Fréttablaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 26
Gunnar og Rakel saman á góðri stund að sumarlagi. Húsið er annálað fyrir að halda góð böll og getur tekið mikið af fólki. Gunnar Ólason Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is Rakel er algjör fagurkeri og ef ég hefði valið allt innbú hefði það ekki orðið nærri því jafn flott. Ég valdi tvo hluti inn á heimilið, annars vegar stóru kerta­ stjakana og hins vegar sófaborðin. Annars er þetta hennar,“ segir Gunnar Ólason, söngvari Skíta­ mórals, en heimili hans í Hafnar­ firði er nú einnig orðið að lager fyrir netverslun unnustu hans, Rakelar Fjeldsted Jóhannesdóttur, sem finnst undir nafninu budin­ decor.is Þar má finna ýmsar fallegar vörur fyrir heimilið, allt frá kerta­ stjökum að olíuarni, ljósakrónum og ýmsum skrautmunum. „Þetta er alfarið hugarfóstur hennar og systur hennar, Guðrúnar Fjeldsted Jóhannesdóttur, og fór í gang fyrir jólin. Þetta hefur gengið vonum framar enda vandaðar vörur á góðu verði. Heimasíðan er aðgengileg og það minnkar alltaf á lagernum. Lagerinn er reyndar á tveimur stöðum eins og staðan er í dag en það gengur hratt á hann svo það er að ganga vel,“ segir hann. Vinir og kunningjar hafa notið þess að koma til þeirra og skoða vörurnar á heimili þeirra í Hafnar­ firði. Sumir hafa meira að segja gengið út með nokkra hluti. „Þetta er á vefnum eins og staðan er og það er vettvangurinn núna en maður veit aldrei hvað framtíðin Netverslanir bæta flóruna á verslunarmarkaðinum Fram undan er risahelgi í tónlistarlífi Gunnars Ólasonar en hann spilar á þrennum tónleikum. Heima fyrir reka Gunnar og Rakel, unnusta hans, vefverslunina Búðin Decor sem Rakel og systir hennar byrjuðu með fyrir jólin og umvefja þau sig fallegum munum úr Búðinni á heimilinu sínu. Það eru margir flottir speglar til sölu hjá Rakel, stórir sem smáir. Fjölmargar myndir eru til í Búðinni Decor. Þessi kallast In the light. Gítarinn er á sínum stað sem og glæsilegur plötuspilari. Strákarnir í Á móti sól spila með Skítamóral á laugardaginn. Skítamórall hefur skemmt landanum í fjöldamörg ár og mun gera það áfram á laugardaginn með risaballi með Á móti sól í Hlégarði í Mosfellsbæ. ber í skauti sér. Sjálfur er ég farinn að versla mjög mikið á netinu og held að þetta sé framtíðin. Það er enn þá þörf fyrir verslanir, net­ verslanir eru bara frábær viðbót við flóruna.“ segir hann. Risahelgi fram undan Gunnar er ekki að fara í mikla afslöppun um helgina en hann mun syngja og spila á þrennum tónleikum. Hann byrjar hjá Einari Bárðar, en sá er að fagna 20 ára útgáfuafmæli sínu á Selfossi á föstudag og í Bæjarbíói í Hafnar­ firði á laugardag. Eftir tónleikana á laugardag verður brunað upp í Mosfellsbæ þar sem verður farið úr sparigallanum og í djammfötin þar sem Skítamórall og Á móti sól munu telja í sveitaball af dýrari gerðinni. „Maður skiptir um ham á leiðinni og tekur bindið af, já, eða setur það bara á hausinn,“ segir hann og hlær. „Hersingin í kringum tónleika Einars verður á Rás 2 á föstudags­ morgun þar sem fólki verður gefinn smá forsmekkur af því sem koma skal.“ Einar ætlar að fagna útgáfu plötunnar Myndir með sögustund og „singalong“ tón­ leikum í Hvíta húsinu á Selfossi föstudagskvöldið 8. febrúar og svo í Bæjarbíói í Hafnafirði, laugar­ dagskvöldið 9. febrúar, ásamt fríðu föruneyti. Í vor voru einmitt 20 ár frá því lagið „Farin“ kom út með hljómsveitinni Skítamóral en það er hennar allra vinsælasta lag og sló í gegn nánast á einni nóttu. Eftir tónleikana á laugardag keyrir Gunnar upp í Hlégarð þar sem sveitaball af gamla skólanum verður haldið. „Við höfum gert þetta einu sinni áður og það heppnaðist mjög vel en var ekkert í líkingu við þetta. Húsið er annálað fyrir að halda góð böll og getur tekið margt fólk. Við tvískiptum þessu trúlega þó það eigi eftir að ákveða hvorir byrja og hvorir enda. En það er oftast þannig að fyrra bandið kemur fram undir lokin og gerir eitthvert húllumhæ. Úr verður gott partí. Þetta er einn vettvangur þar sem fólk getur upp­ lifað nostalgíuna og þeir sem hafa ekki kynnst þessu áður fá að sjá um hvað málið snýst. Þeir sem þekkja ekki þessa menningu, sem er svo nauðsynlegt að þekkja, verða bara að mæta á staðinn. Sunnudagurinn mun svo fara í að eyða tíma með fjölskyldunni. „Það verður vaknað snemma, það eru tvær litlar vekjaraklukkur á heimilinu og ein stór og því engin miskunn þó að pabbi hafi verið að spila um kvöldið,“ segir hann. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R 0 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 3 F -A 5 2 4 2 2 3 F -A 3 E 8 2 2 3 F -A 2 A C 2 2 3 F -A 1 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.