Fréttablaðið - 07.02.2019, Page 36

Fréttablaðið - 07.02.2019, Page 36
Jeanetta Friis Madsen og Thora Valdi- marsdottir vöktu athygli á tískuvikunni í Kaupmanna- höfn. Hefur þú heyrt um tískumerk-ið Rotate Birger Christensen? Ef svarið er nei ættir þú að gefa því gaum, segir á tískusíðum norska vefmiðilsins VG. Bent er á tískuvikuna í Kaupmannahöfn sem fram fór í lok janúar. Þar var meðal annars sýnd tískulína undir þessu nafni en hönnuðir eru Jeanetta Friis Madsen og Thora Valdimarsdottir. Það er gaman að geta þess að Thora er af íslenskum ættum en hefur verið búsett í Danmörku frá fjögurra ára aldri. Þóra, eins og hún heitir á íslensku, hefur gert garðinn frægan í tískuheiminum í Dan- mörku og í London. Rotate-merkið kom fyrst á markað í fyrra og hafa fötin náð miklum vinsældum. Hægt er að skoða úrvalið á vefversluninni rotatebirgerchristensen.com Þóra stundaði á sínum tíma nám í tískuviðskiptafræði við University of the Arts London. Um tíma starf- aði hún sem aðstoðartískuritstjóri danska tímaritsins Costume. Íslenskur fatahönnuður vekur athygli Við kjólinn var Katrín í svörtum sokkabuxum og skóm frá L.K.Bennett. Nokkrir aðdáendur bresku konungsfjölskyldunnar voru eitthvað ósáttir við kjólaval Katrínar Middleton þegar hún birtist í heimsókn í barnaskóla í kjól frá Eponine London sem virtist setja í brýnnar. Katrín kom í Lavender- skólann í Enfield-hverfinu í London til að taka þátt í heilsuviku sem nú stendur yfir í breskum skólum. Kjóllinn kostar rúmlega 300 þúsund krónur og þykir einstaklega glæsi- legur eins og flest allt sem kemur frá Eponine London. Við kjólinn var hún í svörtum sokkabuxum og skóm frá L.K.Bennett, sem kallast Marissa Black Suede Ankle Boots og kosta 31 þúsund krónur. Handtaskan var frá Mulberry. En þegar Katrín steig út úr bílnum virtust krumpurnar í kjólnum búa til svip svo eftir var tekið. Aðdá- endur konungsfjölskyldunnar tístu, fóru á Facebook og jafnvel skrifuðu ummæli á Instagram-síðu Kensing- ton-hallarinnar um kjólinn og svipinn sem hann bauð upp á. Sumir vildu meira að segja meina að hertogaynjan væri að senda dulin skilaboð og fýlukjóllinn væri alls engin tilviljun. Hún væri augljós- lega að senda skilaboð til Meghan, svilkonu sinnar, en innanbúðar- menn innan konungsfjölskyldunnar segja ansi stirt á milli þeirra. Hvort sem það er rétt eða ekki var Katrín hin glæsilegasta og sló í gegn meðal barnanna. Kjóllinn setti í brýnnar Heilbrigðar varir eru til prýði. Það er frost í kortunum næstu daga og það þýðir aukið álag á varirnar. Ískalt loft, nístandi vindar og svo upphitað húsnæði geta gert varirnar þurrar og skorpnar og um leið minna kyssilegar en ella. Þegar við kappklæðum okkur til að verjast vetrarhörkunum er munnur- inn oftast ber og óvarinn. l Ekki sleikja varirnar. Það getur haft þveröfug áhrif og gert illt verra. + Notið feitt varasmyrsl á sprungnar varir. Það heldur rakanum inni og lagfærir skurði og rifur. l Forðist varasalva sem innihalda kamfóru, júkalyptus og mentól. Þau efni þurrka varirnar og víta- hringur skapast þegar borið er meira af salvanum á varirnar. l Forðist að bursta eða nudda flagn- aðar varir því slíkt getur valdið sárum. Notið heldur feitt vara- smyrsl til að mýkja varirnar og gera þær heilar á ný. l Meðhöndlið sprungnar og þurrar varir strax. Mjúkur koss á Vetur konung Frábær hóptilboð Sjáðu öll tilboðin okkar á www.kinahofid.is Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l Sími 554 5022 TILBOÐ 4 réttir + súpa dagsins aðeins 1.790 kr.* NAUTAKJÖT Í OSTRUSÓSU KJÚKLINGUR Í KARRÝSÓSU DJÚPSTEIKTAR RÆKJUR MEÐ SÚR/SÆTRI SÓSU NÚÐLUR MEÐ GRÆNMETI *tekið með heim – 2.100 kr. ef borðað er á staðnum. 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 0 7 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 4 2 -8 6 1 0 2 2 4 2 -8 4 D 4 2 2 4 2 -8 3 9 8 2 2 4 2 -8 2 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.