Fréttablaðið - 28.01.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.01.2019, Blaðsíða 14
Öllum mönnum finnst gott að eiga sér draum og draumum fylgja alltaf góð markmið. Við Íslendingar eigum saman alveg frábæra matvælaauðlind sem oft er nefnd Matvælalandið Ísland. Annars vegar er það hafið kringum landið, þar eigum við fiskinn sem er ein gjöfulasta matarkista heimsins í okkar eigu. Og hins vegar eigum við landið sjálft hreint og ómengað með einni dýrmætustu vatnsauðlind í heimi. Við eigum góða bændur sem byggja hinar dreifðu byggðir og reka búskap með búfjárstofnum sem af Alþjóðaheilbrigðisstofnun- inni er metinn og talinn einn sá heilbrigðasti í allri veröldinni. Allt er þetta metið út frá búfjársjúk- dómum, sýklalyfjanotkun í dýrin og nú sýklalyfjagjöf í fóður sem er ný vá í Evrópu og Bandaríkjunum og veldur því að fólk fær lyfjaónæmar bakteríur í gegnum fæðuna. Hér er tekist á um hvort leyfa eigi innflutning á hráu kjöti en hingað til hefur það orðið að vera frosið sem læknar telja öryggisatriði út frá pestum o.fl. sem borist geta. ESB segir okkur skylduga út frá samning- um að taka við hráu kjöti og hafna enn öllum rökum vísindamanna í læknisfræði. Stefnumótun með bændunum okkar Eru þetta ekki dálítil forréttindi að eiga matarborð sem býður upp á úrvalsvöru sem sker sig úr í allri veröldinni? Þarna á ég við allt kjöt framleitt hér hvort það er naut, svín, kjúklingur eða kalkúnn svo ekki sé talað um blessað lambið sem er gullinmura og gleymmérey, villibráð. Og enn fremur allt græn- meti frá móður jörð og úr gróður- húsum landsins. Nú þegar umræða um sjúkdóma og lyfjaóþol skekur heimsbyggðina er þá ekki best að fagna þessari stöðu okkar og verja hana. Það hefur enginn, hvorki for- sendur né rétt til þess að tala þessi varnaðarorð niður sem Alþjóðaheil- brigðisstofnunin hefur sent frá sér og alls ekki Félag atvinnurekenda á Íslandi eða Verslunarráðið. Væri ekki rétt við þessar aðstæður að setja sér markmið um að framleiða sem mest af kjöti, mjólkurvörum og grænmeti í landinu okkar. Hollur er heimafenginn baggi auk þess sem hann sparar kolefnisspor. Hér á Íslandi stunda bændurnir okkar ábyrga matvælaframleiðslu. Víða um heim er pottur brotinn í þeim efnum þótt löndin séu mis- vel stödd, en það er alls ekki sama kjöt og kjöt, grænmeti og græn- meti. Hvernig væri að við sem þjóð settum okkur markmið t.d. til næstu tíu ára að bændurnir okkar anni innanlandsþörfinni á kjöti, mjólkurvörum og grænmeti? Ríkis- stjórnin með Bændasamtökum yrði að leiða svona stefnumótun og aðgerðir þeim tengdar en sjálfsagt er að sem flestir komi að verkefninu svo sem Alþingi, Samtök atvinnu- lífsins, verkalýðshreyfingin, Félag atvinnurekenda, Samtök verslunar og þjónustu, Neytendasamtökin, Landlæknisembættið o.fl. Við eigum fátt í þessu landi sem við erum jafn stolt af og matvæl- unum frá sjó og landi nema væri fegurð landsins. Ísland og Noregur eru löndin sem uppfylla Heims- markmið Sameinuðu þjóðanna þegar - til hamingju íslenskir neyt- endur. Ég á mér draum um Matvælalandið Ísland Veturinn 2012-13 spurðist að borgaryfirvöld hygðust leyfa stórbyggingu á horni Thorvaldsensstrætis og Kirkju- strætis í Reykjavík. Í blaðagreinum kom fram 2013 að byggingin næði yfir austurhluta hins