Fréttablaðið - 28.01.2019, Blaðsíða 38
Hjartaheill lítur til
baka með stolti fyrir
hönd kvennanna sem
starfa innan GoRed og
við sem vinnum að
málefnum Hjartaheilla
erum þakklát fyrir sam-
vinnuna við samtökin.
Tíminn er stundum ótrúlega fljótur að líða.Okkur hjá Hjartaheill finnst
örstutt síðan rauðklæddu konurnar
voru að stíga sín fyrstu skref hér
á Íslandi, m.a. með stuðningi og í
samstarfi við Hjartaheill, og hefja
störf að hjartavernd meðal kvenna.
Á sama tíma virðist það býsna
langur tími þegar haft er í huga hver
áhrif þeirra hafa verið á umræðu
um hjarta- og æðasjúkdóma. Vegna
starfa GoRed og áhrifaríkra herferða
þeirra eru konur nú meðvitaðri en
áður um áhættuþætti sem að þeim
snúa. Mikilvægi þess að upplýsa
konur um fyrstu einkenni hjarta- og
æðasjúkdóma verður seint ofmetið
og þar hefur GoRed lagt sitt af
mörkum svo eftir hefur verið tekið.
Hjarta- og æðasjúkdómar eru ein
algengasta dánarorsök kvenna á
Íslandi líkt og annars staðar í heim-
inum. Með forvörnum og fræðslu
má draga verulega úr líkunum á
þessum sjúkdómum.
Hjartaheill lítur til baka með
stolti fyrir hönd kvennanna sem
starfa innan GoRed og við sem
vinnum að málefnum Hjartaheilla
erum þakklát fyrir samvinnuna við
samtökin, enda falla markmið
þeirra í einu og
öllu að starfi
Hjartaheilla
og hafa gert
frá upphafi.
GoRed
fyrir konur
á Íslandi er
samstarfs-
verkefni Hjarta-
verndar, Hjarta-
heilla, Heilaheilla, hjartadeildar
Landspítalans og fagdeildar hjarta-
hjúkrunarfræðinga. Fyrir okkar
leyti hefur það verið heiður að
taka þátt í þessu öfluga samstarfi
sem vonandi á eftir að blómstra
áfram á komandi árum.
Á þessum tímamótum sendum
við GoRed okkar innilegustu
kveðjur með óskum um áfram-
haldandi samstarf og baráttu fyrir
því að draga úr hjarta- og æðasjúk-
dómum á Íslandi. Með samstöðu
höfum við náð miklum árangri og
viljum gera enn betur. – Saman.
Stjórn og starfsfólk Hjartaheilla.
GoRed á
Íslandi 10 ára
Hjartaheill senda árnaðaróskir með
von um áframhaldandi baráttu í að
draga úr hjarta- og æðasjúkdómum.
Hjartadeildin er
stoltur faglegur aðili
að GoRed og hefur tekið
virkan þátt í að efla
vitund almennings á
hjartasjúkdómum hjá
konum.
Hjartadeild Landspítala er eina sérhæfða hjartadeild landsins og á ári hverju
kemur fjöldi nemenda í heil-
brigðisgreinum til starfsnáms þar.
Kennsla nema í heilbrigðisgrein-
um og vísindarannsóknir eru
snar þáttur í starfi deildarinnar
og hún verið mjög vinsæl meðal
nema, enda yfirleitt líf og fjör og
fjölbreytt námstækifæri í boði.
Deildin fékk á dögunum viður-
kenningu fyrir framúrskarandi
námsumhverfi fyrir hjúkrunar-
og sjúkraliðanema. Öll móttaka
nema er vel skipulögð og vand-
lega farið yfir hvers er að vænta á
meðan á námsdvöl stendur, átta
deildarkennarar eru á deildinni
en auk þeirra taka aðrir starfs-
menn virkan þátt í kennslu og
leiðsögn nemanna. Þess má geta
að viðurkenningin var veitt í kjöl-
far þess að menntadeild Land-
spítala gerði hefðbundna könnun
meðal hjúkrunar- og sjúkraliða-
nema til að meta ánægju nem-
enda með námstækifæri, aðstöðu,
móttöku og fleira. Hjartadeildin
fékk mikið hrós fyrir framúr-
skarandi umhverfi, góðan starfs-
anda, fjölbreytt námstækifæri og
áhugasamt starfsfólk.
