Fréttablaðið - 07.02.2019, Side 50

Fréttablaðið - 07.02.2019, Side 50
BÍLAR Hlaut yfirburðasigur í valinu og aksturs- ánægja var helsta ástæðan, sem og rými og sá öryggis- búnaður sem er stað- albúnaður í bílnum. Ford Focus fékk 187 stig í vali á bíl ársins í Danmörku og vann því öruggan sigur. Hann var með 55 fleiri stig en bíllinn sem varð í öðru sæti. Ford Focus er sérstaklega lof- samaður fyrir aksturseiginleika, hann er bíll fyrir þá sem hafa gaman af því að keyra en það er nokkuð sem Focus hefur verið þekktur fyrir í gegnum tíðina. Ford Focus skoraði einnig hátt varðandi öryggi enda vel búinn er það varðar, vélatækni fékk einnig mikið lof enda eru vélarnar sérlega spar neytnar en skemmti- lega öflugar. Verðið er einnig mjög hagstætt, sérstaklega þegar tekið er tillit til ríkulegs búnaðar. Þetta er í áttunda sinn sem Ford vinnur þessi verðlaun í Danmörku. Til gamans má geta að það var Ford Capri sem vann þau þegar þau voru veitt í fyrsta sinn árið 1969 og fyrir nákvæmlega 20 árum, árið 1999, vann Ford Focus bíllinn þegar hann var fyrst kynntur á markað verð- launin Bíll ársins í Danmörku. Akstursánægjan umfram allt Ford Focus hefur alla tíð frá 1998 verið þekktur fyrir að gefa við- skiptavinum sínum hagkvæman fjölskyldubíl þar sem þægindi og akstursánægja ná hærra stigi en aðrir bílar í sama flokki. Spurt út í ástæðu þess að Focus hefði unnið var svarið þetta: „Það er enginn vafi að það er akstursánægjan. Og að fólk fær bíl sem gefur því bros á vör þegar það sest undir stýri. Hann er á sama tíma orðinn pláss- betri og fullt af nýjum eiginleikum í bílnum, og síðast en ekki síst mikil- vægir öryggisþættir sem eru staðal- búnaður eins og til dæmis sjálfvirk neyðarhemlun, veglínuskynjari og umferðarskiltalesari. Þetta gefur Ford Focus margar stjörnur. Þar að auki er pláss fyrir alla fjölskylduna og gott hleðslupláss. Í Focus er allt það besta sem er á markaðnum núna.“ Alveg nýr Ford Focus er allra glæsilegasti Ford Focus bíllinn til þessa og hefur fengið frábæra dóma úti um allan heim. Hönnun með tilgang Alveg nýr Ford Focus hefur sportlegt ytra útlit, er sérlega rúmgóður að innan og vel búinn. Sérhver þáttur er hannaður til að gera akstursupp- lifunina enn ánægjulegri. Flottur stíll og fyrsta flokks gæði haldast í hend- ur við gott skipulag því öll stjórntæki eru í seilingarfjarlægð. Hönnuðir Ford hafa séð til þess að hvert smá- atriði er úthugsað. Vélatækni gegnir lykilhlutverki í Focus. Hún hjálpar við að draga úr rekstrarkostnaði og losun en skilar á sama tíma krafti og góðum afköstum. Allar vélarnar búa yfir Auto-Start-Stop búnaði og standast einnig kröfur Euro 6 los- unarstaðlanna. Ford Focus fæst hjá Brimborg og kostar frá 3.190.000 kr. Ford Focus valinn bíll ársins í Danmörku fyrir árið 2019 Ford Focus fékk algjöra toppeinkunn hjá bílablaðamönnum í Danmörku og hann hafði afgerandi sigur í valinu á bíl ársins þar í landi. Þau tímamót urðu í janúar að afhentir voru 93 hreinir rafbílar frá BL og hafa aldrei áður verið afhentir jafn margir í einum