Fréttablaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 14
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5000 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is TIL SÖLU VERSLUNAR- OG ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 564 2488 OG skarpur@simnet.is Verslun ásamt skerpingarverkstæði, sem þjónustað hefur byggingariðnaðinn í 35 ár er til sölu. Reksturinn er tvískiptur, Innflutningur, sala á sagarblöðum, fræsitönnum og öðrum verkfærum fyrir tré- og málmiðnaðinn annars vegar og hins vegar skerping á sagarblöðum og ýmsum bitverkfærum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Fyrirtækið hefur ávallt verið leiðandi á sínu sviði og hefur yfir að ráða fullkomnum tölvustýrðum skerpingarvélum fyrir flestar gerðir sagarblaða og verkfæra. Velta fyrirtækisins var um 40 miljónir á síðasta ári og felast talsverðir stækkunarmöguleikar í auknum innflutningi. Allur núverandi rekstur er til sölu ásamt vélum, vörubirgðum og viðskiptasamböndum. Í dag starfa tveir starfsmenn hjá fyrirtækinu. Borgun tapaði rúmlega millj-arði króna í fyrra, samkvæmt heimildum Markaðarins. Til samanburðar hagnaðist fyrirtækið um 350 milljónir króna árið 2017 og árið áður nam hagnaður af reglu- legri starfsemi um 1,6 milljörðum króna. Það ár hagnaðist Borgun um 6,2 milljarða króna vegna sölu á hlut í Visa Europe. Sæmundur Sæmundsson, fram- kvæmdastjóri Borgunar, vildi ekki staðfesta fjárhæðina í samtali við Markaðinn, fyrr en hluthafar hefðu verið upplýstir um gang mála. Hann segir að reksturinn gangi samkvæmt áætlun. Borgun starfi á ólíkum mörkuðum, það standi að útgáfu greiðslukorta á Íslandi og sé í færsluhirðingu á Íslandi, í Bretlandi, Króatíu, Ungverjalandi, Tékklandi og Slóvakíu. „Vöxturinn í færslu- hirðingu er erlendis,“ segir hann. Markaðshlutdeildin á Íslandi sé 52 prósent. Sæmundur segir að sex starfs- mönnum hafi verið sagt upp um mánaðamótin. Fyrirtækið eigi í harðri samkeppni og þurfi að straumlínulaga reksturinn. Fram kom í Markaðnum í síðasta mánuði að Íslandsbanki hafi ákveðið að hefja að nýju söluferli á 63,5 pró- senta hlut sínum í Borgun. Alþjóð- lega ráðgjafarfyrirtækið Corestar Partners annast söluna. Bankinn fékk Corestar Partners í september 2016 til ráðgjafar við að móta fram- tíðarstefnu um hlut sinn í Borgun. Minnihlutaeigendur Borgunar horfa jafnframt til þess að selja hlut sinn í fyrirhuguðu söluferli. Eignar- haldsfélagið Borgun, sem er samlags- félag í eigu meðal annars Stálskipa og Einars Sveinssonar fjárfestis, á 32,4 prósenta hlut í Borgun. – hæ, hvj Borgun tapaði rúmlega milljarði  Sæmundur Sæmundsson, framkvæmda- stjóri Borgunnar. Allir lífeyrissjóðir í hlut-hafahópi framtakssjóðsins Horns II, að undanskildum Gildi lífeyrissjóði, samþykktu að ganga inn í kaup Kólfs á hlut sjóðsins í Hvatningu, sem fer með tæplega 40 prósenta hlut í Bláa lóninu. Auk Gildis ákváðu tveir hluthafar, sem fara báðir með óverulegan eignarhlut í framtakssjóðnum, að hverfa úr hópi eigenda ferðaþjónustufyrir- tækisins, samkvæmt heimildum Markaðarins. Tilkynnt var um það í nóvember í fyrra að samkomulag hefði náðst um kaup Kólfs, sem er í meiri- hlutaeigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, á 49,45 pró- senta hlut Horns II í Hvatningu. Var hluthöfum framtakssjóðsins, sem er í rekstri Landsbréfa, veittur kaupréttur á sama gengi til loka janúar á þeim hlutum sem voru undir í viðskiptunum. ViðskiptaMogginn greindi fyrst frá því í liðinni viku að Gildi lífeyrissjóður, sem heldur á ríf- lega 18 prósenta hlut í Horni II, hefði ákveðið að ganga ekki inn í kaupin en samkvæmt heimildum blaðsins tengdist ástæðan „veru- legum annmörkum á skjalagerð sem tengist fjárfestingunni“, eins og það var orðað. