Stjarnan - 01.04.1927, Qupperneq 13

Stjarnan - 01.04.1927, Qupperneq 13
STJARNAN 61 sem þú áSur mundir hafa taliÖ óþolandi. Þaö er satt, aÖ eg hefi óskað þess, að þú yröir trúuð, kristin stúlka, en eg hafði aldrei ímyndað mér, að þú mundir verða svo kristin, að þú teldir þig- of góða til þess að vera ung stúlka með ungum stúlkum.” “En þetta er ekki alt, dóttir góö. Þú kemur heim með þá hugsun að þú þekkir 'biblíuna betur hedur en bæði pabbi þinn ðg mamma þín. Nú höfum við verið kirkjumeðlimir i 30 ár, en þú hefir lesið biblíuna aðeins 3 mánuði, svo þetta virð- ist mér vera blátt áfram sjálfbyrgings- skapur. Eg hefi þegar ákveðið með sjálfri mér, þótt eg hafi ekki minst á það \ið pa'bba þinn enn þá, að þú farir ekki neitt aftur á þennan skóla. Kennararnir þar hafa leitt þig afvega. Presturinn okk- ar þekkir biblíukennarann þar og veit fyr- ir víst, að hann fer með villukenningar. Og eg ber fult traust til prestsins okkar. “Aðeins eitt enn, áður en eg lýk máli mínu: Þegar þú tekur upp þina nýju bibliu til þess, að sýna okkur hvað það er, stm við ekki þekkjum viðvíkjandi krist- ir.fræði, þá ætla eg að sjá um að prest- urinn okkar verði líka viðstaddur svo þér gefist færi á að koma einnig þínum nýju hugsjónum inn í höfuðið á honum. Eg hugsa að þú verðir reiðubúin til þess að sleppa einhverju af þínum skaðlegu í- myndunum þegar þú hefir aflokið þeirri tilsögn þinni.” “Sagðir þú, mamma, að þú hefði ósk- að þess, að eg yrði kristin stúlka ?” “Já, en ekki svona einkennilga full- komin.” “En, kæra mamma, hve fullkomin, hér um bil vildir þú að eg yrði ? Vildir þú að eg dansaði, syngi léttúðar vísur, tæki þátt í óvirðulegum skemtunum, eyddi þannig tíma mínum og efnum ykkar og klæddi mig eins og eg áður gerði ?” .“Nei, eg á ekki við þetta, en —” “En mamma, hvað hefi eg annars lagt 61 hliðar? Hefi eg ekki verið glöð og kát og blátt áfram? Hefi eg ekki verið iðin og reynt til að hjálpa þér síðan eg kom heim. Hefi eg ekki spilað fyrir ykkur inn- clæla sálma og kristlega söngva ? Hefi eg ekki verið félagsleg, að undanskildu því að láta kjánalega? Hefir tal mitt verið óþægilegt af því að eg hefi slept nokkr- um ljótum orðum, sem eg áður notaði ? Klæði eg mig ekki sæmilega ? Hefir ykk- ur ekki þótt vænt um að hafa mig hjá ykkur á kvöldin, í stað þess að vita mig einhverstaðar fjærri ykkur í misjafnlega góðum félagsskap, og í óvissu um, hver endirinn á því kynni að verða ?” “En heyrðu, dóttir góð! Spurðu ekki mömmu þina of mörgum erfiðum spurn- ingum. Mig langar til þess að fá að vita, hvað þú hefir lært á skólanum, sem knýr þig svo til þess að koma heim og fræða okkur. Þú hefir hlotið að verða fyrir ein- hverjum mjög sterkum áhrifum, annars mundir þú aldrei hafa beðið okkur að sleppa okkar gömlu og góðu jóla-kjöt- veizlu (turkey dinner). Eg get vel skilið, að þú hefir fengið óbeit á dansinum, slæmum félagskap og ósæmilegum skemtunum, en þessi mótþrói þinn gegn átveizlum, er alveg nýtt atriði fyrir mig.” “Þetta er atriðið, sem eg hefi verið að brjóta heilan um,” sagði frú Samson. “'Hiver lifandi maður hefir nokkru sinni heyrt, að jólaveizla kæmi nokkuð krist- indómi við?” Hin nýja biblía Ellu lá á kjöltu hennar. Var tíminn nú kominn til þess að opna hana? Ætti hún að ráðast í það að leggja þann sannleika fram fyrir for- eldra sína, sem eitt sinn hafði gengið svo nærri henni og gert hana næstum ráða- lausa? Og væri nú tækifærið komið, hvernig átti hún þá að byrja? En í sömu svipan, sem Ella sat og velti þessu fyrir sér, tekur pabbi hennar sín- , ar kæru tóbaksdósir upp úr vasa sínum, sker af ofurlitla tóbakstölu og lætur upp í sig með mestu rólegheitum. Honum þótti vænt um tóbakið sitt. Það var sem hvíslað væri að Ellu, að þarna fengi hún umtalsefni.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.