mánuði. Alls voru 976 fólks- og sendi-bílar nýskráðir hér á landi í janúar, 45,9% færri en í sama mánuði 2018 sem jafnframt var metmánuður í sögulegu samhengi, með alls 1.805 nýskráningar. Af merkjum BL voru skráðir 345 bílar í nýliðnum janúar og var markaðs- hlutdeild fyrirtækisins í heild 35,3%. Þar af námu viðskipti ein- staklinga, einyrkja og fyrirtækja án bílaleiga við BL 33,3% sem er veru- leg hlutfallsstyrking. Þau tímamót urðu í janúar að afhentir voru 93 hreinir rafbílar frá BL og hafa aldrei áður verið afhentir jafn margir slíkir bílar í einum mánuði. Langsöluhæsta merki BL í janúar var Nissan sem alls 102 við- skiptavinir fengu afhenta. Í rúm- lega helmingi tilfella var um að ræða hreina rafbíla, 49 Leaf og 8 sendi- og farþegabíla af gerðinni Nissan e-NV200. Næstsöluhæsta merki BL í janúar var Dacia með 73 nýskráningar og síðan Hyundai með 68 bíla. Alls voru 40 lúxusbílar nýskráðir frá BMW, Jaguar, Land Rover og Mini. Aldrei hafa verið afhentir eins margir hreinir rafbílar hér á landi í einum mánuði og í janúar síðast- liðnum þegar 93 bílar frá BL voru afhentir auk 12 tengiltvinnbíla. Rafbílarnir voru eins og áður segir 57 frá Nissan, en einnig voru 25 Hyundai Kona og Ioniq afhentir, auk bíla frá Renault og BMW. Tengil tvinnbílarnir voru alls tólf frá Jaguar Land Rover, Hyundai, BMW og Mini. Síðar í þessum mán- uði bætist rafknúni vetnisbíllinn Hyundai Nexo í flóruna, en hann verður kynntur formlega laugar- daginn 16. febrúar milli kl. 12 og 16 ásamt öðrum rafvæddum bílum Hyundai á Íslandi. Bílaleigurnar nýskráðu 271 bíl í janúar, 203 færri en í sama mánuði í fyrra þegar þeir voru 474. Hlut- fall nýrra bílaleigubíla í heildar- skráningum fólks- og sendibíla í nýliðnum mánuði var 38,4%. Stærsti sölumánuður hreinna rafbíla Í janúar fóru 93 hreinir rafbílar frá BL. Þetta er í fyrsta sinn sem afhentir eru svo margir slíkir í einum mánuði.Í vikunni var kunngert hvaða 10 bílar munu keppa um titilinn bíll ársins í heiminum, en það eru 86 bílablaðamenn um heim allan sem velja bíl ársins. Tilkynnt verður um sigurvegarann á New York Auto Show í apríl. Skipuleggjendur World Car of the Year velja líka sigurvegara í 5 öðrum mismunandi flokkum, það er, lúxusbíll ársins, akstursbíll ársins, grænasti bíll ársins, borgar- bíll ársins og best hannaði bíll árs- ins. Valnefndin á enn eftir að skera niður og tilkynna um þá þrjá bíla af þessum 10 sem endanlegt val stendur um og verður það tilkynnt á bílasýningunni í Genf í byrjun mars. Bílarnir 10 sem valið stendur um nú eru þessir: Audi E-Tron BMW 3 Series Ford Focus Genesis G70 Hyundai Nexo Jaguar I-Pace Mercedes-Benz A-Class Suzuki Jimny Volvo S60/V60 Volvo XC40 Tíu bílar í úrslitum bíls ársins Audi E-Tron er einn af þeim 10 bílum sem komnir eru í úrslit. Finnur Thorlacius finnurth@frettabladid.is 7 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R34 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 4 2 -6 8 7 0 2 2 4 2 -6 7 3 4 2 2 4 2 -6 5 F 8 2 2 4 2 -6 4 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.