Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2019, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 07.02.2019, Qupperneq 2
Veður Norðaustan 8-15 og él, en léttskýjað S-lands. Bætir í vind SA-til í kvöld og líkur á éljum allra syðst. Frost 0 til 9 stig, mildast syðst. SJÁ SÍÐU 30 Gullið fægt fyrir Safnanótt TRÚFÉLÖG Kostnaður við bygg- ingu ásatrúarhofsins í Öskjuhlíð er kominn langt fram úr áætlun og skoðar félagið nú nýstárlegar leiðir til fjáröflunar fyrir lokasprett fram- kvæmdanna. Allsherjargoði segir hópfjármögnunarherferð í undir- búningi til að komast hjá skuld- setningu. Vonast er til að safna að minnsta kosti 18 milljónum króna með þessu móti. „Það er svo mikið af fólki búið að hafa samband og vill fá að vita hvort það geti styrkt þetta á einhvern hátt,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði spurður út í málið. „Við höfum verið að reyna að finna þessu farveg þannig að við séum ekki með betlistafinn heldur frekar að þetta sé eitthvað þar sem fólk er að fá eitthvað á móti,“ segir Hilmar Örn og segir að verið sé að hanna einhverja pakka sem bæði henta þeim sem gefa lítið og þeim sem hafa viljað gefa meira. Hópfjár- mögnunarsíður á borð við Karolina Fund bjóða velunnurum oft fríð- indi eða eitthvað annað í staðinn fyrir styrkveitinguna. Ekki er búið að ákveða hvort Karolina Fund eða annar sambærilegur vettvangur verður fyrir valinu. „Við höfum verið að skoða alla möguleika. Maður vill geta gert þetta með ákveðinni reisn.“ Hingað til hefur verkefnið verið fjármagnað alfarið af félagsmönn- um og því fé  sem félagið hefur safnað. En Ásatrúarfélagið er ekki ónæmt fyrir hættunni á framúr- keyrslu í framkvæmdum, frekar en aðrir. „Við höfum lent í, eins og virðist vera með hverja einustu byggingu á Íslandi, að  fara langt fram yfir áætlun. Upprunaleg áætlun upp á 127 milljónir er löngu sprungin,“ segir Hilmar Örn. Í dag áætlar hann að þurfi 270 milljónir til að klára verkið. Á lögréttufundi þann 12. desemb- er kom fram að fjárhagsstaða félags- ins væri betri nú en undanfarna mánuði og hægt hafi verið að standa við allar skuldbindingar félagsins og hofkostnað án þess að það bitni á félagsstarfseminni. Nokkuð sem Hilmar segir að sé góðu fólki að þakka. „Við höfum ekki enn þurft að taka bankalán og við viljum sjá hvað við getum lagt til sjálf og með þessu átaki. Upprunalega hugmyndin var að gera þetta skuldlaust og við þrjóskumst við enn þá.“ Hilmar segir bjartsýnustu spár gera ráð fyrir verklokum í desember, vonir standi þó til að koma félags- starfinu inn í bygginguna í haust en smíði hvelfingar hofsins sé óvissu- þáttur. mikael@frettabladid.is Hyggjast hópfjármagna hof eftir framúrkeyrslu Bygging hofs Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð er komin fram úr áætlun og mun kosta ríflega 140 milljónum meira en til stóð. Hópfjármögnun skoðuð til að ljúka verkinu en allsherjargoði hefur ávallt vonað að hofið rísi skuldlaust. Ásatrúarfélaginu var úthlutuð lóð í Öskjuhlíð árið 2006 en tíu árum síðar hófust framkvæmdir. Svona var staðan í fyrradag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Við höfum lent í, eins og virðist vera með hverja einustu byggingu á Íslandi, að fara langt fram yfir áætlun. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði Gul Gata Sagarblöð í miklu úrvali skerpingehf.is þjónusta við tré- og málmiðnað í 36 ár Safnanótt verður opnuð klukkan 18 á morgun í Seðlabankanum. Sýningin verður helguð sparnaði fyrr og nú auk sýninga á völdum málverkum bankans. Meðal sýningargripa verður gull í ýmsu formi og gefst gestum kostur á að lyfta gullstöng sem verður til sýnis í fyrsta sinn. Aðeins lítið hlutfall gjaldeyrisvara­ forða Seðlabankans er í formi gulls en gulleign bankans var um 64 þúsund únsur í árslok 2018 og er metin á 10 milljarða króna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK STJÓRNMÁL Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki breytingar á fjölmiðlafrumvarpi sem hún kynnti fyrir viku og felur í sér ríkisstyrki til sjálfstæðra fjölmiðla. Nú er skoðað að fella einnig niður tryggingagjald á launakostnað rit- stjórna sjálfstæðra miðla, líkt og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, lagði til í Morgunblaðinu í gær. Tryggingagjald er gjald sem launa- greiðendum ber að greiða af heildar- launum launamanna. Hlutfallið er 6,6 prósent. „Ég útiloka ekki frekari stuðning við einkarekna fjölmiðla. Frumvarpið er heillaskref. Það tekur mið af því besta sem gerist á Norðurlöndum og er viðurkenning á vandanum sem einkareknir fjöl- miðlar glíma við, en það er eins og með önnur frumvörp að þau taka oft breytingum í samráðsferli,“ segir Lilja. Áfram verði unnið að því að rétta stöðu sjálfstæðra fjölmiðla. „Ég hef sagt að þetta sé ágætis byrjun. Ég er opin fyrir öllum góðum hug- myndum.“ Þingmenn innan Sjálfstæðis- flokks hafa gert athugasemdir við frumvarpið og gagnrýnt að ekkert sé tekið á umfangi RÚV á auglýs- ingamarkaði. Óli Björn sagðist enn fremur andvígur því að komið yrði á fót „millifærslu- og styrktarsjóði til að styðja við sjálfstæða fjölmiðla,“ í grein sinni og segir ríkisstyrkina sem lagðir eru til í frumvarpinu, sem liggur í samráðsgáttinni og er opið til umsagnar, verstu leiðina til að styrkja einkarekna miðla. Fleiri þingmenn flokksins hafa efasemdir um fyrirkomulagið. Aðgerð af þessu tagi gæti skapað meiri sátt um málið meðal stjórnarliða. – ósk Stjórnin skoðar frekari aðgerðir fyrir fjölmiðla Lilja Alfreðsdóttir menntamála­ ráðherra. STJÓRNMÁL Fundur hefst í umhverf- is- og samgöngunefnd klukkan 9 í dag án þess að lausn hafi verið fundin á formannskrísu nefndar- innar. Samkvæmt dagskrá á að ræða starfið fram undan og önnur mál en búist er við að kosið verði um nýjan formann strax og fundur hefst. Ekki liggur fyrir hvernig línurnar liggja í nefndinni og því ekki ljóst hvort hefur stuðning; Jón Gunnars- son eða Hanna Katrín Friðriksson. Rósa Björk Brynjólfsdóttir mun að sögn fylgja minnihlutanum að málum en ekki er enn ljóst hvern Bergþór Ólason, formaður nefndar- innar, styður í formannssæti og ekki gefið að hann fylgi meirihlutanum þrátt fyrir að hafa staðið varafor- mannsembættið til boða. Mikið mæðir á nefndarmönnum í dag því einnig á að ljúka umræðu um samgönguáætlun í þinginu í dag og greiða um hana atkvæði. – aá Samgöngunefnd boðuð til fundar 7 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 4 2 -6 8 7 0 2 2 4 2 -6 7 3 4 2 2 4 2 -6 5 F 8 2 2 4 2 -6 4 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.