Fréttablaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —3 1 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 Í hverju verður þú meistari? Taktu þátt í Meistaramánuði Íslandsbanka í febrúar. Skráðu þig í sparnað og náðu þínum fjárhagslegu markmiðum. islandsbanki.is/meistari Meistaramánuður Íslandsbanka STJÓRNMÁL  Enn hefur ekki verið leyst úr formannskrísu umhverfis- og samgöngunefndar en tvívegis hefur orðið fundarfall í nefndinni síðan upp úr sauð á fundi nefndar- innar fyrir rúmri viku. Uppnámið varð vegna endurkomu Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, á formannsstól í nefndinni eftir fjar- veru frá því fyrir jól í kjölfar Klaust- urshneykslisins. Heimildir Fréttablaðsins herma að málið sé í algerum hnút og ekkert samkomulag í sjónmáli milli þing- flokksformanna flokkanna sem hafa haft málið til umfjöllunar síðan upp úr sauð. Allir eru sagðir sammála um að Bergþóri sé ekki sætt á for- mannsstóli en þingflokksformenn stjórnar meirihlutans hafa lagt áherslu á að stjórnarandstöðuflokk- arnir þurfi að leysa málið sín á milli enda umrædd nefnd ein af þremur sem flokkar stjórnarandstöðunnar skipti með sér formennsku í, á grundvelli samkomulags milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Þing- flokksformenn stjórnarandstöðu- flokkanna, að Miðflokki frátöldum, hafi hins vegar bent á að þeir þurfi meirihluta til að knýja fram breyt- ingar í nefndinni og stjórnarflokk- arnir þurfi því að styðja lausn á málinu. Miðflokknum stendur til boða að setja annan mann í nefndina í stað Bergþórs en að öðrum kosti verði að kjósa annan formann úr röðum fulltrúa í umhverfis- og samgöngu- nefnd. Eigi samkomulag flokkanna um formann úr minnihluta að halda, koma þrír þingmenn þar til greina; Karl Gauti Hjaltason sem er utan þingflokka, Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, en hún gegnir formennsku í annarri þingnefnd, og Hanna Katrín Frið- riksson, þingmaður Viðreisnar. Nú ræðir meirihlutinn hins vegar um að tefla Jóni Gunnarssyni þing- manni Sjálfstæðisflokksins,  fram sem formannsefni gegn þeim fulltrúa sem minnihlutinn mun bjóða fram. Að óbreyttu stefnir því í að boðað verði til fundar í nefndinni í fyrra- málið og tillögur, bæði meirihluta og minnihluta, um nýjan formann bornar upp til atkvæða. Ekki liggur hins vegar beint við að atkvæði falli eftir línum stjórnar og stjórnarandstöðu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir studdi til dæmis til- lögu minnihlutans í nefndinni um að Bergþór Ólason viki sæti á hinum stormasama fundi í síðustu viku. Þá er einnig ólíklegt að Bergþór sjálfur styðji tillögu minnihlutans um nýjan formann og ekki gefið að Karl Gauti Hjaltason, sem er utan þingflokka, fylgi stjórnarandstöðu- flokkunum að máli, enda sterklega orðaður við Miðflokkinn. Píratar eiga ekki fulltrúa með atkvæðisrétt í nefndinni og ekki Flokkur fólksins heldur eftir að Karl Gauti var rekinn úr flokknum. – aá Stefnir í val milli Jóns og Hönnu Formannskrísan í umhverfis- og samgöngunefnd er enn óleyst. Meirihlutinn íhugar nú að gera Jón Gunnarsson að formanni. Minnihlutinn líklegur til að tefla Hönnu Katrínu Friðriksson fram til formanns. Líklega verður kosið milli Jóns Gunnarssonar og Hönnu Katrínar Friðriksson þegar nefndin kemur saman á morgun Þrátt fyrir hvassviðri og fyrirhugaðar lokanir á þjóðvegi 1 á Suðurlandi var nokkur fjöldi ferðamanna við Seljalandsfoss þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði í gær. Þegar Frétta- blaðið.is ræddi við Magnús Kristjánsson, björgunarsveitarmann á Hvolsvelli, í gærkvöld sagði hann að þá væri farið að slá yfir fimmtíu metra á sekúndu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI D Ó M S M Á L S kú l i Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakar- giftir, segir í kæru sem Fréttablað- ið hefur undir höndum. – aá / sjá síðu 4 Skúli kærir Svein Andra VIÐSKIPTi Fjárfestingasjóður í stýr- ingu vogunarsjóðsins Teleios Capi- tal hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um tvo milljarða króna. Þannig átti sjóðurinn Teleios Global Opportuni- ties 5,22 milljónir hluta í Marel, jafn- gildir um 0,77 prósenta eignarhlut, samkvæmt lista yfir alla hluthafa félagsins í gær.  – hae / sjá Markaðinn Kaupa í Marel fyrir 2 milljarða 0 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 3 F -9 6 5 4 2 2 3 F -9 5 1 8 2 2 3 F -9 3 D C 2 2 3 F -9 2 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.