Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2019, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 07.02.2019, Qupperneq 44
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Helgu Guðmundsdóttur frá Akureyri. sem lést 18. janúar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Eini- og Grenihlíðar á hjúkrunarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun og hlýju. Guðmundur Svansson Hafberg Svansson Ólafur Svansson Svanhildur Indíana Svansdóttir og fjölskyldur. Bróðir minn, Ari Friðfinnsson frá Baugaseli, Eiðsvallagötu 30, Akureyri, lést 27. janúar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 11. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á öldrunarheimilið Hlíð. Ingimar Friðfinnsson og aðrir aðstandendur. Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Stella Þorbjörg Steindórsdóttir Safamýri 71, lést á heimili sínu 1. febrúar sl. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristinn Sæmundsson Ingvar Kristinsson Sólveig Guðlaugsdóttir Sæmundur Kristinsson Stella Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hafsteinn Sigurjónsson múrari, lést miðvikudaginn 30. janúar 2019 á hjúkrunarheimilinu Grund. Útför hans fer fram frá Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, miðvikudaginn 13. febrúar kl. 13.00. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grundar fyrir góða umönnun og hlýju. Ólöf G. Hafsteinsdóttir Ásgrímur L. Ásgrímsson Sólveig S. Hafsteinsdóttir Rannver H. Hannesson Jórunn I. Hafsteinsdóttir Ólafur G. Magnússon Marteinn Már Hafsteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hilmar Gunnlaugsson prentari, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 30. jan. Útförin fer fram frá Kópavogs- kirkju mánudaginn 11. febrúar kl. 15. Innilegar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir góða þjónustu og hlýlegt viðmót. Gunnlaugur Hilmarsson Reyndís Harðardóttir Þorkell Svarfdal Hilmarsson Hrafnhildur Hartmannsd. Gunnar Þór Hilmarsson Hilmar Hilmarsson Marta Þ. Hilmarsdóttir Vermundur Á. Þórðarson Hildur María Hilmarsdóttir Þórarinn Þorfinnsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ásta Sigmarsdóttir lést að morgni 29. janúar á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Akureyri. Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 8. febrúar kl. 13.30. Sveinn Bjarnason Alda Benediktsdóttir Björg Bjarnadóttir Sigmar Bergvin Bjarnason Þóra Berg Jónsdóttir Alma Bjarnadóttir Perrone Antonio Perrone Bjarni Bjarnason Margrét Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Tuttugu ár eru í dag liðin frá því Hussein Jórdaníu-konungur lést úr krabba-meini og Abdúlla krónprins settist á hásætið fræga. Á þessum tuttugu árum hefur Jórdanía gengið í gegnum góðæri og hrun, og ófriður geisað allt í kring. Þótt Abdúlla hafi tekið við sem kon- ungur þann 7. febrúar 1999 var hann ekki krýndur fyrr en 9. júní. Um 800 erindrekar ýmissa ríkja sóttu veislu af því tilefni í Raghadan-höllinni. Og þótt Abdúlla hafi verið nýkrýndur konungur má segja að Rania drottning hafi vakið mesta athygli. Hún var á þeim tíma 29 ára, yngsta drottning heims. Sem konungur Jórdaníu er Abdúlla ekki einvaldur heldur fara þingið og ríkisstjórnin með þó nokkur völd. Kon- ungurinn er þó þjóðhöfðingi, æðsti yfir- maður hersins og hefur töluverð áhrif á gang mála í jórdanska stjórnkerfinu. Þegar Abdúlla tók við völdum var hag- kerfi Jórdaníu