Stjarnan - 01.04.1927, Qupperneq 12
6o
STJARNAN
sem spunnist höfSu út af bréfi hennar,
á milli þeirra hjónanna, en hún ætla'Si
sér að gefa vandlega gætur aÖ öllu því i
fari og hegöan stúlkunnar sintiar, sem á
einhvern hátt gæti gert henni ljósari þá
breytingu, s’em orÖiÖ hafSi á Ellu. H!ún
gat ekki slitiS sig alveg frá þeirri hug-
mynd, aÖ dóttir sín hefði orÖið fyrir ein-
hverjum öfgafullum, jafnvel hættulegum
áhrifum.
ÞaÖ gat því ekki fariö hjá því, að við-
mót hennar var kaldara, er hún heilsaði
dóttur sinni, en þaö átti að sér að vera,
þótt hún gerði sér ekki sjálf grein fyrir
því, en sá kuldi gat ekki farið fram hjá
Ellu viðkvæma og tilfinningaríka hjarta.
En sigursæll er góSur vilji. Og sem
endurfædd stúlka, með hjartaS fult af
kærleika Guðs og innilegri löngun til
þess, að geta orSið foreldrum sinum og
félögum til blessunar, tók Ella tækifær-
inu eins og það gafst, og sýndi í öllu
elskulega, aðlaSandi og aðdáunarverða
framkomu.
Áður mundi hún hafa tekið þessari
kuldalegu framkomu móður sinnar illa,
en nú tók hún henni með glaSværð og
hugprýði, og sá þar aSeins gott tækifæri
til þess að auglýsa lunderni Meistara síns
og frelsara.
ÞaS var komin jólanótt. En, ó, hve ó-
lík var sú nótt ekki öllum undanförnum
jólanóttum hjá Samsons fjölskyldunni!
Það bar ekkert á hinu vanalega annríki
viS að taka á móti jólagjöfum og að
senda öðrum þær, og engir komu með
hamingjuóskir.
Presturinn hafði sagt unga fólkinu í
nágrenninu, aS sennilega hefði Ella orS-
ið fyrir einhverri sinnisbilun um stund-
arsakir, svo áhrif hennar mundu ekki
vera holl fyrir unga fólkið. ÞaS kom því
enginn til þess' að taka þátt í jólagleði
Samsons fjölskyldunnar.
Frú Samson leið fremur illa. Hún
gat varla leynt tilfinningum sínum.
Henni fanst alt þetta vera fyrirboöi ein-
hverrar óumflýjanlegrar armæðu, sem
koma mundi yfir fjölskylduna.
En það var öðru máli aS gegna með
hr. Samson, Því eins víst og framkoma
séra Dicksons haföi ónáðaö hann ofur-
lítið, eins áreiðanlega hafSi heimkoma
dótturinnar gert hann rólegan aftur.
Stilling hans og ánægja bætti mikið úr
skorti konu hans á hvort tveggja.
Ella hugsaöi aðeins um það eitt, hvern-
ig hún gæti gert heimiliS að sönnum og
fögrum bústað hamingjunnar á meöan
hún væri heima.
“Jæja, dóttir góS. Hvernig væri að
koma nú með jólagjafirnar ? Við gerðum
það sem þú baðst okkur aS gera, svo nú
færðu engin ný föt, enga loökraga, eng-
ar kápur, engin sætindi, í stuttu máli,
ekkert af þvi, sem mamma þín vildi hafa
gefiS þér. Ekkert nema biblíurnar—eina
fvrir hvert okkar.”
“Ó, pabbi, það er indæl gjöf! Þú getur
ekki hugsað þér hve vænt mér þykir um
hana. í fyrra mundi eg hafa kastað henni
frá mér og ekki átt bágt meS að segja
ykkur meiningu mina. En nú er orðin
mikil breyting. Biblían hefir orðiS til
þess að breyta öllu lífi mínu. Allur á-
setningur minn og smekkur, hvatir mín-
ar og alt eðlisfar hefir ummyndast, og
eg skil varla sjálf, hvernig þaS hefir at-
vikast. En það veit eg, aö eg er ekki sú
sama Ella, sem þið senduð frá ykkur á
skólann.”
“Ella,” greip frú Samson fram í, “þú
hefir kramið -hjarta mitt. Þú ert ekkert
lík því að vera barniS mitt. Eg þekki þig
ekki Iengur. Þú ert svo full af trú, eÖa
því, sem þú kallar trú, aö það er blátt
áfram ofstæki. Það sama heldur prest-
urinn okkar um þig. Eg get ekki varist
þeirri hugsun, að þú hafir mist þitt and-
lega jafnvægi. Eg hefi nú gefiö gætur aö
þér í nokkra daga, og ekki einu sinni
hefir þú sest að pianóinu og spilað fjör-
ugt lag, þú hefir ekki í eitt einasta skifti
gert að gamni þínu eins og þú áður varst
vön að gera. Þú hefir jafnvel ekki haft
dugnaö í þér til þess að mæla á móti því,