Fréttablaðið - 07.02.2019, Síða 16

Fréttablaðið - 07.02.2019, Síða 16
TILVERAN Svokallaðir fituklumpar eða fituhlunkar (e. fatbergs) hafa verið að finnast í holræsa- og frá-veitukerfum víða um heim. Fitu- hlunkar myndast þegar aðskotahlutir líkt og blautþurrkur, smokkar, tannþræðir og fleira blandast saman við olíu og fitu sem hefur verið sturtað niður í klósett eða hellt ofan í niðurföll vaska. Þessi efni blandast svo saman, harðna og hlaða utan á sig. Allra stærstu fitu- hlunkarnir sem fundist hafa eru tugir metra á lengd og hafa fundist meðal annars í holræsakerfum í London, New York, Denver, Valencia og Mel- bourne. Fituhlunkur sem fannst í Shepherd’s Bush í London árið 2014 var á stærð við Boeing 747 flugvél en sá stærsti sem fundist hefur hingað til var árið 2017 í White chapel, austur af London. Sá var 250 metrar á lengd, næstum jafn langur og sjálft Titanic. Fyrirbærið hefur einnig verið kallað „skrímsli“. Í fráveitukerfi Veitna hafa mynd- ast stíflur vegna fituhlunka sem hafa valdið tjóni. Þeir fituhlunkar hafa ekki verið af þeirri stærðargráðu sem við fáum fréttir af frá útlöndum, en engu að síður nógu stórir til að valda vandræðum. „Því miður höfum við verið að sjá mikla aukningu í notkun blautklúta á síðustu árum og einnig er algengt að fitu sé hellt í fráveitukerfið. En það er ekki bara hjá okkur sem lagnir stíflast af þessum sökum því lagnir heimila gera það líka en enginn vill lenda í því að stífla hjá sér klósettið. A.m.k. tvær sögur hafa borist Veitum um heimlagnir í leik- skólum sem hafa stíflast og komið hefur í ljós að þær hafa verið stút- fullar af blautklútum,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýs- ingafulltrúi Veitna. „Það er alveg hugsanlegt að við getum lent í svipuðu og önnur lönd hafa þurft að kljást við.“ Ljóst er að blautklútar valda Möguleiki er á að hér myndist fituhlunkar Mikil aukning hefur verið á notkun blautklúta á síðustu árum og að þeim sé sturtað í klósettið. Einnig er algengt að fitu sé hellt í fráveitukerfið. Þessu ásamt fleiri aðskotahlutum má líkja við uppskrift að nokkurs konar skrímsli. Því miður höfum við verið að sjá mikla aukningu í notkun blautklúta á síðustu árum og einnig er algengt að fitu sé hellt í fráveitukerfið. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna vandræðum og miklum kostnaði í fráveitukerfinu og kostnaður Veitna vegna aðgerða sem ráðast þarf í vegna blautklúta hefur verið met- inn á yfir tug milljóna króna á ári. Þá er ótalinn kostnaður annarra frá- veitna, en Veitur reka fráveitukerfi fyrir tæplega 40% landsmanna og hreinsa skólp frá 60% þeirra. „Sem dæmi má nefna að í einni dælustöð Veitna þurfti að meðal- tali að fara tvisvar í viku að losa stíflur úr dælum, sem oftast mátti tengja vöndlum af blautklútum. Þar sem þetta var ekki ásættan- legt voru keyptar nýjar dælur í stöðina en slíkur bún- aður kostar sitt. Eins þarf að greiða fyrir urðun á því rusli sem endar í síum hreinsistöðva og er það gjald hærra fyrir sóttmengaðan úrgang, eins og þann sem kemur úr frá- veitunni, en annað rusl. Ótalinn er svo kostnaðurinn fyrir umhverfið,“ segir Ólöf. „Mörg sveitarfélög á landinu eru ekki með skólphreinsistöðvar og þá enda blautklútarnir sem hent er í klósettið út í sjó. Hið sama á við þegar stöðva þarf starfsemi í einhverri af dælu- eða hreinsistöðvum Veitna vegna bilana eða viðhalds. Blautklútarnir eru oft úr fínum plasttrefjum og leysast ekki upp og má því búast við að þeir séu í sjónum í mörg ár eða fljóti upp í fjörur.