illa statt vegna Persaflóa- stríðsins. Efasemdir voru um að hinn nýi konungur væri í stakk búinn til að takast á við það erfiða verkefni að endurreisa hagkerfið, að því er kom fram í grein í Economist í febrúar 1991. Abdúlla kom á töluverðum breyting- um á jórdanska hagkerfinu. Fækkaði reglugerðum og jók frelsi. Það leiddi til þess að fjárfestar litu í auknum mæli til Jórdaníu og var hagvöxtur allt að átta prósent á milli 2004 og 2008. En þessi vöxtur gekk til baka við hrunið 2008 og óstöðugleika sem fylgdi Arabíska vorinu. Í raun setti Persaflóastríðið mark sitt að miklu leyti á fyrstu ár Abdúlla í embætti. Hussein hafði neitað þátttöku og álitu Vesturlönd þá afstöðu eigin- legan stuðning við Saddam Hussein, einræðisherrann í Írak. Þessari afstöðu sneri Abdúlla við þegar ráðist var inn í Írak árið 2003. Abdúlla heimilaði Banda- ríkjamönnum til að mynda að setja upp eldflaugakerfi í Jórdaníu en tók ekki þátt að öðru leyti. Jórdanía átti svo eftir að hýsa um 800.000 írakska flóttamenn. Líkt og annars staðar í arabaheim- inum létu mótmælendur í sér heyra um Arabíska vorið. Eftir röð mótmæla vegna versnandi efnahagsstöðu og jafn- vel áköll um að lýðveldi yrði stofnað ákvað Abdúlla að sparka ríkisstjórninni og skipa Marouf Bakhit nýjan forsætis- ráðherra árið 2011. Mótmæli héldu hins vegar áfram og Abdúlla skipti aftur um forsætisráðherra vegna þess hversu illa honum þótti ganga að koma á umbót- um. Awn Khasawneh varð forsætisráð- herra. Þó ekki lengi, Fayez Tarawneh tók við skömmu síðar í starfsstjórn í þriðju uppstokkuninni á einu og hálfu ári. Með kosningum í janúar 2013 tókst svo að lægja mótmælaöldurnar að mestu. Konungssinnar höfðu betur, enda sniðgengu andstæðingar kosning- arnar. Lýðræðisumbótum var komið á, vægi atkvæða jafnað og dregið úr mið- stýringu í jórdönsku stjórnkerfi. Þrátt fyrir áköll um stofnun lýðveldis, stríð í grannríkjum, mótmæli og efna- hagshrun situr Abdúlla sem fastast. Hann er í þriðja sæti á listanum yfir þá leiðtoga arabaheimsins sem lengst hafa setið. thorgnyr@frettabladid.is Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár Abdúlla hefur verið konungur Jórdaníu í 20 ár. Gengið hefur á ýmsu frá því hann tók við því embætti. Góðæri, hrun, stríð og Arabíska vorið hafa einkennt valdatíð hans. Þrátt fyrir kröfur um stofnun lýðveldis situr Abdúlla enn sem fastast og virðist ekki á útleið. Abdúlla konungur Jórdaníu og hin vinsæla Rania drottning sitja fyrir eftir krýningarathöfnina í júní árið 1999. NORDICPHOTOS/AFP 1301 Játvarður annar verður fyrsti prinsinn af Wales. 1613 Mikael Romanov verður Rússakeisari. 1821 John Davis sagður hafa stigið á Suðurskautslandið fyrstur manna. 1898 Émile Zola dreginn fyrir dóm fyrir greinina „Ég ákæri“. 1900 Breski Verkamannaflokkurinn stofnaður. 1904 Yfir 1.500 hús brenna í Baltimore. 1942 Húsmæðraskóli Reykjavíkur tekur til starfa. 1964 Bítlarnir koma fyrst til Bandaríkjanna. 1971 Siglingafélag Reykjavíkur stofnað. 1971 Konur fá kosningarétt í Sviss. 1974 Grenada fær sjálfstæði. 1986 Jean-Claude Duvalier flýr Haítí. 1992 Maastricht-samningurinn undirritaður. Merkisatburðir 7 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R28 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 0 7 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 4 2 -9 4 E 0 2 2 4 2 -9 3 A 4 2 2 4 2 -9 2 6 8 2 2 4 2 -9 1 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.