Fréttablaðið - 28.01.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.01.2019, Blaðsíða 8
Tilnefningarnefnd Regins hf. var skipuð á hluthafafundi félagsins 13. september 2018. Nefndin starfar í umboði hluthafa og er hlutverk hennar að vera ráðgefandi við val á stjórnarmönnum í stjórn félagsins. Tilnefningarnefnd vekur athygli á því að frestur til að skila inn framboðum til nefndarinnar er 7. febrúar og skal senda þau á netfangið tilnefningarnefnd@reginn.is Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu félagsins www.reginn.is/fjarfestavefur Tilnefningarnefnd Regins hf. Reginn hf. / 512 8900 / reginn@reginn.is / reginn.is AÐALFUNDUR 14. MARS 2019 BANDARÍKIN Roger Stone, samstarfs- maður Donalds Trump Bandaríkja- forseta til margra ára, sagði í gær að hann myndi svara öllum spurn- ingum Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar tengsl forsetaframboðs Trumps við rúss- nesk yfirvöld, af hreinskilni. Stone útilokaði ekki að vera samvinnufús og aðstoða Mueller við að svipta hul- unni af hinum meintu samskiptum við stjórnvöld í Moskvu. „Ef það var einhver glæpur fram- inn af fólki sem starfaði fyrir fram- boðið [...] þá mun ég sannarlega vitna um það af heilindum,“ sagði Stone í viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC í gær. Stone, sem er 66 ára,  var hand- tekinn á föstudaginn fyrir helgi og er meðal annars gefið að sök að hafa hindrað framgang réttvísinnar og reynt að hafa áhrif á framburð vitna í tengslum við rannsókn Muellers. Í ákærunni kemur hvergi fram að Stone sé grunaður um að hafa haft bein samskipti við rússnesk yfirvöld. Hins vegar kemur þar fram að Stone hafi rætt við háttsetta stjórnendur í teymi Trumps um WikiLeaks og gögn frá uppljóstrunarsamtökunum sem voru sögð skaðleg  fyrir fram- boðs Hillarys Clinton, mótfram- bjóðanda Trumps. Í viðtalinu sagði Stone að það hefði aldrei komið til tals milli hans og Trumps að hann yrði náðaður ef allt færi á versta veg og sagði þá aldr- ei hafa rætt um WikiLeaks eða stofn- anda samtakanna, Julian Assange. Stone segist vera saklaus af ásök- unum Muellers og hyggst sanna sak- leysi sitt fyrir dómstólum. – khn Útilokar ekki að vinna með saksóknara Roger Stone á föstudaginn. NORDICPHOTOS/GETTY VENESÚELA Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, fundaði í desember leynilega með fulltrúum ríkisstjórna annarra ríkja í Suður-Ameríku með það að mark- miði að afla stuðnings sem forseti landsins. Í rúmlega tvær vikur hefur það verið vafa undirorpið hver sé forseti ríkisins. Undanfarin ár hafa nær eingöngu harmfregnir borist frá Venesúela en þar er skortur á flestu og verðbólga í hæstu hæðum. Aðgerðir sitjandi forseta hafa oft orðið til þess að hella olíu á eldinn. Forsetakosn- ingarnar áttu upphaflega að fara fram í desember í fyrra en var flýtt í skyndi. Svo fór að kosið var í lok maí. Sitjandi forseti, Nicolás Mad- uro, hlaut afgerandi kosningu eða ríflega tvo þriðju atkvæða. Helsti andstæðingur hans fékk aðeins fimmtung. Kjörsókn var með allra versta móti en opinberar tölur herma að 46 prósent atkvæðabærra manna hafi kosið. Stjórnarandstaða landsins, svo og eftirlitsaðilar sem fylgdust með, hafa rengt þær tölur og telja að aðeins hafi tæpur fjórð- ungur landsmanna greitt atkvæði. Afleiðingin er sú að mörg ríki hafa neitað að viðurkenna úrslitin. Í þeim hópi eru meðal annars Banda- ríkin, önnur ríki Suður-Ameríku og Evrópusambandsríki. Maduro nýtur hins vegar stuðnings Rússlands, Sýr- lands, Kína, Kúbu og Tyrklands svo nokkur ríki séu nefnd til sögunnar. Forsetinn Maduro sór embættis- eið forseta þann 10. janúar þessa árs en hið sama gerði fyrrnefndur Guaidó. Sá gegnir starfi venesúelska þingsins en það er að vísu valda- laust í augum Maduro sem skipaði sérstakt þing fyrir sínar skoðanir á síðasta ári. Þingið viðurkennir að sjálfsögðu ekki vald Maduro og það var af þeim sökum sem Guaidó sór sinn eið. Í kjölfarið hóf hann myndun