Fréttablaðið - 28.01.2019, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.01.2019, Blaðsíða 46
Fernudraumur City-manna lifir enn FÓTBOLTI Síðan Roberto Firmino jafnaði metin fyrir Liverpool gegn Manchester City á 64. mínútu í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á Etihad 3. janúar hafa strákarnir hans Peps Guardiola skorað 29 mörk án þess að andstæðingurinn hafi náð að svara fyrir sig. Fimm þessara marka komu í öruggum sigri á Burnley í 4. umferð ensku bikarkeppninnar á laugar- daginn. Guardiola stillti upp sterku liði og yfirburðir City voru miklir. Sóknirnar buldu á marki Burnley og það var aðeins tímaspursmál hve- nær ísinn yrði brotinn. Það gerðist á 23. mínútu þegar Gabriel Jesus skoraði eftir laglegan einleik. Brassinn hefur verið sjóð- heitur að undanförnu og skorað átta mörk í síðustu fimm leikjum sínum. Jesus er upp risinn eftir rólega byrjun á tímabilinu. Bernardo Silva, Kevin De Bruyne og Sergio Agüero (víti) bættu við Leikmaður helgarinnar Willian skoraði tvívegis í 3-0 sigri Chelsea á Sheffield Wednesday á Stamford Bridge í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í gær. Bikarmeistararnir verða því í pottinum þegar dregið verður í 5. umferðina í kvöld. Willian kom Chelsea yfir með marki úr víta- spyrnu á 26. mínútu. Ungstirnið Callum Hudson-Odoi, sem er á óskalista Bayern München, skoraði annað mark Chelsea á 64. mínútu og Willian átti svo síðasta orðið sjö mínútum fyrir leikslok. Síðustu dagar hafa verið góðir hjá Chelsea. Á fimmtudaginn komst liðið í úrslitaleik deildabikarsins eftir sigur á Tottenham í vítaspyrnukeppni. Willian skoraði úr sinni spyrnu. Brassinn þrítugi hefur skorað sjö mörk fyrir Chelsea í öllum keppnum á tímabilinu. Hann kom til Chelsea árið 2013. – iþs Stóru málin eftir helgina í enska boltanum Stærstu úrslitin Crystal Palace vann Tottenham 2-0 í Lundúnaslag á Selhurst Park í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í gær. Spurs féll úr leik í báðum bikarkeppnunum á aðeins fjórum dögum en liðið tapaði fyrir Chelsea í undanúr- slitum deildabikarsins á fimmtu- daginn. Palace hefur aldrei orðið bikarmeistari en komst síðast í bikarúrslit fyrir þremur árum. Hvað kom á óvart? Newport County er eina D-deildarliðið sem er eftir í bikar- keppninni. Newport sló Leicester City úr leik í síðustu umferð og gerði 1-1 jafntefli við B-deildarlið Middlesbrough á laugardaginn. Matthew Dolan skoraði jöfnunarmark Newport í uppbótartíma. Liðin þurfa því að mætast aftur á heimavelli New- port, Rodney Parade. Mestu vonbrigðin West Ham féll úr leik fyrir Wimbledon sem er í neðsta sæti C-deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti. Wimble- don komst í 3-0 í upphafi seinni hálfleiks. Hamrarnir minnkuðu muninn í 3-2 en heimamenn áttu síðasta orðið. West Ham siglir lygnan sjó í ensku úrvalsdeildinni en þátttöku liðsins í bikarkeppn- inni er lokið. Manchester City hefur skorað mörk í bílförmum í síðustu leikjum sínum. City setti fimm á Burnley í ensku bikarkeppninni á laugardaginn. Hér fagna City-menn með Kevin De Bruyne eftir að Belginn kom liðinu í 3-0. NORDICPHOTOS/GETTY Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum í Englandi Everton Gylfi Þór Sigurðsson Lagði upp mark í 3-2 tapi Everton fyrir B-deildarliði Millwall í 4. umferð ensku bikar- keppninnar. Cardiff City Aron Einar Gunnarsson Cardiff er fallið úr leik í bikarkeppninni og Aron Einar var því í fríi um helgina. Reading Jón Daði Böðvarsson Reading, lið Jóns Daðs, átti ekki leik um helgina. Reading mætir Bolton annað kvöld. Aston Villa Birkir Bjarnason Lék ekki með Aston Villa sem vann 2-1 sigur á Ips- wich Town í B-deildinni. Burnley Jóhann Berg Guðm. Frá vegna meiðsla og lék ekki með Burnley sem steinlá