Stjarnan - 01.08.1928, Qupperneq 3
STJARNAN
Þegar maÖur virðir fyrir sér þess
konar innborna menn, getur maÖur þá
efast um aÖ kristniboðið borgi sig?
Og ætti ekki maður, sem hefir verið
leystur úr fjötrum heiðindómsins, að
kveikja löngun í oss til að reyna að
H5
hjálpa hinum mörgu þúsundum manna,
sem bíða eftir að verða leystir fjötrum
syndarinnar.
Bougainville, Solomon eyjarnar.
R. H. Tutty.
Hversvegna vér höfum kristniboð,
Á þessum efasemda- og léttúðartím-
um er það ekki einungis alment að menn
gagnrýni Ritninguna og kenningar henn-
ar; heldur eru þeir orðnir margir, sem
halda því á lofti að tími sé kominn, þeg-
ar kirkjan ætti að minsta kosti að hafa
minna um sig á kristniboðssviðinu með-
a! heiðingja og þeirra þjóða, sem ekki
kannast við Krist sem Frelsara, ef hún
leggi það verk ekki algjörlega niður.
Það er auðskilið að á þessum gáleysis
timum eru margir, sem ekki hafa nokkra
hugmynd um hinn eiginlega tilgang heið-
ingja-kristniboðsins. Vér ætlum þess
vegna í þessu sérnúmeri Stjörnunnar
aö rita dálítið um þetta atriði og koma
með nokkrar athugasemdir, sem vér von-
um að betur muni skýra fyrir lesend-
urna það verk, sem nú er að gjörast, og
þörfina á kristniboðssviðinu ásamt kall-
inu til starfa í öllum löndum. Hinar
goðu ástæður kirkjunnar fyrir kristni-
boðsstarfi verða ætíð: Áfram, ávalt á-
fram! Ekkert hik! Engin tilslökun !
Eg hefi haft þau forréttindi að starfa
sem kristniboði bæði meðal heiðingja og
í heimalandi mínu. Eg veit einnig hvað
það er að leggja þetta mikla verk fram
fyrir fólkið í heimalöndunum og leita
hiálpar hjá því til að flýta fyrir verkinu
á kristniboðssviðinu. í menningarlönd-
unum þar sem tækifærin eru svo mörg,
geta menn notið gæða lífsins. Þar er
tiltölulega auðvelt að ryðja sér braut til
farsældar og hin mörgu þægindi bera
pessir, einu sinni svo viltu Indiánar kœra sig ekki meira um bjórtrog Innborinn kristniboði i Solomon eyjun
sin eftir að hafa heyrt fagnaðarerindið. “Við vitum nú að það er rangt um á leið til a,ð kunngjöra fagnaðar'
að drekka sig fulla,” segja þeir. erindið meðal mannœtna.