Stjarnan - 01.04.1927, Qupperneq 14

Stjarnan - 01.04.1927, Qupperneq 14
62 STJARNAN 1 y “Pabbi, finst þér þaÖ sæma kristnum manni aS tyggja tóbak?” “Þvi ekki, eg hefi tuggiÖ tóbak alla æfi mina, og aldrei orðið var við aö það skaöi kristindóm minn á nokkurn eg.” “Er tóbaksnautn hreinleg?” “Ó, ekki er hún það nú reyndar, en hvað hefir það að gjöra við kristindóm minn? Jafnvel presturinn okkar reykir.” “Já, veit eg vel, en ef tóbaksnautnin er óhrein, þá mundi það ekki réttlæta hana, þótt jafnvel allir prestar notuðu tóbak, eða finst þér það? Alt sem á einhvem veg skaSar likama mannsins, gjörir hann ófærari til að þjóna Guði réttilega.” ‘‘En, dóttir góð, þú veist mjög vel ab líkami mannsins er ekki sál hans. Þótt tóbaksnautn min óhreinki munninn ofur- lítið, þá saugrar hún ekki sálu mína. ÞaS getur þú skilið, ekki satt?” “Nei, pabbi, það er einmitt þetta sem egekki skil. Eg heyrði þig oft segja þetta sama áður en eg fór til skólans, og þótt eg aldrei gæti séð að sú ályktun væri bygð á neinu, þá viSurkendi eg hana að- eins vegna þess að það voru þín orð. En er eg nú hefi lesiS biblíuna, og fengiS fullkomnari þekkingu á Guðs undursam- legu ráðstöfun með sköpun vora og end- ttrlausn, þá kemur mér ekki til hugar eitt augnablik, að þessi skoðun þín sé rétt. Þótt mamma haldi að eg sé eitthvað geggjuS, og séra Dickson sé henni þar sammála, þá tel eg mig mjög sæla, að hafa fengið aS þekkja hinn undursam- lega sannleika viðvíkjandi lífi mínu og ykkar, sem þiS einnig ættuS að þekkja og mundi vissulega gjöra ykkur ham- ingjusöm. Viltu gefa mér tækifæri á morgun til að nota nýju bibliuna mína og lesa fyrir ykkur um þetta atriði?” “Vissulega dóttir góð. Eg er tilbúin hvenær sem þú vilt.” Þegar Ella var farin og þau voru ein eftir, sagði herra Samson við konu sína: “Hlún er sannarlega heilmikill prédikari, eða finst þér ekki? Eg hélt samt ekki aS hún mundi byrja á mér. Mig undrar hvað hún ætlar aS segja um þetta. Mér skal þykja gaman að heyra hana ræða þetta við séra Dickson. Eg hugsa aS hann fari enga frægSarför til hennar.” “Já, veistu hvað, Jakob, að ef Ella get- ur fundið eitthvað í biblíunni, sem fær þig til að hætta við þína ógeSslegu tó- baksnautn, þá skal mér þykja verulega vænt um. Þú ættir aS hætta við tóbakið og það ætti vissulega séra Dickson aS gjöra líka. Eg var mjög hrifin af því sem Ella sagði í kvöld. ÞaS var sannar- lega ekkert líkt því sem kæmi það frá geggjaðri maneskju, það skal eg kannast við. Eg er einnig forvitin um, hvaS hún muni segja. Það er bezt að við tölum við séra Dickson snemma á morgun og fáum að vita hvort hann vill koma. — Frh. Indíáninn sem leitaði að Guði. Kveldsólin stafaSi geislum sínum yfir hin miklu vötn í Norður-Ameríku og einnig inn á milli trjánna í hinum þögulu skógum. Trúfastur sendiboSi Drottins s'em hafði fariS út til hinna fáu Indíána, sem ennþá voru við veiði, hvildi sig á bakka hins mikla stöSuvatns eftir langa og erfiða göngu. Hann hélt að hann væri einn með Guði sínum. Þegar hann reis á fætur og ætlaði aS halda af stað, kom hann auga á einhvern, sem stóð kyrr og hreyfingarlaus, mann, sem halIaSi sér að boga sínum. “Bíður þú eftir einhverjum?” spurSi kristniboSinn, sem í þes'sum hrausta veiðimanni kannaðist við emn af hinum ■voldugustu Indiána höfðingjum. “Eg er að leita aS hinum mikla Anda, en æ, hann felur sig fyrir mér,” svaraði Indíáninn klökkur. “Eg reyni að finna hann við vatniS. I nótt leitaSi eg hans í dalnum hjá fljótinu og þar næst leitaði eg hans' úti á sléttlendinu. Eg hefi hróp- aS til hans. Eg hefi beðið hann um að færa mér Ijós í því mikla myrkri, sem umgefur mig, en hann svarar mér ekki. Hann kærir sig ekki um mig.”

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.