Stjarnan - 01.04.1927, Síða 4

Stjarnan - 01.04.1927, Síða 4
5^ STJARNAN á himnum; og þá munu allar kynkvíslir jarÖarinnar kveina, og þær munu sjá manns-soninn komandi á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð.” Matt. 24:30. “En er manns-sonurinn kemur í dýrð sinni og allir englarnir með honum, þá mun hann setjast í hásæti dýrhar sinn- ar.” Matt. 25:31. Næst skulum vér athuga fáeina ritn- ingarstaði, þar sem Jesús er nefndur Sonur Guðs. Guðs sonur. Markús ibyrjar guðspjall sitt á þessa leið: “Upphaf fagnaðarboðskaparins um Jesúm Krist, Guðs Son.” Mark. 1 :i. Vitnisburður engilsins, sem kunngjörði Maríu mey að hún myndi verSa móðir Frelsarans, er á þessa leið: “Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins Kæsta mun yfirskyggja þig, fyrir því mun og það, sem fæðist, veröa kallaS heilagt, Sonur Guð$.” Lúk. 1:35. Allir 'kunna hið unaðsfagra vers: “Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingethm, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.” Jóh. 3:16. Skulum vér þar næst sjá hvað Páll postuli segir um þetta atriði: “Páll, þjónn Jesú Krists, kallaöur til postula, kjörinn til að boða fagnaðarer- indi Guðs, sem hann áður gaf fyrirheit um fyrir munn spámanna sinna í helgum ritningum, um soninn hans, sem að hold- inu er fæddur af kyni Davíðs, en að anda heilagleikans' er kröftuglega auglýstur að vera Sonur Guðs fyrir upprisu frá dauð- um, —• um Jesúm Krist, Brottin vorn.” Póm. 1 :i-4. Kriptur er einnig Guð. “f upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði, og orðlð var Guð.” Jóh. 1:1. Til þess að ganga úr skugga um að Jó- hannes á við Krist í ofannefndri ritning- argrein, tilfærum vér í þessu sambandi 14. versið í þessum sama kapítula, þar sem vér lesum: “Og orðið varð hold — og hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýr<5 sem eingetins Sonar frá Föður.” Jóh. 1 :i4. Svo vér sjáum af þessu að oröið, sem í upphafi var Guð, varð hold og bjó með oss; því að enginn annar hefir kom- ið frá föðurnum, til að dvelja með oss. En nú getur einhver efasemdarmaSur sagt sem svo: Þetta er einungis vitnis- burður Jóhannesar og hvað vissi hann meir um þetta atriði en þú og eg. Vér verðum þessvegna að sjá hvað Eaðirinn sjálfur segir um Son sinn; því að hann ætti að vita hvað sonur hans er. Vitnis- burður hans um Soninn hljóðar þannig: “!Hásæti þitt, ó Guð, er um aldir alda, og sproti réttvísinnar er sproti ríkis þíns.” Heb. 1:8. Þegar faðirinn lýsir því yfir að Sonur- inn sé Guð, þá ætti hver maður að taka ofan og segja amen. Hve hræðilegt er það ekki að setja sig upp á móti hinum almáttuga Guði og neita þvi, sem hann staðhæfir. Kristur varð maður. En nú er Kristur einnig nefndur mað- ur. Og skulum vér líta á tvær ritningar- greinar, þar sem biblían nefnir hann mann. Þegar Páll postuli stendur á Areópagusar hæðinni i AþenUborg og reynir að sannfæra hina grísku heim- spekinga um að Jesús sé Erelsari heims- ins og dómari allra manna, kemst hann þannig að orði: “Með þvi hann [Guð] hefir ákveöið dag, á hverjum hann mun láta mann, sem hann hefir fyrirhugað, dæma heims- bygðina með réttvisi, og hefir hann veitt öllum fullvissu um þaö, me<5 því að hann reisti hann frá dauðum.” Postulas. 17:31. ‘Og enn framar lesum vér:— “Þvi að einn er Guð, einn er meðal- gangarinn milli Guðs og manna, maður- inn Kristur Jesús.” 1. Tím. 2:5.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.