Stjarnan - 01.08.1928, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.08.1928, Blaðsíða 7
STJARNAN 119 arstaðar í þessu blaði er sagt frá kristni- boðsskólum, þar sem margar þúsundir ungra manna og kvenna búa sig undir að taka þátt í þessu háleita starfi. Ár- lega fara margir þeirra út á kristniboðs- sviðið. Árið 1927 sendi kristniboðs- stjórnin út 184 nýja kristniboða. Voru það menn og konur til að fylla allskon- ar stöður sem læknar, hjúkrunarkonur og prédikarar og gengur hið sameinaða starf þeirra út á það að benda áhyggju- fullum og syndumspiltum sálum á hann, sem sagði: “Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og eg mun veita yður hvíld.” Meðal þeirra voru einnig kennarar, sem ekki einungis hafa það fyrir augum að þroska huga unglinganna, heldur og að ummynda hjartað eftir hinni guðdómlegu mynd. Markmið þeirra allra er hið sama: að koma mönnum í skilning um að nauð- synlegt er að veita náð Krists viðtöku, til þess að hún geti breytt hjartanu og endurnýjað það og á þann hátt lært að lifa kristilegu lífi. Ungt fólk er fúst til að fara. Það er skemtilegt verk að hafa með útsendingu ungra manna og kvenna til þess háleita verks. Alúð þeirra og fús- leiki er ríkuleg sönun fyrir ósérplægni og sjálfsfórn þeirra í þessu göfuga starfi. Hin árlega útsending þessara boðbera fagnaðarerindisins og viðhald þess verks skapar hérna heima hjá oss nýjar kröf- ur. Þetta árlega kristniboðsnúmer Stjörnunnar verður lesendunum sent með bæn til Guðs um að Andi hans megi verka á hjörtu þeirra, er lesa þessar frá- sagnir, til að virða mikils þau tækifæri, sem þeim þannig eru gefin á þessu sviði, og með fúsu geði láta skerf sinn af hendi rakna, til þess að söfnunin fyrir fram- hald starfsins i hinum þurfandi heið- ingjalöndum verði meiri en hún nokk- urn tíma hefir verið. C. K. Meyers. Kristniboðsskólar. í kristniboðsskólum vorum í Afríku, á Indlandi, í Suður-Ameríku, á Suður- hafseyjunum, Filippuseyjunum, í Kína og Japan veitum vér daglega tuttugu þúsundum heiðingja kristilega tilsögn og frá þessum skólum skín ljós fagnaSar- erindisins inn á mörg þúsund heimili, þar sem menn hafa áður setið í andlegu myrkri. Kristniboðsskólarnir eru fyrir- taks stofnanir til að kunngjöra þeim miljónum manna fagnaðarerindi Krists, sem enn sitja i dimmu heiðindómsins. í sumum löndum eru þessir skólar hinar emu stofanir, sem vinna sálir fyrir Guð. Hin venjulega aðferð vor er þessi að stofnsetja skóla hjá þeim kristniboðs- stöðvum, þar sem hvítir menn eru for- stöðumenn ,til þess að menta innborna kennara, sem þar næst verða sendir út til að mynda útibússkóla í nærliggjandi héruðum. Á þann hátt fær hinn inn- borni kristilega mentun, sem gjörir hann færan um að fræða landa sína á þeirra eigin máli um hinn sanna Guð. Á þann hátt fáum vér ekki einuhgís fljótlega stóran hóp af innfæddum kristniboðum, heldur sýnir reynslan oss að þetta er ó- dýrasti vegurinn til að kunngjöra fagn- aðarerindið á í hinum fjarlægustu lönd- um. W. B- Howell. Barnaskóli, sem vér höfum stofnsett meBal hinna vanræktu fátœklinga, sern búa í fjöllunum i Norður- Carolina.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.