Stjarnan - 01.04.1927, Síða 9
STJARNAN
57
vanalega í felur og k'onan titraði og
skelfdist við hugsunina um hvað myndi
henda hana núna.
En nú komu þessi hjón kveld eftir
kveld i tjaldiÖ og hlustuSu með gaum-
gæfni á hinn alvarlega og mikilvæga
sannleika, sem þar var kunngjörSur.
Eitt kveldiS á heimleiðinni frá tjaldinu
sagS maðurinn viS konu sina: “HvaS
heldur þú aS eg sé aS hugsa um núna,
Mary?” “Nei, John,” sagSi konan, “eg
get ekki lesiS hjartans hugrenningar þín-
ar.”
“Eg hefi nú hlustaS á þennan mann í
lengri tima, og er eg nú orSinn sann-
færSur um aS alt, sem hann hefir frætt
okkur um, er heilagur sannleikur og nú
tr eg ákveSinn í þvi aS breyta eftir öllum
boSorðum GuSs og fara aS halda hvíldar-
dag hans heilagan.”
“Veiztu, John, eg hefi veriS aS hugsa
um þetta sama, en aldrei hefSi eg ímynd-
aS mér aS þú myndir taka það sporiS.
En hvaS eg samgleðst þér aS viS bæði
erum samtaka í þessu.”
MaSur þessi fór og keypti sér biblíu
í staSinn fyrir Whiskey flösku og næsta
morgun safnaSi hann hinum litlu börn-
um kring um sig, las kafla úr ritningunni
og krupu hjónin og öll börnin á kné og
gjörSu bæn sína til GuSs í nafni hans,
sem kom í heiminn til að frelsa synduga
menn. Annar 'blær kom yfir þaS heimili.
Nú ríkti friSur, samlyndi og góðvild.
Frelsarinn skipaSi nú öndvegi hjartna
hjónanna og barnanna.
Eftir dálítinn tíma byrjaSi vertíðin og
þá varS þessi maSur aS fara út í NorSur-
sjóinn til aS veiSa. En af því að hann
hafSi verið svo mikill drykkjumaSur
voru svo aS segja engir peningar eftir á
heimilinu um það leyti og hann var aS
leggja af staS. Og af því aS hann hafSi
lifaS óreglulífi, hafði hann ekkert láns-
traust í bænum. Hann sagSi þess vegna
viS konu sína um JeiS og hann kvaddi
hana: ‘Eg veit mjög vel að þaS er lítiS
eftir af matvælum og peningum í hús-
inu, en eg vona aS sá Guð, sem viS nú er-
um farin aS þjóna, sendi mér mikinn afla
áSur en langt líður og aS eg innan
harla skamms geti snúiS skipinu heim-
leiSis og veitt ykkur alt, sem þiS þurfiS
meS.”.
“Jlá,” segir konan, “eg er viss um að
GuS mun hjálpa okkur og eg er ekki það
minsta áhyggjufull út úr þessu.”
En vegir GuSs eru ekk vorir vegir, og
hugsanir hans eru ekki vorar hugsanir.
MaSurinn hrepti vont veSur og skipið
velktist lengi i sjónum án þess aS geta
fengiS afla.
Einn morgun vaknaSi móSirin og
fer fram í eldhús, opnar skápinn og lítur
inn, en þar er ekki matarbiti eftir handa
börnunum. HiS sanna móSurhjarta er
viðkvæmt og hún fór að gráta viS hugs-
unina um hvað henda myndi þegar litlu
angarnir fimm fóru aS kalla eftir brauði.
Eftir ofurlitla stund kom elzta stúlkan
sem Lizzie hét og um þær mundir var
tólf ára gömul. MeS sínum stóru, bláu
augum leit hún inn í andlit móSur sinnar
'Og spurSi hana: “Mamma, hvers vegna
grætur þú?” MóSirin svaraSi: “Eg hefi
ekkert brauS handa ykkur.” — “En,”
sagSi Lizzie, ‘viS höfum enn ekki beSið
Jesúm um daglegt brauð.” Þegar móðir-