ótrú- lega gaman að hreyfa mig og ég er alltaf hressa týpan þegar ég mæti í vinnuna,“ segir Kristín með bros á vör, enda er hún svo sannarlega í besta formi lífs síns. Litrík dagbók Kristín heldur nákvæmt yfirlit yfir hvað hún hreyfir sig mikið. „Ég skrái hjá mér hvað ég geri á hverjum degi og færi það síðan inn í dagbók. Hver æfing hefur sinn lit. Ég eyði töluverðum tíma í að lita en mér finnst gott að hafa þetta myndrænt. Þannig get ég skoðað hvernig ég get bætt mig eða hvers vegna ég sleppi æfingu. Ég hef þurft að sleppa æfingu því ég var með svo miklar harðsperrur,“ segir hún og bætir við að lykillinn að árangri sé að setja sér raunhæf markmið. „Við hjónin ætlum að hlaupa Reykja- víkurmaraþon í ágúst á næsta ári og strax í janúar byrjuðum við að æfa markvisst fyrir það með því að setja fleiri brennsluæfingar inn í planið.“ Aðeins eru tvö ár frá því að Kristín fór að synda reglulega en hún þurfti um tíma að hætta að lyfta vegna bakverkja. „Ég vildi alls ekki hætta að hreyfa mig svo ég fór að stunda sund. Maðurinn minn, Ragnar Smári, hafði synt í mörg ár en ég var ekki hrifin af því að fara út í kuldann, hálfnakin. Ég synti aðallega bringusund en það fer ekki vel með bakið svo mig langaði að læra skriðsund. Þar sem ég hafði ekki tíma til að fara á skriðsunds- námskeið var mér bent á að skoða myndbönd á YouTube. Þar lærði ég réttu sundtökin og í dag syndi ég skriðsund, sem er það besta sem ég geri við bakverkjum.“ Lof eða last Kristín segir að þau hjónin hafi tekið mataræðið í gegn og samtals Hörkuvinna að halda sér í formi Kristín Jónsdóttir æfir lyftingar og sund af miklum krafti, hjólar og skokkar inn á milli. Hún segir þetta vera mikla vinnu en launin eru góð því Kristín er í besta formi lífs síns, 54 ára. Kristín segir nauðsynlegt að skipuleggja sig vel og ekki sé verra að hafa brennandi áhuga á heilbrigðum lífsstíl. Sjálf hefur hún aldrei verið í betra formi en nú. Hún hafði engan áhuga á líkamsrækt fyrir nokkrum árum. MYND/SIGTRYGGUR Kristín og Ragnar telja ofan í sig hitaeiningar og á einu ári hafa þau lést sam- tals um 30 kg. Kristín býr til matseðil fyrir heimilið langt fram í tímann. Litríka dagbókin. Hugmyndin kom frá Pinterest og er mjög gagnleg. lést um 30 kg á síðasta ári. „Við teljum bókstaflega ofan í okkur hitaeiningarnar og notum smá- forritið MyFitnessPal til að hjálpa okkur við það. Við ákváðum að hafa einhverja gulrót og hún felst í því að ef við léttumst fáum við verðlaun. Við köllum þetta Lof eða last. Verðlaunin þurfa ekki að vera sérlega merkileg en þau mega ekki vera neitt matarkyns, heldur eitthvað sem okkur langar í. Ég hef t.d. fengið peysu, snyrtivörur og pottablóm í verðlaun. Ef við stöndum í stað á vigtinni eru engin verðlaun en ef annað hvort okkar þyngist þarf sá hinn sami að gera eitthvað sem honum finnst hræði- lega leiðinlegt. Eitt sinn var Ragnar búinn að ákveða að ef ég þyngdist yrði ég að þrífa bílinn að innan, en ég gat ekki hugsað mér það svo ég borðaði bara appelsínur dagana fyrir vigtun,“ segir Kristín kankvís. Ræktin er aðalumræðuefnið Hún býr til matseðil fyrir heimilið langt fram í tímann og eyðir tölu- verðum tíma í að undirbúa nesti sem hún tekur með sér í vinnuna. „Flestir gefast upp á að passa mataræðið en það þarf að gefa sér tíma til að huga að því. Dæmi- gerður dagur hjá mér er þannig að ég fæ mér AB-mjólk með ferskum berjum í morgunmat og stundum fæ ég mér Cheerios. Um tíuleytið fæ ég mér appelsínu og í hádeginu borða ég oft salat með kjúklingi eða fiski. Hjá mér eru engar öfgar, ég borða oft og fremur lítið í einu. Ég borða ekki mikið unninn mat og les alltaf á umbúðir matvæla,“ segir Kristín og bætir við að stundum fái hún hálfgert sjokk þegar hún sjái hversu hitaeininga- ríkur matur getur verið, t.d. pasta og hrísgrjón. Hún segir að aðalum- ræðuefnið á heimilinu sé ræktin og það sé gaman fyrir þau hjónin að vera saman í þessu. „Ég les mér mikið til og við hjónin erum alltaf hress. Við finnum líka mikinn mun á okkur andlega. Þetta er rosaleg vinna, það er því mikil- vægt að skipuleggja sig vel og hafa brennandi áhuga á heilbrigðum lífsstíl.“Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 styrkur - ending - gæði í öll herbergi heimilisins hágæða DansKar innrÉTTingar ÞvOTTahúsinnrÉTTingar elDhúsinnrÉTTingar baðherbergisinnrÉTTingar FaTasKápar & rennihurðir við gerum ÞÉr hagsTæTT TilbOð í innrÉTTingar, raFTæKi, vasKa Og blönDunarTæKi vasKar & blönDunarTæKi speglar vasKar & blönDunarTæKi hillur Og FylgihluTir vasKar & blönDunarTæKi raFTæKi raFTæKi 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R 2 5 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 2 3 -1 5 F 0 2 2 2 3 -1 4 B 4 2 2 2 3 -1 3 7 8 2 2 2 3 -1 2 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.