Stjarnan - 01.04.1927, Side 5
STJARNAN
53
Nú höfum vér líka séÖ það meÖ eigin
augum, að þessir menn, sem ímynda sér
a'Ö mótsagnir séu í ritningunni, segja satt
þegar þeir srtaÖhæfa aö Kristur sé nefnd-
ur Mannsins Sonur, Guös Sonur, Guð
og maður. En hefðu þessir menn lesiS
hihlíuna með Ibæn til Guðs um að breyta
eftir henni, þá mundi Guðs Andi hafa
opnað hugskot þeirra og veitt þeim ráðn-
ingu þeirrar gátu, sem þeim er ógleym-
anleg. Þeir eru flæktir í neti efasemd-
anna, festir í snöru vantrúarinnar og
veiddir í gildru misskilningsins.
Það er hutverk Stjörnunnar a*ð leysa
menn úr þess konar flækjum, því að
henni er enginn vandi að útskýra hvers
vegna Krists er nefndur svo mörgum
nöfnum. Það er haft eftir ritningarfróð-
um mönnum að Jesús hafi ekki færri en
256 nöfn í bi-blíunni. En í þessari grein
ætlum vér ekki að taka til greina nema
þessi fjögur, sem um er að ræða.
Regla siðabótamannanna í þess konar
tilfellum var sú: “Með ritning skal ritn-
ing skýra.” Fylgir Stjarnan sömu regl-
unni. Bilían skýrir sina eigin staðhæf-
ingar. Vér þurfum ekki að fara út fyrir
hana til að fá skýringar á þeim. Vér
finnum þá skýringu, sem vér þurfum að
fá í eftirfarandi versi:
“Og vitanlega er leyndardómur guð-
hræðslunnar mikill: Guð sem opinberað-
ist í .holdi, var réttlættur i anda; birtist
englum, Iboðaður með þjóðum; var trúað
í heimi, var hafinn upp í dýrð.” 1. Tim.
3;i6. ,
Af þessu sést það að GuS varð hold.
Með öðrum orðum Jesús var Guð áöur
en hann kom i þennan heim; en um leið
og hann fæddist í þennan heim varð hann
Mannsins Sonur, óx upp og varð maður
með mönnum. Seinna meir í þessari grein
skulum vér sjá hvers vegna. En á sama
tíma, sem hann varð Mannsins Sonur og
maður var hann Sonur Guðs og GuS ; því
hið nána samband við Eöðurinn, sem
hann kom til að vitna um, var aldrei slit-
ið og ætíð gat hann -sagt: “Eg og Fað-
irinn erum eitt.” Jóh. 10:31.
í ofannefndu versi er alt fagnaðarer-
indið í fáum oröum. Fyrst slær postulinn
föstu holdtekju Krists og um leið sýnir
hann fram á að hann hafi verið Guð áð-
ur en hann varð hold. Þar næst stað-
hæfir hann að Jesús, “er réttlættur í
anda,” það er að segja í kröfu sinni um
að vera Sonur Guðs. Hann var réttlættur
af Heilögum Anda viö skírn sina í þeirri
kröfu að vera Sonur Guðs; því að vér
lesum:
“Og er Jesú var skírður sté hann jafn-
skjótt upp úr vatninu; og sjá, himnarn-
ir opnuöust fyrir honum, og hann sá
Guös anda stiga ofan eins og dúfu og
koma yfir hann; og sjá, rödd af himnum
sagði: Þessi er minn elskaöi sonur, sem
cg hefi velþóknun á’’ Matt. 3:16, 17.
f næstu setningu sjáum vér hið nána
samband hans við himneskar verur,
engla, sem sendir eru í þarfir þeirra, er
eiga að erfa sáluhjálpina. Við fæðingu
hans komu þeir og boöuðu “frið á jörðu
með þeim mönnum, sem hann hefir vel-
þóknun á.” Lúk. 2:14. Eftir freistingu
hans komu englar Guðs og þjónuðu hon-
um. í Getsemane kom engill til aö styrkja
hann. Við upprisu og himnaför hans voru
englarnir kringum hann. Alt þetta ber
Ijósan vott um guðdóm hans.
“Boðaður með þjóðum.” f sannleika
er nafn hans kunnugt orðið til yztu endi-
marka jarðarinnar og menn íxillum
heimsálfum rétta hendur sínar út á móti
Frelsaranum.
“Var trúað í heimi.” Það eru söfnuðir
og kirkjur í öllum löndum heimsins, sem
bera vott um trú manna á Krist.
“Var upphafinn í dýrS.” Eftir a*ð
hann hafði lokið starfi sínu hér á jörð-
inni og unnið fullkominn sigur á öllum
sviðum þessa jarðneska lífs — því að
hann komst í samband við menn af öllum
stéttum, frá ölmusUmanninum, sem sat
við veginn til konungsins í höllinni — fór
hann aftur til Föður síns, þar sem hann