“ Að sögn Ólafar eru stíflur í lagna- kerfum vegna fitu sem betur fer ekki algengar, en þó þurfi að losa slíkar nokkrum sinnum á ári. Stíflur vegna blautklúta og annarra óæskilegra efna í dælustöðvum eru algengari. „Við höfum verið í átaki við að upplýsa þjóðina en margir hafa haldið að í lagi sé að henda blaut- klútum í klósett. Það er ekkert undar legt þar sem fjöldi framleið- enda merkir þær sem „flushable“ sem þýðir að þeim má sturta niður. Sem er ekki tilfellið,“ segir Ólöf. „Veitur hafa verið að benda sér- staklega á blautklúta og fitu/olíu, sem stærsta stífluvaldinn. Það er allt of mikið magn af bæði fitu og blaut- þurrkum í kerfinu. Það er samt sem áður vert að benda á að ekkert rusl á heima í fráveitukerfinu, bara líkam- legur úrgangur og klósettpappír. Við segjum stundum að ekkert eigi að fara í klósettið nema það hafi verið borðað áður. Dæmi um hluti sem stundum enda í klósettinu en eiga ekki heima þar eru dömu- bindi, tíðatappar, bómull, smokkar, eyrna pinnar, tannþráður og hár.“ Maður að störfum við að hreinsa fituhlunk í holræsakerfi í London. Veruleg umræða hefur skapast vegna plastnotkunar, umhverfisáhrifa þess og þá núna upp á síðkastið heilsu og líðan einstaklinga. Plastmengun virðist hafa áhrif á nokkuð margvís-legan hátt, plastagnir og þá sér- staklega efni sem eru notuð við framleiðslu eru að hluta eitruð og því ástæða til að hafa áhyggjur. Það eru til möguleikar á að mæla hleðslu slíkra efna í líkamanum, en þær eru flóknar og almennt ekki á færi venjulegra rannsóknarstofa. Helst er verið að nefna þalöt og BPA sem þau efni sem eru talin skaðleg og geta komist í snertingu við líkamann í gegnum húð, með innöndun og einnig inntöku svo leiðirnar eru margar og talið er líklegt að við verðum fyrir samtímaáreiti í raun. Umræðan um áhrif þessara efna er enn að hluta til þess eðlis að erfitt er að staðhæfa nákvæmlega eða magnsetja áhrif og toxísk mörk. Ljóst er að efnin hafa áhrif á efnaskiptakerfi, hormónastarfsemi, hafa áhrif á fóstur og svo framvegis. Nokkrar rannsóknir hafa verið að sýna fram á tengingu við frjósemi karla, sáðfrumuframleiðslu og magn testósteróns. Þessu til viðbótar er talið að áhrif á lifur og starfsemi hennar, bris og þar með insúlín séu ein- hver og geti haft neikvæð áhrif á þróun sykursýki. Hjarta- og æðasjúkdómar eru einnig nefndir sem og breytingar sem menn hafa séð í heilavef og tengjast minnisstöðvum hans. Erfitt er eins og kom fram að tengja saman öll púslin og má segja að rannsóknir á þessu sviði séu enn aðeins of skammt á veg komnar til að fullyrða nákvæmlega um orsakasamhengi og öryggismörk sem er mikilvægt í umræðu sem þessari. Hagsmunatengsl eru aug- ljós og plast er allt um kring í okkar daglega lífi og neyslumynstri. Það þarf hins vegar ekki að horfa langt til að átta sig á því að við erum þegar búin að valda tölu- verðum skaða á umhverfinu í kringum okkur og þá líklega heilsu okkar í leiðinni þó það sé ekki eins sjáanlegt. Mikilvægt verður að fylgjast með framleiðslu og innihaldi í tengslum við plastiðnað og að reyna eftir fremsta megni að skýra orsaka- samhengi. Ef þau verða augljós þá er engin önnur leið en að reyna að finna aðrar nálganir en plast og plastefni eða íblöndunarefni þeirra. Grænni leiðir verða lykilatriði hér og að breyta notkun plastefna almennt en ekki síst fyrir heilsu okkar og líðan. Mest vitum við eins og fram kom um þau efni sem notuð eru í iðnaði, míkróplast er svo önnur umræða þar sem litlar agnir safnast saman og geta með þeim hætti haft áhrif á líkamann með ýmsum hætti. Míkróplast er aðskotahlutur í líkamanum og sem slíkur veldur það bólgusvari og ónæmiskerfið bregst við því. Þá dregur plast að sér ýmis efni og getur bundið þau, efni sem geta verið skaðleg eða eitruð fyrir líkamann líkt og kvikasilfur, díoxín og önnur efni sem við vitum í dag að eru krabba- meinsvaldandi. Það er því að mörgu að huga en í dag er líklega besta leiðin, sem einstaklingar geta farið til að verja sig, að vera meðvitaður um þetta og breyta neyslumynstri sínu. Plastið og heilsan Það þarf hins vegar ekki að horfa langt til að átta sig á því að við erum þegar búin að valda töluverðum skaða á um- hverfinu í kringum okkur og þá líklega heilsu okkar í leiðinni þó það sé ekki eins sjáanlegt. Teitur Guðmundsson læknir 7 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 4 2 -6 3 8 0 2 2 4 2 -6 2 4 4 2 2 4 2 -6 1 0 8 2 2 4 2 -5 F C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.