gamla Víkur- kirkjugarðs. Borgaryfirvöld svöruðu og vitnuðu til þess að þarna mætti reisa hús samkvæmt deiliskipulagi en sú heimild var auðsæ mistök og ólögleg. Því var líka haldið fram að þessum austurhluta garðsins hefði jafnan verið sýnd lítilsvirðing og því væri hæpið að fara að sýna honum sérstaka ræktarsemi. Þetta var þó alrangt, þessum austurhluta garðsins var sýnd sérstök umhyggja á árunum 1965 og 1966; þá spurðist að Póstur og sími vildi fá að reisa byggingu þarna, álíka stóra og núna er fyrirhuguð. Ríkisstjórnin bann- aði þetta haustið 1965 til að hlífa austanverðum kirkjugarðinum. Hófst þá mikil togstreita, Póstur og sími var vaxandi þjóðþrifafyrirtæki og sótti fast á um að fá að bæta við húsnæði sitt við Austurvöll. Loks var fallist á það árið 1966 að húsið yrði um hálfu minna og næði aðeins yfir norðausturhorn kirkjugarðsins. Ekki var þó heimilt að gera þar kjall- ara en leyft að grafa 2 m breiðan og 9 m langan skurð í garðinum fyrir undirstöðu (sökkli). Fornleifafræð- ingar grófu þar upp jarðneskar leifar sex manns, í febrúar 1967. Rökin fyrir að leyfa þetta munu hafa verið samfélagsleg nauðsyn, margir biðu eftir að fá síma og ekki mun hafa þótt fært á þessum tíma að finna fyrirtækinu annan stað í borginni. Núna gegnir öðru máli, engin samfélagsleg nauðsyn rekur til þess að reisa stórt hótel á umræddum reit sem er söguhelgur og viðkvæmur. Slíku hóteli mætti vel finna annan stað. Viðbyggingin frá 1967 hefur verið brotin niður og gefst einstakt, sögulegt færi á að endurheimta allan hinn forna garð og breyta honum í skrúðgarð, eins og hann var. Vanvirðing Þeir sem segjast ekki sjá neitt að því að reisa hótel á umræddum stað nefna að austurhlutinn hafi verið vanvirtur lengi og finnst fátt um bannið frá 1965. Einkum er tínt til að þarna hafi staðið braggar. Braggana lét bandaríski herinn reisa í seinni heimsstyrjöld en sam- kvæmt uppdrætti Pósts og síma stóð aðeins einn þeirra innan hins gamla kirkjugarðs og þó aðeins að nokkru leyti. Undirstöður voru einfaldar og röskuðu litlu. Þá er bent á að fyrir framan umrædda viðbyggingu Pósts og síma hafi verið bílastæði yfir gamla kirkjugarðinum. Við fornleifagröft árið 2016 komu þarna í ljós 22 heillegar beinagrind- ur í heillegum kistum og afsönn- uðu það sem fullyrt hafði verið að öllum jarðneskum leifum hefði verið umturnað þarna með fram- kvæmdum. Það er matsatriði hvort bílastæðið var meiri eða minni vanvirðing en hið steinlagða torg í Fógetagarðinum þar sem standa að jafnaði söluvagnar í seinni tíð. Árið 1960 lét Póstur og sími grafa skurð horna á milli í Fógetagarðinum, án samþykkis yfirvalda, og kom upp mikið af hauskúpum og beinum. Fáum mun detta í hug að hin slæma umgengni í Fógetagarði réttlæti að þar verði reist stórbygging. Hið sama ætti að gilda í austurhlut- anum, eðlilegt að bæta fyrir fyrri mistök, tímabært að endurheimta garðinn sem skrúðgarð og breyta honum í almenningsgarð. Ekki lengur kirkjugarður? Fullyrt er að ekki séu lengur neinar minjar í austurhlutanum og skyndifriðun hans sé lögleysa. Er þá vísað til þess að ekki séu lengur nein bein í þessum hluta garðsins, allar jarðneskar leifar hafi verið fluttar brott. Það er engan veginn víst, hold verður mold. Það er ein- hver geðþóttaskýring