fyrir Manchester City í bikarkeppninni. Enska bikarkeppnin Úrslit 4. umferðar 2018-19 Accrington - Derby 0-1 0-1 Martyn Waghorn (78.). Rauð spjöld: Daniel Barlaser, Accrington (59.), Jayden Bogle, Derby (90.). Brighton - West Brom 0-0 Doncaster - Oldham 2-1 1-0 Benjamin Whiteman (68.), 1-1 Peter Clarke (84.), 2-1 Whiteman, víti (90.). Rautt spjald: Peter Clarke, Oldham (90+6.). Man. City - Burnley 5-0 1-0 Gabriel Jesus (23.), 2-0 Bernardo Silva (52.), 3-0 Kevin De Bruyne (61.), 4-0 Kevin Long, sjálfsmark (73.), 5-0 Sergio Agüero, víti (85.). M’brough - Newport 1-1 1-0 Daniel Ayala (51.), 1-1 Matthew Dolan (90+3.). Newcastle - Watford 0-2 0-1 Andre Gray (61.), 0-2 Isaac Success (90.). Portsmouth - QPR 1-1 1-0 Lee Brown (63.), 1-1 Nahki Wells (74.). Shrewsbury - Wolves 2-2 1-0 Greg Docherty (47.), 2-0 Luke Waterfall (71.), 2-1 Raúl Jiménez (75.), 2-2 Matt Doherty (90+3.). Swansea - Gillingham 4-1 1-0 Oliver McBurnie (10.), 2-0 McBurnie (32.), 2-1 Josh Rees (51.), 3-1 Bersant Celina (73.), 4-1 Barrie McKay (84.). Millwall - Everton 3-2 0-1 Richarlison (43.), 1-1 Lee Gregory (45+2.), 1-2 Cenk Tosun (72.), 2-2 Jake Cooper (75.), 3-2 Murray Wallace (90+4.). Wimbledon - West Ham 4-2 1-0 Kwesi Appiah (34.), 2-0 Scott Wagstaff (41.), 3-0 Wagstaff (46.), 3-1 Lucas Pérez (57.), 3-2 Felipe Anderson (71.), 4-2 Toby Sibbick (88.). C. Palace - Tottenham 2-0 1-0 Conor Wickham (9.), 2-0 Andros Town- send, víti (34.). Chelsea - Sheffield Wed. 3-0 1-0 Willian, víti (26.), 2-0 Callum Hudson-Odoi (64.), 3-0 Willian (83.). Barnet og Brentford mætast klukkan 19:45 í kvöld. Dregið verður í 5. umferð bikarkeppn- innar eftir leikinn. Endurtaka þarf þrjá leiki í 4. umferðinni. West Brom og Brighton, Newport County og Middlesbrough og Wolves og Shrewsbury þurfa að mætast aftur. mörkum áður en yfir lauk í leikn- um gegn Burnley og þá gerði Kevin Long, varnarmaður gestanna, sjálfs- mark. Lokatölur 5-0, City í vil. Engin miskunn Sigurinn á Burnley var áttundi sigur City í röð í öllum keppnum. Marka- talan í þessum leikjum er 33-2. Eng- landsmeistararnir töpuðu tveimur leikjum í röð um jólin, gegn Crys- tal Palace og Leicester City, en það virðist hafa verið spark í sitjandann fyrir liðið. City-menn hafa verið algjörlega miskunnarlausir í síðustu leikjum og skorað mörk í bílförmum. Flest þeirra komu gegn Burton Albion í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins. City vann 9-0 sigur sem er sá næststærsti í sögu félagsins. Í seinni leiknum lét City 0-1 sigur duga. Liðið er því komið í úrslit deildabikarsins í fjórða sinn á síðustu fimm árum. City á titil að verja en það vann Arsenal, 3-0, í úrslitaleiknum í fyrra. Það var fyrsti titillinn sem City vann undir stjórn Guardiola. Í úrslitaleiknum 24. febrúar mætir City Chelsea. Líkt og á síðasta tímabili hefur verið rætt um möguleika City á að vinna fjórfalt; deild, bikar, deilda- bikar og Meistaradeild Evrópu. Eins og áður sagði er liðið komið í úrslit deildabikarsins, komið í 16-liða úrslit bikarkeppninnar, mætir Schalke 04 í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og er fjórum stigum á eftir toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City rúllaði yfir Burnley, 5-0, í 4. um- ferð ensku bikarkeppn- innar á laugardaginn. City hefur verið óstöð- vandi að undanförnu og unnið átta leiki í röð með markatölunni 33-2. Líkt og á síðasta tímabili er mikið rætt og ritað um hvort City geti unnið fjórfalt. Sagan er ekki með City í liði en mögu- leikinn er til staðar. 2 8 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :5 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 2 7 -0 F 1 0 2 2 2 7 -0 D D 4 2 2 2 7 -0 C 9 8 2 2 2 7 -0 B 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.