Fréttablaðið - 28.01.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.01.2019, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Þetta voru með sanni erfiðir tímar og engin ástæða er til að réttlæta það versta sem þá var gert. Framvegis borga foreldrar bara náms- gjald fyrir eitt barna sinna. Það er stefna meirihluta Samfylkingarinnar, Við-reisnar, Pírata og Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur að búa vel að barnafólki í Reykjavík. Nýr samanburður Alþýðusambands Íslands á leik- skólagjöldum milli sveitarfélaga staðfestir sterka stöðu borgarinnar en þar kemur fram að hvergi á landinu borga foreldrar leikskólabarna lægri leikskólagjöld en í Reykjavík. En þrátt fyrir lækkun gjaldanna á undanförn- um árum hafa framlögin til leikskólamála í Reykjavík ekki minnkað. Þvert á móti hafa þau aukist verulega eða um vel á annan milljarð króna á undanförnum miss- erum. Þar munar mestu um fjölmargar aðgerðir til að bæta vinnuumhverfi starfsfólks og barna í leikskólum. Því til viðbótar hefur fjármagn til reglulegs viðhalds og endurbóta á húsnæði leik- og grunnskóla tvöfaldast. Þá tóku gildi um áramót aðgerðir til að efla dagforeldra- kerfið, m.a. með hærri niðurgreiðslum, stofnstyrkjum og námsstyrkjum. Fram undan er aukin þjónusta við ungbarnafjöl- skyldur með fjölgun leikskólarýma á næstu fimm árum þar sem byggðir verða fimm nýir leikskólar, reistar viðbyggingar við starfandi leikskóla og opnaðar nýjar leikskóladeildir við nokkra af eftirsóttustu leikskólum borgarinnar. Þá fjölgar ungbarnadeildum um sjö á ári þar til allir borgarreknir leikskólar með fjórar deildir eða fleiri skarta sérútbúnum ungbarnadeildum með hita í gólfum, nýjum leikföngum, leikrými og útisvæði sem sniðið er að þörfum barna á öðru aldursári. Nýjasta aðgerðin í þágu barnafjölskyldna í Reykjavík tók gildi nú um áramót en þá hækkuðu systkinaafslættir verulega þannig að framvegis borga barnafjölskyldur einungis námsgjald fyrir eitt barna sinna en gjaldið fell- ur niður fyrir systkini þess, sem stunda nám í leikskóla eða taka þátt í frístundastarfi grunnskóla borgarinnar. Þessi aðgerð verður kærkomin búbót fyrir barnmargar fjölskyldur í borginni og verður fylgt eftir að tveimur árum liðnum með því að barnmargar fjölskyldur munu mest greiða fæðisgjöld fyrir tvö börn á leik- og grunn- skólaaldri. Markmið borgarinnar og metnaðarmál er að halda áfram að efla faglegt starf leik-, grunnskóla og frístundar, fjölga fagfólki og bæta kjör þess og aðbúnað. Best fyrir barnafólk Skúli Helgason borgarfulltrúi 匀欀漀爀爀椀 攀栀昀 ∠ 䈀氀搀猀栀昀椀 ㄀㈀ ∠ ㄀㄀  刀瘀欀 ∠ 㔀㜀㜀ⴀ㄀㔀㄀㔀 ∠ 眀眀眀⸀猀欀漀爀爀椀⸀椀猀 䔀爀 樀攀瀀瀀椀渀渀 爀愀昀洀愀最渀猀氀愀甀猀 㼀 猀琀愀爀琀 昀礀爀椀爀 樀攀瀀瀀愀渀渀  瘀攀琀甀爀嘀攀氀搀甀 爀甀最最琀 䴀氀甀洀 ∠ 匀欀椀瀀琀甀洀 ∠ 吀爀愀甀猀琀 漀最 昀愀最氀攀最 ︀樀渀甀猀琀愀 Nú þegar tíu ár eru frá því búsáhalda-byltingin náði hámarki er einkenni-legt til þess að vita að hópur fólks skuli líta aftur til þess tíma, barma-fullt af fortíðarþrá. Þarna er um að ræða einstaklinga sem aðhyllast byltingarkenndar stjórnmálaskoðanir og þeir biðu, að hætti róttæklinga, eftirvæntingarfullir eftir byltingunni. Byltingin virtist þó ætla að láta standa á sér. Þegar hún svo loksins kom í formi búsáhalda- byltingarinnar réði þetta fólk sér ekki fyrir gleði. Loksins fékk það sína mótmælafundi og þá af alls kyns tagi, framboðið var nefnilega ansi gott. Baráttu- glaðir foreldrar teymdu jafnvel ung börn sín með á mótmæli í von um að sú lífsreynsla yrði til þess að þau soguðu af ástríðu í sig sannan byltingaranda og yrðu í fyllingu tímans fótgönguliðar vinstri sinn- aðrar róttækni. Svo var byltingin allt í einu búin og þá var