sem ekki stenst að kirkjugarður hætti að vera kirkjugarður þegar bein hafi verið flutt brott. Kirkjugarður er vígður einu sinni og er síðan kirkjugarður og þegar jarðsetningu er hætt ber skv. lögum að varðveita hann sem almenningsgarð þótt hold hafi orðið mold og bein séu molnuð og kannski horfin. Austurhlutinn er óafmáanlegur partur hins gamla kirkjugarðs Reykvíkinga. Við teljum eðlilegt að minningar- mörk, sem flutt voru úr austurhlut- anum og enn eru varðveitt, verði sett í hann að nýju á rétta staði. Vel kæmi til greina að sækja bein í geymslur og koma þeim fyrir að nýju á sínum stöðum í garðinum. Aðalatriðið er að garðurinn verði almenningsgarður þar sem fólk geti átt góðar stundir innan um tré og annan gróður. Stríð og friður á Landsímareit – Skyndifriðun skýrð II Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari Friðrik Ólafsson fv. skrifstofustjóri Alþingis Helgi Þorláksson fv. prófessor Hjörleifur Stefánsson arkitekt Marinó Þorsteinsson formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar Neytendur eiga rétt á því, einnig á veitingastöðum, að fá að vita frá hvaða landi maturinn kemur og það án þess að þurfa að spyrja.“ Þetta segir Jari Leppä, landbúnaðarráðherra Finnlands, en í maímánuði munu nýjar reglur taka gildi í Finnlandi sem skikka alla þá sem selja kjöt í landinu til að upplýsa neytendur um uppruna kjötsins. Var ákveðið að fara þessa leið í framhaldi af könnun sem gerð var fyrir ríkisstjórnina þar í landi þar sem 80% aðspurðra svöruðu því til að uppruni kjötsins skipti þá miklu máli og álíka hátt hlutfall vildi hafa vöruna merkta svo ekki þyrfti að spyrja um upprunann. Nýju reglurnar kveða á um að allir veitingastaðir þurfa að merkja með skýrum hætti hvaðan það kjöt og sá fiskur sem þeir bjóða upp á komi. Er sérstaklega tekið fram í reglunum að merkingarnar eigi að vera svo skýrar og aðgengilegar að fólk eigi ekki að þurfa að spyrja um upprunann. Um allnokkurt skeið hafa tals- menn íslenskra bænda bent á mikil- vægi þess að upprunamerkingar séu skýrar og auðsjáanlegar og séu ekki einungis fyrir augum neytenda í verslunum heldur einnig í mötu- neytum og á veitingastöðum. Samkvæmt könnun Gallup í ágúst 2016 skiptir uppruni land- búnaðarafurða íslenska neytendur síður minna máli en finnska en þá svöruðu 82,2% því að þeir veldu eingöngu, mun frekar eða frekar íslenskt kjöt en erlent þegar verslað er og 88,3% sögðu það skipta öllu, mjög miklu eða frekar miklu máli að upplýsingar um uppruna væru á umbúðunum. Ekki krafa um upprunamerk- ingar á veitingastöðum og mötu- neytum á Íslandi Krafa er um upprunamerkingar matvæla í verslunum hér á landi og er það vel. Mér sem neytanda finnst það reyndar lágmarkskrafa. Þannig geta neytendur tekið upplýst val um hvaða vörur fara í innkaupakerruna og verður boðið upp á innan veggja heimilisins. Það hafa þó komið upp dæmi um merkingar eins og „Upprunaland: Ýmis lönd“ og afar illsjáanlega og jafnvel villandi fram- setningu upplýsinga á hinum ýmsu vörum. Það er því ljóst að betur má ef duga skal. Þótt málin séu að þok- ast í rétta átt innan verslunarinnar þá gildir hið sama hins vegar ekki um veitingastaði og mötuneyti, þó svo ákveðnir veitingastaðir gangi fram með góðu fordæmi og hafi tekið slíkar