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum í byrjun desember er Bláa lónið verðmetið á um það bil 50 milljarða króna í umræddu samkomulagi Kólfs og Horns II. Auk Gildis lífeyrissjóðs er Líf- eyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafi Horns II með rúmlega 18 prósenta hlut. Lands- bankinn fer með 7,7 prósenta hlut í sjóðnum, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 5,9 próesnta hlut og og VÍS með 5,4 prósenta hlut. Þeir hluthafar í framtakssjóðnum sem ákváðu að halda í eignarhlut sinn munu gera það í gegnum nýtt félag sem verður stofnað um hlut þeirra og Kólfs í Hvatningu. – hae, kij Allir sjóðirnir nema Gildi nýttu sér kaupréttinn Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem er með höfuðstöðvar í Sviss, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um tvo milljarða íslenskra króna. Þannig átti sjóðurinn Teleios Global Opportunites rúmlega 5,22 milljónir hluta í Marel, sem jafn- gildir um 0,77 prósenta eignarhlut, samkvæmt lista yfir alla hluthafa félagsins í gær og Markaðurinn hefur séð. Sjóðurinn kom fyrst inn í hlut- hafahóp Marels í byrjun síðustu viku þegar hann keypti samanlagt fjórar milljónir hluta á genginu 402 eftir lokun markaða á þriðjudag, en það var verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir sem hafði umsjón með viðskiptunum. Vogunarsjóðurinn, sem var stofn- aður árið 2013, var með eignir upp á samtals um einn milljarð Banda- ríkjadala, jafnvirði um 120 milljarða króna, í stýringu síðastliðið haust en sjóðurinn fjárfestir einkum í skráð- um evrópskum félögum. Núverandi eignarhlutur Teleios Capital skilar sjóðnum ekki á opin- beran lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Marels. Einu erlendu fjár- festarnir á þeim lista eru banda- ríska fyrirtækið MSD Partners, sjötti stærsti hluthafi félagsins með 3,6 prósenta eignarhlut, og fjárfestinga- sjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, níundi stærsti hluthafi Marels með tveggja prósenta hlut. Gengi bréfa Marels hefur hækkað um meira en tíu prósent það sem af er þessu ári og stóð í 407,5 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Markaðsvirði félagsins, sem er hið langstærsta í Kauphöllinni, er því núna um 278 milljarðar króna. Í frétt Financial Times, sem birtist í september í fyrra, kemur fram að Teleios Capital fjárfesti í félögum með markaðsvirði upp á þrjá milljarða dala eða minna. Þá horfi sjóðurinn einkum til fyrir- tækja í Norður- og Norðvestur-Evr- ópu sem fái litla umfjöllun á meðal greinenda og séu því almennt lítt þekkt hjá alþjóðlegum fjárfestum. Árleg ávöxtun Teleios hefur að meðaltali numið 17,6 prósentum frá 2014. Í fyrra bárust yfirtökutil- boð í fjögur fyrirtæki – SodaStream, Fenner, Hogg Robinson og Cambian Group – sem sjóðurinn hafði fjárfest í, að því er fram kom í umfjöllun Financial Times. Skömmu áður en evrópski vog- unarsjóðurinn festi kaup á samtals rúmlega tveggja milljarða króna hlut í Marel hafði félagið Vogun, sem er í eigu Hvals, fjárfest í Marel fyrir um milljarð króna. Keypti félagið 2,55 milljónir hluta, eða sem nemur tæplega 0,4 prósenta eignar- hlut, í Marel um miðjan síðasta mánuð. Stærsti hluthafi Marels er Eyrir Invest með tæplega 28 prósenta hlut. Þá eiga íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt um 38 prósenta hlut. Stjórnendur Marels vinna nú að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll en til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í mars. Marel  mun birta uppgjör sitt fyrir árið 2018 eftir lokun markaða á morgun, miðvikudag, en hagfræði- deild Landsbankans gerir ráð fyrir því að tekjur félagsins aukist um 42 milljónir evra og verði samtals 1.170 milljónir evra. Þá áætlar deildin að EBITDA muni nema samtals 218,2 milljónum evra borið saman við tæplega 192 milljónir evra á árinu 2017. hordur@frettabladid.is Vogunarsjóður kaupir í Marel fyrir 2 milljarða  Evrópski sjóðurinn Teleios Capital hefur eignast 0,77 prósenta hlut í Marel. Kom fyrst inn í hluthafahóp félagsins í byrjun síðustu viku. Fjárfestir einkum í skráðum fyrirtækjum í Norður-Evrópu með markaðsvirði undir þremur milljörðum dala.   Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marels en stjórnendur vinna nú að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll. 278 milljarðar króna er núver- andi markaðsvirði Marels. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN 0 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 F -A 5 2 4 2 2 3 F -A 3 E 8 2 2 3 F -A 2 A C 2 2 3 F -A 1 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.