Stjarnan - 01.04.1927, Qupperneq 6

Stjarnan - 01.04.1927, Qupperneq 6
54 STJARNAN nú þjónar sem æÖstiprestur vor og meS- algangari milli hins fallna mannkyns og hins réttláta GuSs. Guð hefðar réttlæti sitt. HVaÖ lærum vér nú á öllu þessu? Hvers vegna þurfti Jesús aÖ koma hing- aÖ til jarÖarinnar? Héfði almáttugur GuÖ ekki getað frelsað mannkynið á ann- an hátt og samt hefðað réttlæti sitt? Nei, hinn mikli svikari hafði reynt að telja öllum í'búum hins mikla alheims trú um að Guð væri ekki sanngjarn og réttlátur. Og varð Guð þess vegna “að senda sinn eingetinn son í líkingu syndugs holds og vegna syndarinnar fyrirdæmdi syndina í holdinu.” Róm. 8:3- Maðurinn gat ekki i sínu synduga ástandi haldið hið heilaga lögmál Guðs af eigin rammleik; “því að hyggja holdsins er fjandskapur gegn Guði, meö því að hún lýtur ekki lögmáli GuSs, enda getur hún það ekki. Róm. 8 :y. Mannkyninu var þörf á hjálp og hinn elskuríki FaSir sendi oss þá beztu hjálp, sem himininn átti val á. Og hinn undra verði boðskapur um kærleika Guðs og þá hjálp, sem Kristur hefir veitt oss, til þess að vér fyrir aðstoS hans getum mætt kröfu hins órjúfanlega lögmáls Guðs, er nefndur fagnaðarerindið. Það er þess vegna engin furða þó að Páll postuli játi: “Því eg fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið, því að það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim, er trú- ir.” Róm. i :i6. En gallinn er sá að menn trúa ekki þessu og fara þess vegna á mis við þá blessun að hafa lifandi sam- band við þann Guð, sem sendi Son sinn í heiminn, til þess að geta rétt oss aum- ingja týndum sonum og dætrum hjálpar- hönd i þeim tilgangi að innlima oss í hina himnesku f jölskyldu og gjöra oss að erfingjum eilífs lífs ; því að vér lesum :— “Þar s'em nú börnin eiga hlut í holdi og blóði, þá hefir hann og sjálfur fengið hlutdeild í því mjög svo á sama hátt, til þess að hann fyrir dauðann gæti að engu gjört þann, sem hefir mátt dauðans, það er að segja djöfulinn, og elskað alla þá, sem af ótta við dauðann voru undir þrælkun seldir alla sína æfi. Því að víst er um það, að ekki tekur hann að sérj englana, en hann tekur að sér afsprengi Abrahams. Því var það að hann í öllum greinum átti að vera líkur bræðrunum, til þess að hann yrði miskunnsamur og trúr æðsti prestur í þjónustu fyrir Guði, til þess að friðþægja fyrir syndir lýðsins. Því að með því að hann hefir liðið, þar sem hans sjálfs var freistað, er hann fær um að fulltingja þeim, er verða fyrir freistingu.” Hteb. 2 :i4-i8. Látum oss einnig í þessu sambandi lesa eftirfarandi vers:— “Er vér höfum mikinn æðsta prest, sem farið hefir í gegnum himnana, Jesúm Guðs son, þá höldum fast við játninguna. Því að ekki höfum vér þann æðsta prest, er eigi getur séð aumur á veikleika vor- um, heldur þann, s'em freistað var á all- an hátt eins og vor, án syndar. Göngum því með djörfung aö hásæti náðarinnar, til þess að vér öðlumst miskunn og hljót- um náð til hjálpar á hagkvæmum tíma.” Heb. 4:14-16. , Vér förum nú að skilja að Jesús er eina veran í alheiminum, sem getur verið meðalgangari milli Guðs og manna; því að hann er bæði Guð og maður í senn. Þegar hann snýr sér aö manninum, til þess að rétta honum hjálparhönd; þá er hann eitt með honum, því að hann hefir verið hér á jörðunni, sem maður meðal manna og gengið í gegn um allar raunir hins jarðneska lífs. Hans var freistað á allan hátt þó án syndar. Hann skilur þær kringumstæður, sem vér erum í, og breiskleika vorn, þess vegna getur hann séð aumur á veikleika vorum. Hann er meir en fús til að rétta þér og mér hjálp- arhönd, þegar vér köllum til hans frá djúpi hjartna vorra. En þegar hann snýr sér að Föðurnum í hinum himneska helgidómi, til þess að tala máli syndarans, þá er hann eitt með Föðurnum. “Enginn hefir nokkurn tima

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.