Stjarnan - 01.04.1927, Qupperneq 3

Stjarnan - 01.04.1927, Qupperneq 3
STJARNAN 51 Jesús—Meðalgangari Mannkynsins. Hefir þú, kæri vinur, gjört þér í hugar- lund hvað Frelsarinn framkvæmdi fyrir þig persónulega og alla, sem fela sig honum á hönd? Margir eru þeir, sem kannast viö hinn sögulega Krist, sem kom í heiminn fyrir rumum nitján öldum, en hafa því miður ekkert persónulegt kynni af honum né samfélag við hann, né skilning á því verki er hann framkvæmir í hinum himneska helgidómi, sem árnaÖarmaður eða rétt- ara sem málafærslumaður mannkyusins'. Áður en Kristur kom í heiminn voru menn að ræða það mikla mál, hvort hinn komandi Messías mundi vera sonur Guðs eöa aðeins maður, svo að spámenn Drott- ins urðu hvaö eftir annað að kunngjöra hínum efablöndnu, að uppruni hans væri frá eilífðardögum og að hann væri. “hinn heilagi Israels,” “Immanuel”, “Guð með oss.” Þegar Jesús kom í heiminn var þetta mikilvæga mál ennþá óútkljáð í huga margra manna, svo að dag nokkurn fer Jesús aö ræða þetta mál viö Faríseana og er hin innblásna frásögn um viöureign þeirra á þessa leið:— “En er Farísearnir voru saman komn- ir, spuröi Jesús þá og sagði: Hvað virð- ist yður um Krist? Hvers son er hann? Þeir segja við hann: Davíðs. Hann segir við þá: Hvernig kallar þá Davíð af and- anum hann Drottin, er hann segir: Drottinn sagöi viö minn Drottin: Set þig mér til hægri handar, þangað til eg legg óvini þína undir fætur þér? Ef þá Davíð kallar hann Drottin, hvernig getur hann þá verið sonur hans ? Og enginn gat svar- að honum orði, né heldur þorði neinn up frá þeim degi framar að spyrja hann nokkurs.” Matt. 22 :4i-46,- “Hvað viröist yður um Krist?” Er hann aðeins maður eins og þú og eg, eða er hann það, sem hann sagðist vera; Son- ur hins lifanda Guðs? Á ferðum mínum hitti eg oft og tíðum menn, sem reyna að telja mér trú um að það séu mótsagnir í ritningunni. Fyrir nokkru kom maður til mín og staöhæfði að það væru ekki færri en tvö hundruð mótsagnir í biblíunni. Eg sagði honum að hann rnætti vel eiga hinar hundrað níu- tiu og níu ef hann aðeins vildi vera svo góður að gefa mér eina einustu; en því fór nú ver, hann gat það ekki. Meðal annars skoða sumir það mót- sagnir að Kristur er nefndur Mannsins Sonur, Guðs Sonur, Guð og maður. En það er aðeins af því að þeir hvorki þekkja ritningarnar né skilja kraft Guðs. Skul- um vér þess vegna tilfæra fáeinar ritn- ingargreinar, þar sem Kristur er nefnd- ur: Mannsins sonur, Guðs Sonur, Guð og maður. Manns-sonurinn. “Jesús segir viö hann: Refar eiga greni og fuglar himinsins hreiður, en manns- sonurinn á hvergi höfði sínu að að halla.” Matt. 8:20. “Eins og manns-sonurinn er elcki kom- inn til þess aö láta þjóna sér, heldur til þess aö þjóna og til þess að gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga.” Matt. 20:. 28. “Og þá mun tákn manns-sonarins sjást

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.