Fréttablaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 12
Haukar - Stjarnan 25-25
Haukar: Maria Pereira 9, Berta Rut Harðar-
dóttir 5, Hekla Rún Ámundadóttir 3, Karen
Helga Díönudóttir 3, Ragnheiður Sveins-
dóttir 2, Ramune Pekarskyte 1, Vilborg
Pétursdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1.
Stjarnan: Stefanía Theodórsdóttir 6, Þórey
Anna Ásgeirsdóttir 5, Kristín Guðmunds-
dóttir 3, Rakel Dögg Bragadóttir 3, Hanna
Guðrún Stefánsdóttir 3, Þórhildur Gunn-
arsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 1, Dagný
Huld Birgisdóttir 1.
Fram - HK 31-20
Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Karen
Knútsdóttir 6, Steinunn Björnsdóttir 6,
Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Sigurbjörg
Jóhannsdóttir 2, Lena Margrét Valdimars-
dóttir 2, Harpa María Friðgeirsdóttir 1,
Hildur Þorgeirsdóttir 1, Unnur Ómarsdóttir
1, Elva Þóra Arnardóttir 1.
HK: Díana Kristín Sigmarsdóttir 7, Berglind
Þorsteinsdóttir 4, Elna Ólöf Guðjónsdóttir
3, Elva Arinbjarnar 2, Ragnheiður Ragnars-
dóttir 2, Þórunn Friðriksdóttir 1, Eva Hrund
Harðardóttir 1.
Nýjast
Olís-deild kvenna
Brentford - Barnet 3-1
Newport - M’brough 2-0
QPR - Portsmouth 2-0
Wolves - Shrewsbury 3-2
Enska bikarkeppnin
www.skoda.is
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
KODIAQ OG KAROQ. FYRIR FÓLKIÐ ÞITT OG NÁTTÚRUNA.
Það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við fólkið sitt og náttúruna. Hvort sem
þú velur margverðlaunaðan KODIAQ eða glænýjan og snjallan KAROQ gerir þú
hvort tveggja. Komdu og prófaðu jeppabræðurna frá ŠKODA. Hlökkum til að sjá þig!
ENDURNÝJAÐU TENGSLIN
MEÐ KODIAQ OG KAROQ.
4.690.000 kr.5.790.000 kr.
FÓTBOLTI Það er komið á hreint hvert
næsta félag landsliðskonunnar Dag
nýjar Brynjarsdóttur er eftir að Rang
æingurinn skrifaði undir tveggja ára
samning við Portland Thorns, eitt
sterkasta félagslið Bandaríkjanna.
Henni barst samningur frá Portland
undir lok síðasta árs og skrifaði hún
undir skömmu fyrir jól en það var
loksins staðfest af hálfu félagsins á
mánudaginn.
„Ég skrifaði undir á Þorláksmessu
en félagið vildi ekki tilkynna þetta
strax. Það voru margir að spyrja hvað
tæki við og ég sagðist alltaf bara vera
að fara aftur út eftir áramót.“
Dagný er öllum hnútum kunnug í
Portland eftir að hafa leikið í tvö ár
með félaginu. Þá lék hún með Flor
ida Stateháskólaliðinu þar sem hún
var í öðru sæti yfir bestu leikmenn
tímabilsins þegar lið Florida vann
meistaratitilinn árið 2014.
Dagný sneri aftur á heimaslóðir
sumarið 2014 og lék með Selfossi í
tvö ár með stuttu stoppi hjá Bayern
München þar sem hún varð þýskur
meistari áður en hún hélt til Portland
árið 2016.
„Ég fékk tilboð frá Portland og vissi
af áhuga toppliða í Svíþjóð en þegar
Portland sýndi áhuga kom ekkert
annað til greina. Ég var í viðræðum
um nýjan samning þegar ég varð ólétt
og félagið hefur verið í reglulegu sam
bandi allan þennan tíma svo að ég
vissi að þau vildu fá mig aftur,“ segir
Dagný og heldur áfram:
„Að mínu mati er þetta einn af
stærstu klúbbum heimsins og það
er erfitt að segja nei við slíku tilboði.