merkingar upp af sjálfs- dáðum. Án upplýsinga um uppruna höfum við lítið um það að segja hvað við látum ofan í okkur í þau skipti sem borðað er utan veggja heimilisins. Sjálfsagður réttur að vita hvaðan maturinn kemur Það er nánast sama við hvern er talað; stjórnmálafólk úr öllum flokkum, verslunarfólk, veitinga- fólk, neytendur, bændur, það eru allir sammála um að upprunamerk- ingar séu eðlileg krafa. Með aukinni vitund neytenda um kolefnisspor, lyfjanotkun í framleiðslu, dýravel- ferð og fleira höfum við sífellt breið- ari grunn til að byggja val okkar á. Auðvitað skiptir það margan neytandann miklu máli hvort upp- runaland sé Ísland eða „Ýmis lönd“. Því tel ég það einungis tímaspurs- mál hvenær við sjáum álíka reglur hér á landi og Finnar hafa nú sett sér. Neytendur eiga alltaf að hafa möguleikann á að taka upplýst val þegar matvæli eru keypt, óháð því hvar maturinn er keyptur. Matvælalandið „Ýmis lönd“ Ég sé mig knúinn til að gera alvarlega athugasemd við pistil Þórlinds Kjartanssonar á 9. síðu Fréttablaðsins 25. janúar 2019. Þar segir hann að ruglið um hlaup bónda kringum bæ sinn á fyrsta degi Þorra sé runnið frá sagn- fræðingnum síra Jóni Halldórssyni sem var prestur í Hítardal 1692- 1736. Vitnað er í bók mína, Sögu daganna 1993, sem heimild. Reyndin er sú að Jón Halldórsson svaraði fyrirspurnum frá vini sínum Árna Magnússyni í Kaupmanna- höfn 30. september 1728. Klausan um að bjóða Þorra, Góu, Einmánuði og Hörpu í garð er í nefndri bók minni birt á bls. 437-438. Þar er hvergi minnst á hlaup kringum bæ. Jón Árnason fær 130 árum síðar spuna um þvílík hlaup frá ónafn- greindum heimildamanni og birtir hann í seinna bindi þjóðsagna sinna 1864. Í bók minni er hún á bls. 440. Þessi spaugilega frásögn hefur orðið vinsæl, en það hefur ekki fundist ein einasta haldbær heimild um að þetta hafi gerst í alvörunni þrátt fyrir ítarlegar eftirgrennslanir. Frá þeim greini ég á bls. 444-446. Ef þetta er ekki algjör uppspuni ein- hvers grínista, er trúlegasta skýring- in sú að um sé að ræða aldagömul minningabrot frá þeim tíma þegar ríkismenn höfðu enn raunverulegar baðstofur eða sánur í bæjarhúsum sínum. Algengt er að menn hlaupi út úr þeim öðru hverju til að kæla sig. Og það er ekki ólíklegt að menn hafi á miðöldum einmitt fagnað Þorra í sánu. Það gerir lítið til þótt mín orð séu rangfærð. Ég get enn birt leiðrétt- ingu. Hitt er verra ef mætum fyrri alda fræðimanni eins og Jóni Hall- dórssyni í Hítardal er eignað eitt- hvert rugl. Þorrahlaup Þórlinds Þessi spaugilega frásögn hefur orðið vinsæl, en það hefur ekki fundist ein einasta haldbær heimild um að þetta hafi gerst í alvörunni þrátt fyrir ítarlegar eftirgrennsl- anir. Hér á Íslandi stunda bænd- urnir okkar ábyrga matvæla- framleiðslu. Víða um heim er pottur brotinn í þeim efnum þótt löndin séu misvel stödd, en það er alls ekki sama kjöt og kjöt, grænmeti og græn- meti. Guðni Ágústsson fv. ráðherra Margrét Gísladóttir framkvæmda- stjóri Landssam- bands kúabænda Árni Björnsson doktor í menn- ingarsögu 2 8 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :5 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 6 -F 6 6 0 2 2 2 6 -F 5 2 4 2 2 2 6 -F 3 E 8 2 2 2 6 -F 2 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.