Stjarnan - 01.04.1927, Qupperneq 16

Stjarnan - 01.04.1927, Qupperneq 16
Hvernig maður getur yfirbugað óvin sinn. Margrét stótS reiÖubúin til að fara á skóla, en hikandi snéri hún sér aÖ móður sinni, sem stóð hjá glugganum. “Eg vildi óska,” sagði hún, “að Lísa Alm væri ekki í sama húsi og viÖ. Hún húðskammar mig alla tíö og hendir mold á mig, þegar eg er úti.” “HvaS gjörir þú þá? Hagar þú þér eins gagnvart henni?” Margrét svaraði ekki mömmu sinni einu orði. Hún vissi að hún hefði ekki getaö sagt nei og ekki heldur kunni hún við aS svára því ját- andi. Og ef þér geðjast ekki Lísa,” hélt móÖirin áfram, “þá reynir þú auð- vitaS að vera góð viS hana. Reyndu að umgangast hana dálítið öðruvísi.” “Á hvaða hátt á eg að reyna fyrst hún ekki vill aö eg sé góð við hana ?” Móðirin fór að vefja silkipappír utan um girnilega eplaköku og um leið og hún talaði lét hún hana i hönd Margrétar. “Þú verður aS muna eftir því að Lísa á enga móður og það getur vel skeð að frænka hennar kæri sig ekki um aö gjöra henni lífið mjög þægi- legt. Þegar þú hittir hana skaltu 'brosa til hennar eins og hún væri bezta vinstúlka þín. GefSu henni svo þessa eplaköku og segðu við hana, að mamma þín héldi að henni myndi geSjast það að fá hana í morgunverð.” Margrét var glöð yfir því að fá tækifæri til að blíðka Lísu og koma henni til að hætta ofsóknum sínum. Þegar hún eftir ofurlitla stund hitti Lísu á strætinu, ákvað hún í þetta sinn að fylgja ráðleggingu móður sinn- ar. En ákvörðun hennar var svO' að segja að verða að engu, þegar Eisa mætti henni með því að gretta sig framan í hana., “Góðan daginn, Lísa,” sagði hún og brosti til hennar. Lísa ansaði engu orði heldur tók hún upp moldarkökk,. sem hún henti í andlit Margrétar. Þetta var erfið reynsla og aumingja Margrét fann hvernig það ólgaði í brjósti hennar. Hún þurkaði sig um andlitið og ætlaði sér að endurgjalda henni það, en þá kom hún auga á móður sína í glugg- anum. Svo opnaði hún askinn, tók kökuna fram og gaf Lísu hana. “Gjörðu svo vel, Lísa,” sagði hún með stillingu og eins vingjarnlega og henni var mögulegt. “Hér er eitthvað, sem mamma hefir sent þér. Hún hélt að þér myndi geðjast þetta.” , Lísa blóðroðnaði í framan og dró höndina til sín eins og hún hefði orðið hrædd við að þiggja gjöfina. “Þú þarft ekki að vera hrædd við það, því að það er mjög gott,’'’ sagði Margrét. Eyrst gat Lísa varla trúað því, að það væri til hennar, en hún þáði bað og fór afsíðis, því að hún skammaðist sín meir og meir. Eftir ofur- litla stund kom hún aftur og fór að ganga við hlið Margrétar. “Meiddi það þig, Margrét?” spurði hún. ‘Eg ætla aldrei að henda neinum moldarkökkum í þig oftar.” Það var alt sem hún gat sagt. “Hugsa þú ekki meir um það, Lísa,” sagði Margrét. “Eg hefi einnig oftar en einu sinni gjört þér rangt til. En nú ætlum við aldrei að gjöra hvor annari neitt ilt oftar. Ætlum við ?” “Nei, aldrei,” sagði Lísa. “Eg hefi aldrei fengið eplaköku síðan mamma dó og mér líkar hún svo vel.” Það er ritningarorð sem segir: “Lát ekki hið vonda yfirbuga þig heldur sigra þú ilt með góðu.”

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.