Stjarnan - 01.04.1927, Qupperneq 10
58
STJARNAN
iii sá trú barnsins fór hún aS skammast
sín í hjarta sínu. Nú fóru hin börnin að
koma líka og þegar þau voru öll komin
tók móðirn biblíuna og las eftirfarandi
vers:
“Ákalla mig á degi neyÖarinnar: eg
mun frelsa þig, og þú skalt vegsama
mig.” Sálm. 50:15.
Þar næst krupu þau á kné og báðu
innilega til hans, sem getur séÖ auman
á veikleika vorum, a8 hann vildi senda
þeim daglegt 'brauð. Aöur en þau höfðu
lokiÖ bæn sinni var bariÖ og móöirin reis
upp til aÖ gá aÖ hver væri kominn. Fyrir
utan stóð stór hróðug kona, sem var
blíðleg í viðmóti, en hún var henni að
öllu leyti ókunnug. Alt sem hún vissi var
að þessi kona hafði flutt inn í næsta hús-
ið fyrir þremur dögum.
“Fyrirgefðu,” byrjaöi konan, “að eg
kem til þín svona snemma morguns. En
maðurinn minn er matreiðslumaður í höll
drotningarinnar og hann færir mér á
hverju kveldi þessi ósköp af matvælum
og allra handa kræsingum að eg get ekki
borðað fimta partinn af því og eg á eng-
in börn; en eg sé að þú átt barnahóp og
eg vona að þú takir því ekki illa þó að
eg bjóði þér með mér af öllu þessu.”
Kæri vinur, þú getur litið á þetta at-
vik frá hvaða sjónarmiði sem þér sýnist
og reynt að útskýra þetta á alla vegu, en
til þeirra, sem þess nutu var þetta tafar-
laust svar upp á bæn þeirra. Og Frelsar-
inn gaf þeim ekki brauðmola, sem týndir
höfðu verið upp úr rykinu á strætunum
eins og sá, sem þetta ritar, hefir séð
menn gjöra í stórborgum á Englandi. Guð
gaf þeim það bezta, sem til er í brezka
ríkinu: Fæðu frá borði drotningarinnar.
Það er Frelsari þinn og minn. Eigum
vér ekki að veita honum viðtöku og fela
oss honum á hönd og öll vor mál vitandi
að hann mun leiöa alt til lykta, þannig
að vér getum hvílt óhultir undir vængj-
um hans, þangað til að vér munum sjá
hann eins og hann er.
D. G-
Athygli og eftirtekt lítilla barna er oft
miklu skarpari og skjótari en margur
ætlar.
Mæður, talið með skynsemi við börn
ykkar, gætið þess aS segja þeim aldrei
ósatt, og varist að svíkja nokkru sinni
þau„ sem þið lofið þeim; verið þeim
fyrirmynd í hreinleika og heiöarleika.
Því miður gæta margir foreldrar ekki
þessarar heilögu skyldu eins og vera ber.
Hvernig má búast við að þaö barn
verði, sem fær slíkt uppeldi er eftirfar-
andi samtal bendir á?
Barnið: ‘Mamma, eg vil fá köku.”
Móðirin: “Eg á enga köku til, þær eru
allar búnar.”
Barnið: “Þú átt þær víst til, eg sá þær
þegar þú opnaðir skápinn.”
Móðirin: “Jæja, það getur verið, en
kökur eru óhollar fyrir börn.”
Barnið: “Nei, þær eru það ekki forg-
andi) ; eg vil fá köku, mamma.”
Móðirin: ‘Þegiðu bara, eg er annað að
gera og má ekki vera að standa upp.”
Barnið: (orgar enn hærra). “Eg vil fá
köku! Eg vil fá köku!”
Móðirin: “Þegiðu, s’egi eg, þú færð
enga vitund ef þú hættir ekki að orga.”
Barnið: fæpir af öllum kröftumj “Eg
vil fá köku, eg vil fá köku’”