Fréttablaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 6
LAND ROVER HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK, SÍMI: 525 6500 Range Rover Sport HSE PHEV Verð frá: 13.690.000 kr. Range Rover Sport HSE P400e tengitvinnbíll setur ný viðmið. Einstök hönnun, framúrskarandi aksturseiginleikar og 404 hestöfl gera þennan sportlega lúxusjeppa að hagkvæmum og umhverfisvænum kosti. Verið velkomin í reynsluakstur! RAFMAGNIÐ ER KOMIÐ Í RANGE ROVER www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 9 2 1 7 3 R a n g e R o v e r S p o rt P H E V 5 x 1 0 f e b TRÚFÉLÖG Borgarráð samþykkti í síðustu viku að framlengja fram- kvæmdafrest rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar á Íslandi um fjögur ár vegna kirkjubyggingar á lóðunum Bræðraborgarstíg 2 og Bakkastíg 8. Söfnuður Moskvu-patríarkatsins fékk lóðirnar úthlutaðar af Reykja- víkurborg í október 2008 en enn hefur ekkert gerst á reitnum þar sem fyrirhugað er að hin glæsilega kirkja rísi. Í skjölum málsins segir að framkvæmdafresturinn nú skiptist í tveggja ára frest til að hefja fram- kvæmdir annars vegar og tveggja ára frest til að ljúka við kirkjuna eftir að framkvæmdir hefjast hins vegar. Í bókun meirihlutans, Samfylk- ingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, eru send skýr skilaboð um að kirkjan sé hér á síðasta séns. „Þótt skylda sveitarfélaga nái einvörðungu til að láta kirkjum þjóðkirkjunnar í té endurgjaldslausar lóðir þá mark- aði Reykjavíkurborg sér þá stefnu á árinu 1999, með vísan til almennra jafnræðissjónarmiða, að ekki ætti að gera upp á milli trúfélaga þegar kemur að réttindum þeirra til lóða eða undanþágu frá gjaldtöku af lóðum eða tilbeiðsluhúsum trú- félaga. Hér er verið að gefa frest til að hefja framkvæmdir vegna þess að trúfélagið vill minnka mannvirkið og með því er verið að verða við ósk borgarinnar. […] En hér skal undir- strikað að þetta er frestur til að hefja framkvæmdir innan tveggja ára og þetta er lokafrestur.“ – smj Rétttrúnaðarkirkjan rússneska fær lokaséns hjá borginni Tillaga að rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. MYND/ARKITEO KJARAMÁL „Við þurfum að fara að komast að einhverri niðurstöðu fljótlega varðandi launaliðinn. Hvar sársaukamörk SA liggja og hvernig það parast við það sem stjórnvöld eru tilbúin að koma með að borð- inu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Áttundi fundur deiluaðila fer fram hjá ríkissáttasemjara í dag en ekki er búist við miklum tíðindum af honum. Ragnar Þór segir að heil- mikil vinna sé í gangi þótt ekki sé alltaf verið að boða til formlegra funda. „Þetta hefur gengið mjög hægt en við verðum að gefa forsetum ASÍ og þessu áhlaupi sem stjórnvöld, verkalýðshreyfingin og SA ætla að taka næstu tíu til fjórtán daga til að sjá hvort það séu snertifletir á mögu- leikum til að ná langtímasamkomu- lagi.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir viðræður bæði flóknar og tafsamar. „Viðræður eru í gangi alla daga frá morgni til kvölds. Þegar viðræður eru ekki í gangi þá er verið að undirbúa viðræður næsta dags.“ Viðræður SA og Starfsgreinasam- bandsins (SGS) héldu áfram í gær. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, segir að engin stórtíðindi hafi orðið. „Þetta mjakast eitthvað áfram en við viljum fara að sjá meiri gang í viðræðunum.“Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins er vaxandi óþreyju farið að gæta hjá sumum aðildarfélögum SGS. Næstu skref verða metin á formannafundi á morgun. – sar Mikil vinna í gangi utan funda Áttundi fundurinn fer fram í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI SAMFÉLAGSMÁL Konur sem stigið hafa fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafa mátt þola af hendi fyrr- verandi utanríkisráðherra, Jóns Bald- vins Hannibalssonar, segjast finna fyrir miklum styrk og krafti og að þær séu ekki lengur hræddar. Tutt- ugu og þrjár  sögur voru birtar á mánudagsmorgun eftir að Jón Bald- vin hafði haldið uppi vörnum í þætt- inum Silfrinu á RÚV daginn áður. Guðrún Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar Schram, segist finna fyrir miklum krafti og vera þakklát fyrir að hafa skilað skömminni. Um leið segir hún varnartilburði Jóns Bald- vins fyrirsjáanlega. „Ég upplifi létti og að ég hafi skilað skömminni. Það skiptir svo miklu máli að segja frá og burðast ekki ein með sögu sína. Og að geta gert það í krafti fjöldans gefur manni mikið. Ég er enn þá alveg óhrædd og finn alveg að þó Jón Bald- vin sé að malda eitthvað í móinn þá hefur það engin áhrif á mig og innan hópsins er andinn jákvæður,“ segir Guðrún. „Ég þekki alveg Jón Baldvin og Bryndísi og þessi vörn kemur mér ekkert á óvart. Ég hef heyrt þetta allt saman áður. Ég vissi að hann myndi aldrei verða auðmjúkur og viður- kenna sinn hlut.“ Frá því fjórar konur sögðu sögu sína í Stundinni um miðjan síðasta mánuð hafa fleiri konur viljað koma fram með sögur sínar. Hundruð kvenna skipa nú hóp á Facebook sem helgaður er meintri áreitni Jóns Baldvins í garð kvenna, frá því að vera mjög nýlegar sögur allt til þess tíma er hann var kennari á Ísafirði fyrir um hálfri öld. Guðrún segir langsótt að tala um samsæriskenningar um að stöðva þurfi bókaútgáfu eða fyrirlestraröð, líkt og Jón Baldvin hefur gert. „Við erum tuttugu og þrjár, það má ekki gleyma því. Og í umræðu um opin- bera smánun þá skal hafa það hug- fast að Jón Baldvin hefur nú ítrekað smánað dóttur sína opinberlega,“ bætir Guðrún við. Margrét Schram, mágkona Jóns Baldvins, hefur sagt sína sögu af Jóni á námsárum hans í Edinborg. Hún segir illa farið með dóttur Jóns og segir það fyrir neðan allar hell- ur hvernig talað sé um hana. „Ég er virkilega reið yfir árásum á Aldísi og dóttur hennar. Þessar staðhæfingar um að hún sé haldin órum vegna geðveiki og að faðir dóttur hennar sé eiturlyfjasali. Að það fái að við- gangast að þessu sé haldið fram er fyrir neðan allar hellur og það á sjálfum fréttamiðli ríkisins, RÚV“ segir Margrét. „Málið er komið úr okkar höndum og kannski er þetta bara toppurinn á ísjakanum. Það er svakalegt að hann hafi komist upp með þetta í öll þessi ár. Það velkist heldur enginn í vafa um það að Bryndís er með honum í þessu,“ segir Margrét og bætir við: „Ég stend með Aldísi, dóttur hennar og þessum konum sem ég hef kynnst. Hann rústaði lífum þeirra.“ sveinn@frettabladid.is kristjanabjorg@frettabladid.is Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar „Hann rústaði lífum þeirra,“ segir Margrét Schram, mágkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi sendiherra og utanríkisráðherra. Þær Guðrún Harðardóttir eru ánægðar með að hafa loks skilað skömminni. Jón Baldvin Hannbalsson, fyrrverandi utanrikisráðherra og sendiherra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ég stend með Aldísi, dóttur hennar og þessum konum sem ég hef kynnst. Hann rústaði lífum þeirra Margrét Schram Það skiptir svo miklu máli að segja frá og burðast ekki ein með sögu sínu Guðrún Harðardóttir 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 F -C 2 C 4 2 2 3 F -C 1 8 8 2 2 3 F -C 0 4 C 2 2 3 F -B F 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.