Fréttablaðið - 28.01.2019, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 28.01.2019, Blaðsíða 44
Stjarnan - Keflavík 99-83 Stjarnan: Brandon Rozzell 32, Antti Kanervo 19, Collin Pryor 14, Ægir Þór Steinarsson 14/13 stoðs., Tómas Þórður Hilmarsson 12, Hlynur Elías Bæringsson 5/10 fráköst, Filip Kramer 2/8 fráköst, Dúi Þór Jónsson 1. Keflavík: Mindaugas Kacinas 30/10 frá- köst, Michael Craion 22/9 fráköst/8 stoðs., Hörður Axel Vilhjálmsson 13/8 stoðs., Gunnar Ólafsson 8, Magnús Már Traustason 6, Reggie Dupree 4. Efri Njarðvík 26 Tindastóll 24 Stjarnan 22 KR 20 Keflavík 18 Þór Þ. 16 Neðri Grindavík 14 ÍR 14 Haukar 12 Valur 8 Skallagrímur 4 Breiðablik 2 Nýjast Dominos-deild karla Selfoss - ÍBV 18-24 Selfoss: Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 6/3, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Sarah Sörensen 2, Katla María Magnúsdóttir 1, Hulda Dís Þrastar- dóttir 1. Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 16 (40%). ÍBV: Arna Sif Pálsdóttir 8/4, Ester Óskars- dóttir 8, Sunna Jónsdóttir 3, Sandra Dís Sigurðardóttir 2, Greta Kavaliuskaite 1, Ásta Björt Júlíusdóttir 1, Harpa Valey Gylfa- dóttir 1. Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 18 (50%). Olís-deild kvenna Nýtt Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. ERT ÞÚ MEÐ HÁLSBÓLGU? Bólgueyðandi og verkjastillandi munnúði við særindum í hálsi Strefen-sprey-Lyfja-5x10.indd 1 03/10/2018 14:54 HANDBOLTI „Þetta er stærsti sigurinn á ferlinum. Þetta er stórkostlegt,“ sagði sigurreifur Nicolaj Jakobsen, þjálfari danska handboltalands- liðsins, eftir stórsigur sinna manna á Noregi, 22-31, í úrslitaleik HM í gær. „Ég er búinn að fara allan til- finningaskalann. Mig langar bara í stóran bjór,“ bætti hinn 47 ára gamli Jakobsen við. Og bjórinn hefur væntanlega runnið ljúflega niður. Danmörk vann alla tíu leiki sína á HM, þar af leikina í undanúrslitum og úrslitum, gegn Frakklandi og Noregi, með samtals 17 marka mun. Úrslitaleikurinn mótsins varð aldrei spennandi. Norðmenn héldu í við Dani í blábyrjun leiksins en fljótlega skildu leiðir. Líkt og í und- anúrslitaleiknum gegn Frakklandi var danska sóknin frábær og norska vörnin fékk ekkert við ráðið. Í hálf- leik munaði sjö mörkum á liðunum, 11-18. Í seinni hálfleik breikkaði bilið milli liðanna. Danir náðu mest ellefu marka forskoti og unnu á end- anum níu marka sigur, 22-31. Mikill fögnuður braust út í Jyske Bank Boxen í Herning í leikslok, enda langþráður heimsmeistara- titilinn í höfn hjá Dönum. Danmörk hafði þrisvar sinnum áður komist í úrslit HM en alltaf tapað, síðast fyrir Spáni, 35-19, á HM 2013. Danir steinlágu einnig í úrslitaleik EM 2014 á heimavelli fyrir Frökkum, 32-41. Eftir þessar úrslitaleikjahrak- farir hafa Danir unnið tvo úrslita- leiki á stórmótum í röð. Undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar urðu Danir Ólympíumeistarar 2016 eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik, 28-26. Og í gær bætti danska liðið fyrsta heimsmeistaratitlinum í safnið. Markvörðurinn og fyrirliðinn Niklas Landin tók við heimsmeist- arabikarnum úr hendi Friðriks Danakrónprins í leikslok. Landin var slakur í úrslitaleikjunum á HM 2013 og EM 2014 og átti engan stór- leik í úrslitum Ólympíuleikanna 2016. En hann var góður gegn Norð- mönnum í gær og varði tólf skot, eða 39% þeirra skota sem hann fékk á sig. Yngri bróðir Landins, Magnus, var einnig í stóru hlutverki í danska liðinu, ekki síst í sterkum varnarleik þess. Stjarna Mikkels Hansen skein samt skærast á HM. Hann skoraði sjö mörk í úrslitaleiknum og gaf fjórar stoðsendingar. Hansen var markahæstur á HM með 72 mörk og var valinn besti leikmaður mótsins. Það er enn ein rósin í hnappagat þessa frábæra leikmanns sem var einnig valinn bestur á HM 2013 og Ólympíuleikunum 2016. Hansen var einnig markahæstur á HM 2011 þar sem Danir komust í úrslit. Norðmenn urðu að gera sér silfrið að góðu, annað heimsmeistara- mótið í röð. Framtíðin er samt þeirra, enda liðið ungt. Noregur tapaði aðeins tveimur leikjum á HM, báðum gegn Danmörku. ingvithor@frettabladid.is Heimsmeistarar í fyrsta sinn Danir urðu í gær heimsmeistarar í handbolta karla í fyrsta sinn eftir stórsigur á Norðmönnum, 22-31, í úr- slitaleik í Herning. Danmörk vann alla tíu leiki sína á mótinu. Stjarna Mikkels Hansen skein skært á HM. Niklas Landin, markvörður og fyrirliði Dana, lyftir heimsmeistarabikarnum eftir stórsigur danska liðsins á því norska í úrslitaleik HM í gær. NORDICPHOTOS/GETTY Danska liðið vann leiki sína í undanúrslitum og úrslitum HM með samtals 17 marka mun. 2 8 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT HM í handbolta Úrslitaleikur Noregur - Danmörk 22-31 Markahæstir: Magnus Jondal 9/1, Sander Sagosen 3/1, Göran Johannesson 3 - Mikkel Hansen 7/2, Morten Olsen 5, Rasmus Lauge 4, Lasse Svan Hansen 4, Mads Mensah 4. Leikur um 3. sætið Þýskaland - Frakkland 25-26 Markahæstir: Uwe Gensheimer 7/1, Paul Drux 4 - Kentin Mahe 7/1, Ludovic Fábregas 3, Luc Abalo 3, Timothey N’Guessan 3. Leikur um 5. sætið Króatía-Svíþjóð 28-34 Markahæstir: Luka Stepancic 5, Marin Sipic 4, Damir Bicanic 3 - Niclas Ekberg 6/3, Andr- eas Nilsson 5, Lukas Nilsson 4. Leikur um 7. sætið Spánn-Egyptaland 36-31 Markahæstir: Joan Canellas 9, Ferrán Solé 7/2, Raúl Entrerrios 5 - Ahmed Elahmar 7/3, Mohamed Shebib 6, Yahia Omar 3/1. 2 8 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :5 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 2 6 -F B 5 0 2 2 2 6 -F A 1 4 2 2 2 6 -F 8 D 8 2 2 2 6 -F 7 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.