Hjúkrunarfræðingar og sjúkra-
liðar eru eftirsóttir starfskraftar
og hjartadeildin hefur verið
vinsæll vinnustaður hjá þessum
stéttum enda góður starfsandi
á deildinni, fjölbreyttur starfs-
vettvangur og mikil tækifæri til
faglegrar þróunar. Deildin leggur
mikinn metnað í alla faglega
þróun fyrir hjúkrunarfræðinga
og sjúkraliða og hafa margir
þeirra stundað öfluga símenntun
samhliða starfi á deildinni. Slíkt
eykur ánægju starfsmanna og
eflir faglega vitund þeirra. Margir
hjúkrunarfræðingar á deildinni
hafa stundað eða stunda nú
diplóma- eða meistaranám sem
nýtist vel fyrir frekari faglega
þróun og aukna sérþekkingu
á hjúkrun hjartasjúklinga. Við
kappkostum að sinna hvers kyns
forvörnum og fræðslumálum og
liður í því er að efla þverfaglega
göngudeild fyrir hjartasjúklinga
og auka aðgengi sjúklinga að raf-
rænu fræðsluefni um forvarnir.
Mikil gróska og áhugi er meðal
hjúkrunarfræðinga á hjarta-
deildinni á svokölluðum annars
stigs forvörnum, en það eru þau
inngrip og meðferðir sem notuð
eru til að draga úr frekari fram-
göngu sjúkdóms eftir að hann
hefur verið greindur. Mikilvægt
er að öll meðferð sé markviss og
byggð á sannreyndum vísinda-
legum grunni. Það hefur sýnt sig
að verulegur ávinningur er af því
að beita annars stigs forvörnum
til að fyrirbyggja fyrsta hjartaáfall
eða frekari áföll hjá einstakling-
um sem hafa greinst með hjarta-
sjúkdóm. Þetta felur m.a. í sér
hvatningu til reykleysis, aukinnar
hreyfingar, bætts mataræðis og
streitustjórnunar.
Hjartadeildin er stoltur fag-
legur aðili að GoRed og hefur
tekið virkan þátt í að efla vitund
almennings á hjartasjúkdómum
hjá konum. Við óskum okkur
öllum til hamingju með árin tíu
og höldum ótrauð áfram veginn í
okkar starfi öllum til hagsbóta.
Verðlaun fyrir
framúrskarandi
námsumhverfi
Hjartadeild 14EG hlaut viðurkenningu fyrir framúrskar-
andi námsumhverfi fyrir hjúkrunar- og sjúkraliðanema. Bylgja Kærnested, deildarstjóri hjartadeildar, og Olga Bjarnadóttir taka við verðlaunum menntadeildar.
Félög sem standa að GoRed kynna starfsemi sína
frá klukkan 14:00 Hjartavernd býður upp á útreikning
úr áhættureikni sínum um kransæðasjúkdóma.
Dagskrártími 15.00-17.00
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir
Áhrif krabbameinsmeðferðar á hjartað
Helga Margrét Skúladótir, hjartalæknir
"Hlustaðu á hjartað" um hjartsláttartruflanir
og hjartsláttartilfinningu
Unnur Valdimarsdótir, prófessor í lýðheilsuvísindum
Áfallasaga og heilsufar kvenna
Ingibjörg Th Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir
Sykursýki á meðgöngu - áhrif á heilsu til framtíðar
Sigrún Þ. Geirsdóttir - Saga um áskorun og viðhorf
Sigrún segir sögu sína af Ermasundinu 2015
Stefanía Sigurðardóttir - Saga um kulnun og sjálfsvinnu
Saga Garðarsdóttir lýkur ráðstefnunni með uppistandi.
Kynnir er Helga Arnardóttir dagskrárgerðarmaður
6 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . JA N ÚA R 2 0 1 9 M Á N U DAG U RHJARTAÐ ÞITT
2
8
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:5
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
2
7
-1
4
0
0
2
2
2
7
-1
2
C
4
2
2
2
7
-1
1
8
8
2
2
2
7
-1
0
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K