nánast eins og ekkert hefði gerst. Vitanlega voru það gríðar- lega sár vonbrigði fyrir þennan hóp sem í huganum gælir enn við það að búsáhaldabyltingin eigi eftir að endurtaka sig. Já, þetta fólk saknar þessa tíma veru- lega heitt. Sjálfu virðist því finnast að það hafi aldrei fengið að njóta sín betur en einmitt þá, þegar það leyfði sér að veita reiðinni útrás án þess að taka tillit til nokkurra annarra en sjálfs sín. Þjóðin var langt frá sínu besta í búsáhalda- byltingunni, eins og stærsti hluti hennar áttar sig á. Blessunarlega verður ekki vart við sérlegan áhuga á því að hverfa aftur til tímans þegar það þótti sjálf- sagt sport að henda eggjum í þinghúsið, veitast að lögreglu, kveikja elda á Austurvelli og fella jólatré. Þetta voru myrkir tímar þegar umburðarlyndi fékk lítið pláss og sérstök tortryggni ríkti í garð þeirra sem taldir voru velefnaðir. Ekki þurfti meira til en að einstaklingur sæist aka dýrum jeppa; hann var sjálf- krafa talinn siðspilltur og gráðugur og sjálfsagt þótti að berja bíl hans að utan, væri þess einhver kostur. Í þessum mánuði eru einmitt liðin tíu ár frá miklum mótmælum við Alþingishúsið og Stjórnar- ráðið. Þá dundaði hópur af herskáu fólki sér við það að berja á rúður þinghússins og grjóti og flöskum var kastað í lögreglumenn. Í Stjórnarráðinu braut óður lýður rúður og starfsfólk varð að forða sér út úr húsinu. Ýmsu lauslegu var kastað í lögreglumenn en sjö þeirra slösuðust þennan sólarhring. Þetta var ekki góður dagur í sögu þjóðarinnar og margir höfðu ástæðu til að skammast sín fyrir framferði sitt, þótt þeir sæju það engan veginn sjálfir. Þetta voru með sanni erfiðir tímar og engin ástæða er til að réttlæta það versta sem þá var gert. Svo sannarlega hefur fólk rétt á að mótmæla af þunga og enginn á að geta tekið þann rétt af því. Það er hins vegar ekkert aðdáunarvert við það þegar fólk breytist í skríl sem æðir áfram í reiði. Það gerðist of oft í búsáhaldabyltingunni. Vissulega er stórfurðu- legt að einhverjir skuli sakna hennar. Hún kenndi okkur einmitt hvernig við eigum ekki að hegða okkur á erfiðum tímum.  Fyrir 10 árum Óvinsælasta trúfélagið Samráð stendur núna yfir um umdeilt þungunarrofs, eða fóstureyðinga, frumvarp heilbrigðisráðherra. Það mun heimila slíkan verknað fram að 22. viku meðgöngu í stað tólftu viku eins og nú er. Frumvarps- drög voru lögð í samráð í sam- ráðsgátt stjórnvalda á síðasta ári og núna gefst fólki kostur á að senda umsögn til Alþingis. Kallað var sérstaklega eftir umsögnum frá trúfélögum og hafa þau undanfarið keppst við að lýsa yfir vanþóknun sinni á frumvarpinu. Eitt skráð trúfélag virðist hins vegar hafa verið skilið út undan og er það félag Zúista. Velferðarnefnd hefur sennilega talið það upptekið við að telja peningana sem það fékk frá ríkinu. Tími vs. peningar Frá því um miðjan desember hefur Hvítbók um framtíðar- sýn fyrir fjármálakerfið verið til umsagnar í samráðsgátt- inni. Sífellt er verið að lengja umsagnarfrestinn þar sem nær enginn hefur sent inn umsögn. Þegar þetta er ritað hafa ellefu aðilar gert slíkt. Á móti hafa 1.215 sent inn hvað þeim finnst um mögulega til- færslu á tímabeltum umhverfis Ísland. Eðlilega hafa landsmenn meiri áhuga á háttatíma heldur en hvert fjármálakerfið stefnir. joli@frettabladid.is 2 8 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 2 8 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :5 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 7 -1 D E 0 2 2 2 7 -1 C A 4 2 2 2 7 -1 B 6 8 2 2 2 7 -1 A 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.