Leikmennirnir, aðstæðurnar og
starfsfólkið er allt upp á tíu sem auð
veldaði ákvörðunina. Ég hef átt gott
samband við þjálfara liðsins, Mark
Parsons. Hann vissi að ég væri ólétt
á undan mörgum í fjölskyldunni því
mér fannst ég þurfa að koma hreint
fram og við höfum verið í reglulegu
sambandi síðustu mánuði.“
Hún reyndi að fylgjast með úrslit
um úr leikjum Portland en tímamis
munur upp á átta tíma var ekki að
hjálpa Dagnýju.
„Ég fylgdist mikið með liðinu. Ég
reyndi að horfa á leiki á austurströnd
inni, horfði á úrslitaleikinn. Leikir á
vesturströndinni henta ekki fjöl
skyldulífinu á Íslandi vel,“ segir Dagný
létt í lundu.
Portland bauð Dagnýju að koma
fyrr út og er verið að vinna í vega
bréfsáritun en komi til þess að hún
verði í íslenska landsliðshópnum sem
fer til Algarve fer hún út í byrjun mars.
„Leikmennirnir hittast í lok febrú
ar, þeir sem eru ekki í landsliðsverk
efnum. Portland bauð mér að koma
aðeins fyrr og það er allt tilbúið úti
nema vegabréfsáritunin sem er verið
að vinna í. Ég hef verið í reglulegu
sambandi við Jón Þór og við tökum
stöðuna með Portland á ný þegar
Jón er búinn að velja hópinn fyrir
Algarve. Ef ég fer til Algarve fer ég út
til Portland strax eftir það en ef ég er
ekki valin fer ég út á næstu dögum,“
segir Dagný sem er spennt að komast
út á völlinn á ný.
Síðasti leikur hennar var gegn
Tékklandi í undankeppni HM haustið
2017.
„Það er komin mikil spenna að
komast út á völlinn á ný. Ég æfði allan
desember með meistaraflokki Selfoss
án þess að fara í tæklingar. Svo kom
smá bakslag undir lok desember en
þegar landsliðið var á Spáni byrjaði
ég aftur á æfingum og þá á fullu, með
tæklingum,“ segir Dagný og heldur
áfram:
„Þetta hefur verið þolinmæðis
vinna, bæði líkamlega og andlega,
að vinna í því að komast aftur í mitt
besta stand. Það koma stundum
verkir en það er ekkert sem truflar og
ég er að vinna í því með sjúkraþjálfara
mínum að komast aftur á réttan stað.
Við tökum eitt skref í einu.“
kristinnpall@frettabladid.is
Kom ekkert annað lið til greina
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir samdi fyrir jól við eitt besta lið Bandaríkjanna, Portland Thorns.
Hún hefur áður leikið með félaginu og þegar tilboðið barst frá Portland kom ekkert annað lið til greina.
Dagný varð meistari vestanhafs í síðasta leik sínum með liði Portland Thorns. PORTLAND THORNS/CRAIG MITCHELLDYER
Það var áhugi frá
toppliðum í Svíþjóð
en eftir tilboð frá Portland
kom ekkert annað til greina.
Dagný Brynjarsdóttir KÖRFUBOLTI Það er sannkallaður
toppslagur í Domino'sdeild kvenna
í kvöld þegar Valsliðið heimsækir
Keflavík í Sláturhúsið. Valsliðið
mætir fullt sjálfstrausts til leiks til
Keflavíkur enda Valskonur búnar
að vinna átta leiki í röð. Alls hefur
Valur unnið níu af tíu leikjum liðs
ins síðan Helena Sverrisdóttir samdi
við Val í nóvember.
Keflavík getur náð sex stiga for
skoti á Val og stigið stórt skref í átt
að deildarmeistaratitlinum með
sigri í kvöld. – kpt
Toppslagur í
Keflavík í kvöld
6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
0
6
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
3
F
-9
6
5
4
2
2
3
F
-9
5
1
8
2
2
3
F
-9
3
D
C
2
2
3
F
-9
2
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
5
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K