starfsstjórnar. Meðal ríkja sem viðurkenna til- kall Guaidó til forseta má nefna Bandaríkin, Kanada og nær öll ríki Suður-Ameríku að Bólivíu, sem styður Maduro, og hinu hlutlausa Úrúgvæ undanskildum. Evrópu- ríki og Japan hafa viðurkennt vald venesúelska þingsins og hafa hótað að viðurkenna Guaidó sem for- seta boði Maduro ekki til kosninga innan viku. Innsetning stjórnarandstæðings- ins í embætti kom hins vegar ekki til af sjálfu sér. Í síðasta mánuði ferðaðist hann um ríki Ameríku, bæði í norðri og suðri, til að afla sér stuðnings. AP fréttastofan hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Guaidó hafi smyglað sér yfir landa- mærin til Kólumbíu, en þangað yfir hafa tugþúsundir venesúelskra flóttamanna farið undanfarna mánuði, og þaðan meðal annars til Bandaríkjanna og Brasilíu. „Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem stjórnarandstaðan í Venesú- ela hefur náð samkomulagi um eitthvað sem skiptir máli,“ segir kanadískur embættismaður við AP í skjóli nafnleyndar þar sem hann hefur ekki heimild til að tjá sig um efnið opinberlega. Í úttektinni er þess getið að hefði þessi stuðningur erlendra ríkja ekki fengist hefði hug- myndin fallið um sjálfa sig. Maduro hefur enn sem komið er ekki látið sér segjast en í viðtali við CNN Türk í Tyrklandi sagði hann að fullyrðingar Guaidó og innsetning hans í embættið væru í hróplegri andstöðu við stjórnarskrá ríkisins. joli@frettabladid.is Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. Undanfarnar tvær vikur hafa tveir forsetar verið í landinu og viðurkennir hvorugur hinn. Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópu. Juan Guaidó (t.v.) tryggði að hann hefði nægan stuðning sem forseti landsins áður en hann hjólaði í Nicolás Maduro (t.h.) í upphafi mánaðar. NORDIC PHOTOS/AFP Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem stjórnarandstæðan í Venesú- ela hefur náð samkomulagi um eitthvað sem skiptir máli Ónefndur kanadískur embættismaður FILIPPSEYJAR Í það minnsta 20 fórust og yfir hundrað særðust í tveimur sprengjuárásum á kaþólska kirkju á eynni Jolo í suðurhluta Filippseyja í gær. Fimmtán þeirra sem fórust voru almennir borgarar en fimm voru hermenn. Svo virðist sem tvær sprengjur hafi sprungið, sú fyrri inni í kirkj- unni en sú síðari fyrir utan, um það bil sem fólk streymdi þaðan út og viðbragðsaðilar voru að mæta á staðinn. Samtökin Íslamska ríkið hafa lýst því yfir að þau hafi gert út árásarmennina. „Hermenn Filippseyja munu tak- ast á við þessa áskorun og kremja þá guðlausu glæpamenn sem skipu- lögðu voðaverkið,“ segir Salvador Panelo, talsmaður forsetans Rodrigo Duterte. – jóe Minnst tveir tugir fórust í sprengjuárás BRASILÍA Hundruð eru talin af eftir að stífla brast skammt frá brasilísku borginni Brumadinho. Staðfest er að fjörutíu hið minnsta hafi farist í hamförunum en leit stendur yfir að um þrjú hundruð til viðbótar. Stíflan brast á föstudag og flæddi vatn og aur yfir svæðið fyrir neðan hana. Meðal þess sem varð á vegi flóðsins var járnnáma og starfsfólk hennar. Gera þurfti hlé á leit að eftirlifendum í gær vegna ótta um að önnur stífla skammt frá kynni að bresta og stefna öðrum íbúum og leitarmönnum í hættu. Um 24 þús- und manns þurftu að yfirgefa heimili sín á meðan stíflan var könnuð. Eigandi námunnar er fyrirtækið Vale og var það ábyrgt fyrir stíflunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt slys á sér stað á vakt þess en árið 2015 brast stífla með því að nítján fórust og tugir töpuðu heimilum sínum. Þá varð eðjan þess valdandi að drykkjarvatn um 250 þúsund manns spilltist. – jóe Annað sinn sem stífla Vale brestur í Brasilíu 300 manns hið minnsta er saknað eftir að stíflan brast 2 8 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :5 7 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 7 -2 2 D 0 2 2 2 7 -2 1 9 4 2 2 2 7 -2 0 5 8 2 2 2 7 -1 F 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.