Stjarnan - 01.04.1927, Side 7
STJARNAN
55
séí5 GuS; Sonurinn eingetni, sem hallast
aÖ hrjósti FöÓurins, hann hefir veitt oss
þekkingu á honum.” Jóh. i :i8. Nú för-
um vér einnig að skilja hvaS eftirfarandi
orð Krists geyma: “Enginn kemur til
FöÖurins nema fyrir mig.” Jóh. 14:6.
Gegnum hann liggur leiöin aö hásæti
Guös. Hann er í sannleika dyrnar. Jóh.
10:7.
Það er þessi mikilvægi sannleikur, sem.
kaþólska kirkjan hefir reynt aÖ gjöra að
engu. Kristur segir: “KomiÖ til mín all-
ir!” og enn framar: “Þann, sem til mín
kemur mun eg alls ekki burt reka.” Matt.
11:28; Jóh. 6:37.
iÞetta kennir kaþólska kirkjan aö sé
ósannindi. Hún heldur því fram aÖ eng-
inn geti farið til Krists, til þess að öðl-
ast fyrirgefningu syndanna og hjálp til
að geta staðist freistingu, heldur verður
maöur aö fara til prestsins og játa synd-
ir sínar og öðlast fyrirgefningu. Prestur
inun svo taka syndirnar til biskupsins, en
biskupinn mun fara með þær til erki-
biskupsins; en erkibiskupinn mun færa
kardínálanum þær, en kardínálinn mun
afhenda þær páfanum; en páfinn mun
bera þær dýrðlingunum í skaut; en dýrð-
lingarnir fara með þær til Maríu meyjar;
en hún afhendir þær Kristi og hann tek-
ur þær loksins til Guðs. Þetta eru miklar
krókaleiðir og mjög óvíst hvort syndir
manna, sér í lagi þeirra, sem lítið geti
borgað prestinum þegar hann hefir vökv-
að kverkarnar áður en þeir ganga til
skrifta, komi nokkurn tíma fram fyrir
Guð. Hversu flókinn og margbrotinn er
ekki kirkjudómurinn í samanburði við
kristindóminn. Hið ómengaða fagnaðar-
erindi kennir oss, að ef vér játum syndir
vorar fyrir Kristi, þá sé eyra hans opiS
til að hlusta á oss og að hann sé “trúr og
réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss
syndirnar og hreinsar oss af öllu rang-
læti.” 1. Jóh. 1
Frelscirinn.
Þegar þessi heimur gjörði uppreisn á
móti lögmáli Guðs og stjórn, kallaði.
Drottinn allsherjar á sjálfboða, til þess
aS fara og frelsa heiminn frá glötun.
Kristur gaf sig fram. HvaS sem eigin-
lega átti sér stað við það tækifæri, get-
um vér ef til vill skilið betur meS því að
nota dæmi úr þessu jarðneska lífi.
Fyrir mörgum árum var stórt seglskip
á leiðinni yfir Atlantshafið frá Vestur-
heimi til NorSurálfunnar. Margir far-
þegar voru á því og í lestinni var dýr-
mætur varningur. Alt gekk vel um tíma
þangað til að hræSilegur stormur skall á
og skipiS varð lekt. Hásetarnir urðu að
dæla vatnið upp úr lestinni aftur og reyna
aS halda skipinu á floti, en það sökk sí
og æ dýpra. Hinn aldraði skipstjóri fór
ofan í lestina til að rannsaka, ef mögu-
legt væri að finna lekann. Hann skoSaSi
alt þar niðri vel og lengi og sá hann að
leki var á fleiri stöðum; en á einum stað
var komið gat, sem var álika stórt um sig
og armleggur manns er þykkur. Hann
sá og skildi aS ef mögulegt væri að stöðva
innstreymiS um það gat, mundi þeir ef
til vill geta haldið skipinu á floti. En nú
var vatniS orSið svo hátt í lestinni, að ó
mögulegt væri að komast að gatinu, nema
einhver dýfði undir vatnið, stingi arm-
legg sínum i gatið, gæfi líf sitt og stöðv-
aSi þannig innstreymið. Skipstjórinn fór
þess vegna upp á þilfariS aftur, kallaði
alla hásetana saman og sagðist vilja fá
sjálfboða til aS fara í lestina, dýfa undir
vatniS, stinga armlegg sínum í gatið og
gefa lif sitt, til þess að bjarga öllum hin-
um, sem á skipinu voru. Enginn gaf sig
fram. Þeir sögðust allir vilja fara að
vinna við dælurnar aftur og það gjörðu
þeir. Þetta var afar hörS vinna og við
og viS leið einhver þeirra í ómegin af
ofreynslu. Hann var þá dreginn afsíSis
og látinn eiga sig um stund, þangað til
að hann raknaSi við aftur, þá varð hann.
að fara að vinna með hinum einu sinni
enn; því nú var lifið að leysa.
Stormurinn varS enn ofsafengnari en
áður og vatniS hækkaSi mjög i lestinni.