Stjarnan - 01.04.1927, Side 8

Stjarnan - 01.04.1927, Side 8
56 STJARNAN Skipstjórinn fór einu sinni enn ofan í lestina til a8 gá a8. Eftir ofurlitla stund kom hann aftur. í annaÖ sinn kallaSi hann alla hásetana til sín. Hann skýrði þeirn frá a8 eftir útreikningum hans mundi skipiS liggja í marabotni eftir tiu klukkustundir ef innstreymiS í stóra gat- inu stöÖvaðist ekki fljótlega. Hann sýndi þeim fram á einu sinni enn aS þaS væri algjörlega ómögulegt aS halda skip- inu ofan sjávar nema einhver gæfi sig fram til að láta líf sitt fyrir hina. Eftir áskorun hans var dauðaþögn í hópnum. Allir horfðu niSur á þilfarið. Alt í einu gengur ungur myndarlegur maður fram úr þrönginni og segir við skipstjórann: “Faðir, eg vil fara.” — Skipstjórinn hop- aði á hæl. Við þessu hafði hann aldrei búist. Ungi maSurinn, sem gaf sig fram var einkasonur hans. Og nú varS hann aS láta hann fara í dauðans gin, til að frelsa alt hitt fólkið, sem á skipinu var. HvaS ætti skipstjórinn að segja móður piltsins', ef hann skyldi koma heill á húfi úr þessari ferð og kæmi ekki heim með ljúfling hennar? Skipstjórinn var á báð- um áttum. Hjarta harls snérist í brjóst- inu af kvölum út úr þessu. En sonurinn gekk fram, lagði hendur um háls föður síns og sagSi: “EaSir, eg er fús til að fara.” Hann kysti föður sinn, kvaddi hann og baS hann að bera mömmu sinni kveðjuna hinztu. Að því búnu rétti hann höndina öllum skipverjunum, gekk hröS- um skrefum að stórlúgunni, hljóp ofan stigann, steypti sér út í vellandi vatn, dýfði undir og synti eins og selur að gat- inu, þar sem hann stakk armlegg sínum í gegn upp að öxl, krepti armlegginn út- byrðis og fórnaði lífi sínu. Næsta dag sigldi skipiS inn á höfn á vesturströnd írlands og hafSi öllum á því verið bjargað fyrir fórn þessa unga manns. Til minnis um þetta mikla afreks- verk stendur nú stór bautarsteinn viS innsiglinguna. Þegar leki kom að þessum heimi í þeim uppreistarstormi, sem skall á og ætlaði sér að ónýta lögmál Guðs og stjórn, þá kallaði Faðirinn á sjálfboða og Kri’stur gekk fram og sagði: “Faðir, eg er fús til að fara að leita að hinu týnda, til þess að írelsa þaS; já, eg er fús til að leggja líf mitt í sölurnar til að endurleysa hið fallna mannkyn.” — ÞaS kostaði hinn elskuríka himna föður mikið að láta ein- getinn soninn sinn fara, en það var eng- in önnur leið til aS hefða réttlæti Guðs í augum alheimsins. Jesús kom sem maður til sinna [mannanna], en hans eigin með- tóku hann þó eigi. \ inur, hvar stendur þú í þeim málum? Þegar Jesús drepur á dyr hjarta þíns, lýkur þú þá upp fyrir honum og af öllum huga veitir honum viðtökur sem persónulegum Frlsara frá synd núna? Enginn sem hefir veitt hon- um viðtöku í trú og fullu trausti, hefir nokkurn tíma orSið fyrir vonbrigðum. Skulum vér nota annað dæmi til að sanna þetta. FrelsaXinn bænheyrir. Fyrir nokkrum árum var ritstjóri Stjörnunnar í Norðurálfunni, þar sem hann sat stórt kirkjuþing eða ráSstefnu. Á þessa ráðstefnu komu fulltrúar úr mörgum löndum og meSal þeirra var maður, sem kom frá Englandi. Hann sagSi oss sögu, sem gjörðist í Wight eyj- unni, er liggur í Ermasundinu. Þar er unaðsfagurt og Victoria drotning reisti sumarhöll sína þar. Skamt frá höllinni var mikil sjávarútgerð og var oft og tiS- um svallsamt milli sjómannanna þar í bænum. En inn x þann bæ fór einn trú- bróðir vor, reisti stórt tjald og auglýsti bi'blíufyrirlestra. Fólkið streymdi hópum saman til að hlusta á þennan mann, sem virtist kunna ritninguna utanbókar. MeS- al þeirra, sem komu voru ung hjón. MaS- urinn var skipstjóri á fiskiskipi, en hafði í fleiri ár veidð hinn mesti drykkjurútur og þegar hann varð drukkinn var hann mjög ofsafenginn. Hann barði bæði konu og börn og mölbraut húsgögn. Þegar hann kom heim x því ástandi, fóru börnin

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.