Stjarnan - 01.03.1932, Page 16
Hvers vegna réðuát Japanar á Kína?
Meðan menningarþjóðirnar sendu fulltrúa sína til Svisslands til aö ljósta upp
friÖarópi, og ef mögulegt væri, syngja herminkunar sálminn einu sinni enn, fóru
Japanar, eftir a'Ö hafa barist um tíma í Manchuria, a'Ö rá'Öast á hina miklu sjávar-
og verzlunarborg, Shanghai, í Kína. Þeir skutu fyrst á víggirðingar hennar, því
næst á kínverska hverfi borgarinnar, þar sem þeir myrtu fleiri en þúsund konur
og börn svo aS segja á einum degi, siÖan hafa þeir gjört miklar skemdir á eignum
útlendinga, sér í lagi Ameríkumanna, sem þeir hata rneir en hinar þjóÖirnar.
Bretar, Ameríkumenn, Frakkar og ítalir, hafa þegar sent þangað mörg herskip og
hafa þegar þetta er ritaÖ komið á land tíu þúsundum hermanna, til þess að vernda
líf og eignir landa sinna. Margir eru þeir, sem nú vilja vita hvers vegna Japanar
alt í einu og svo að segja fyrirvaralaust fóru að ráðast á þessa stórborg. Kínverjar
hættu árið 1930 að verzla viö Japana og nú ætla Japanar með herafli að þvinga
Kínverja til að fara að verzla við þá aftur. En hver var nú ástæðan til þess að
Kínverjar hættu allri verzlun við Japan. Þannig er mál með vexti: Rússar hafa
nú í heilan áratug reynt að ná töglum og högldum í Kína. Þeir hafa þýtt flest
Bolsa-ritin sín á kínverska tungu og þau gjörð svo einföld og skiljanleg, að bændur
og hermenn geta haft full not af þeim. Margir Rússar gengu einnig í þjónustu
kínversku stjórnarinnar, sér í lagi þeirrar, sem mynduð var af stríðshöfðingjunum
norðan úr Manchuria. Á þann hátt héldu Bolsarnir á Rússlandi að þeir gætu náð
tökum á hinu mikla Kínaveldi. Þeir sendu flugvélar á undan hinum sigursælu
herflokkum í hinu mikla innbyrðis stríði Kínverja og létu rigna úr loftinu mörgum
tonnum af Bolshevika bókum og ritum yfir stórborgirnar, sem herflokkarnir mundu
fara inn í. Þannig snerust kínverskir hermenn svo þúsundum skifti til bolshevism-
ans og urðu hlyntir Rússum, en á sama tíma fóru þeir að hata Japana og vildu helzt
engin mök eiga við þá.
Nú hafa Japanar í mörg ár reynt að finna lönd, sem vildu veita viðtöku þeim
mönnum þeirra, er eigi geta fengið bújarðir í ættlandi sínu, þar sem þegar fyrir
löngu er orðið alt of þröngt um þann mikla mannfjölda, er heima á í japönsku
eyjunum. En fáar eru þær þjóðir, sem vilja opna dyr sínar fyrir þeim mönnum.
En land verða þeir að útvega sér einhversstaðar, þess vegna vilja þeir nú sölsa
undir sið Manchuria og Mongolia. Þar að auki hafa japánskir stjórnmálamenn og
ritstjórar látið í veðri vaka að þeir ætli aö taka Kínaveldið og nota hinar fimm
hundruð miljónir manna þess sem stríðsfák, til að sölsa undir sig Norður-Ame-
ríku. En þeim leizt nú ekki lengur á blikuna, því að þeir voru farnir að verða
hræddir um að Rússar myndu verða fyrri til að klófesta Kína með brögðum sínum.
Þess vegna var það að þeir fóru alt í einu að ráðast á Shanghai, til þess að vera
vissir um herfang sitt; en svo kornu undir eins hinar ruddalegu hvítu þjóðir og
skárust í leikinn og nú verður hið mikla spursmál þetta: Hvaða þjóð mun ná hinu
mikla Kínaveldi undir sig, Rússar eða Japanar? Þegar hið síðasta stríð—Harma-
gedón stríðið— milli gula og hvíta kynflokksins skellur á, lítur út eins og Rússar
muni fara með gula kynflokknum á móti þeim hvíta, því að vér lesum: “Manns-
son, snú þér gegn Góg í Magóg landi, höfðingja yfir Rós, Mesek og Túbal, spá
gegn honum og seg: Svo segir Herrann Drottinn : Eg skal finna þig.og leiða
þig út, ásamt öllu herliði þínu...... Persar, Blálendingar og Pútmenn eru í för
með þeim......Margar þjóðir eru í för með þér. .. .og ver þú yfirmaður þeirra.”
Esk. 38:1-7. D.G.