Fréttablaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 30
Þegar Bjørn Kjos, forstjóri Norwegian, greindi frá stórhuga áformum norska lággjaldaflugfélagsins um að hefja flug yfir Atlantshafið
árið 2012 fór skjálfti um gervallan
flugheiminn. Nú hyggst félagið hins
vegar hverfa aftur til upprunans.
Hlutabréfaverð í norska flugfélag
inu, sem Kjos stofnaði árið 1993,
hefur fallið um sextíu prósent frá
því í apríl í fyrra vegna ótta fjárfesta
um að félagið hafi, eftir linnulausan
vöxt á síðustu árum, færst of mikið
í fang. Fregnir síðustu viku af fyrir
huguðu neyðarútboði flugfélagsins,
til þess að tryggja að það geti staðið
við skilmála skuldabréfa sinna, stað
festu þennan ótta.
„Eins og Þjóðverjar segja, þá er
Norwegian að reyna að leika of
mörg dýr í dýragarðinum á sama
tíma,“ segir greinandinn Philipp
Goedeking í samtali við Financial
Times.
Hann bendir á að Norwegian
hafi – allt á sama tíma – boðið upp
á ódýrar flugferðir á milli áfanga
staða í Evrópu og yfir Atlantshafið
og reynt um leið að festa sig í sessi
sem flaggskip Noregs í flugi. „En
án stærðarhagkvæmni gengur það
ekki upp. Það virkaði aldrei,“ bætir
Goede king við.
Hlutabréf í Norwegian snarhækk
uðu um næstum því 400 prósent í
verði frá því í byrjun árs 2012 þar til
í apríl árið 2016 þegar fjárfestar fóru
fyrst að efast um að ör vöxtur flug
félagsins væri sjálfbær til langframa.
Tilkynning flugfélagsins í síðustu
viku, um að ráðist yrði í forgangs
réttarútboð fyrir þrjá milljarða
norskra króna, jafnvirði 42 millj
arða íslenskra króna, en sú upphæð
er á við meira en hálft markaðsvirði
félagsins, kom því fáum fjárfestum
og greinendum í opna skjöldu.
„Heilt á litið er þetta alls ekki
óvænt hlutafjárútgáfa,“ segir
Kenneth Sivertsen, greinandi hjá
norska verðbréfafyrirtækinu Pareto.
IAG seldi sig út
Nokkur flugfélög hafa á síðustu
árum sýnt kaupum á norska lág
gjaldaflugfélaginu áhuga við mikinn
fögnuð fjárfesta sem telja margir
hverjir að yfirtaka á norska félaginu
sé besta leiðin til þess að forða því
frá gjaldþroti.
International Airlines Group
(IAG), móðurfélag British Airways,
lýsti sem kunnugt er yfir áhuga á
Norwegian í fyrra og keypti 4,6 pró
senta hlut í norska félaginu með það
fyrir augum að ganga til yfirtökuvið
ræðna við stjórn þess.
Norwegian, sem tókst að hrista
upp í evrópskum flugmarkaði með
því að bjóða upp á afar lág far
gjöld á löngum flugleiðum, hefur
gert stjórnendum IAG lífið leitt
um nokkurt skeið og hefði síðar
nefnda félagið því getað losað sig
við erfiðan keppinaut með yfirtöku
á Norwegian.
En eftir því sem óveðursskýin í
rekstri norska félagsins hafa hrann
ast upp hefur áhuginn á félaginu
farið dvínandi. Stjórnendur IAG
sögðust í liðinni viku hafa hætt við
áformin um yfirtökuviðræður og
selt allan hlut sinn í Norwegian með
þeim afleiðingum að hlutabréfa
verðið í norska flugfélaginu hríðféll
um tuttugu prósent. Gengi bréfanna
hélt áfram að falla daginn eftir,
þegar tilkynnt var um forgangs
réttarútboðið, og nam lækkunin
fjórtán prósentum í lok dags.
Arðsemi í stað vaxtar
Í stuttu máli ganga áform Norweg
ian, sem stjórnendurnir kynntu í
liðinni viku, út á að selja frá sér flug
vélar, fresta afhendingu nýrra véla
og ná að öðru leyti fram sparnaði
upp á allt að tveimur milljörðum
norskra króna. Lét Kjos hafa eftir
sér í norskum fjölmiðlum að flug
félagið ætlaði nú að leggja áherslu
á arðsemi í stað vaxtar.
„Norwegian hefur gengið í
gegnum tímabil mikils vaxtar. Við
munum nú byggja upp sterkan efna
hagsreikning sem getur styrkt frek
ari þróun félagsins,“ nefndi Kjos.
Greinendur sem Financial Times
ræddi við segja það skýrt traust
leikamerki að fjárfestirinn John
Fredriksen, ríkasti maður Noregs,
hafi ákveðið að taka þátt í útboðinu.
Til viðbótar við hann hafa stærstu
hluthafarnir, forstjórinn Kjos og
stjórnarformaðurinn Bjørn Kise,
skuldbundið sig til þess að kaupa
hlutabréf fyrir samanlagt 343 millj
ónir norskra króna. Þá hafa aðrir
hluthafar Norwegian jafnframt
samþykkt að kaupa bréf fyrir um
267 milljónir norskra króna.
Ekki eru þó allir sannfærðir um að
innspýtingin muni duga Norwegian
til þess að lifa af fram á næsta áratug.
Daniel Roeska, greinandi hjá Bern
stein, bendir á að hlutafjáraukn
ingin hafi verið nær óhjákvæmileg.
„Það er engin leið að þeir hefðu
lifað fyrsta ársfjórðung af og því var
þetta ekki valkostur heldur nauð
syn. Annars hefðu skuldabréfin lent
í greiðslufalli í lok mars.
Ég tel ólíklegt, ef félagið á að lifa
af til loka árs 2020, að þetta verði
síðasta hlutafjárinnspýtingin sem
það mun þurfa á að halda,“ segir
Roeska.
Milljarðatuga rekstrartap
Sivertsen hjá Pareto segir að bráða
birgðauppgjör Norwegian fyrir
síðasta ár, sem félagið greindi frá
í síðustu viku, hafi verið „betra á
kostnaðarhliðinni en við gerðum
ráð fyrir“.
Tölurnar voru hins vegar ekki
fagrar. Rekstrartap flugfélagsins
nam ríflega 3,8 milljörðum norskra
króna, 54 milljörðum íslenskra
króna, á árinu borið saman við
hagnað upp á 59 milljónir norska
króna árið 2017 og 3,1 milljarð
norskra króna árið 2016.
Í ljósi versnandi fjárhagsstöðu
norska félagsins er sameining við
annað og stærra flugfélag því, að
margra mati, enn besti kosturinn í
stöðunni fyrir hluthafa Norwegian.
Goedeking bendir til að mynda á
að IAG geti snúið aftur síðar meir
og fengið félagið á lægra verði en
áður hefur boðist. Annar mögulegur
kaupandi er þýska flugfélagið Luft
hansa sem myndi gjarnan vilja, að
sögn viðmælenda Financial Times,
eignast verðmæt afgreiðslustæði
norska flugfélagsins á Gatwickflug
velli í nágrenni Lundúna, aðalflug
velli IAG.
Norwegian færðist of mikið í fang
Greinendur telja að stjórnendur lággjaldaflugfélagsins Norwegian hafi lagt of ríka áherslu á vöxt. Félagið hafi færst of mikið í fang. Ekki
eru allir sannfærðir um að milljarða króna innspýting inn í félagið muni duga til. Rekstrartapið nam 4 milljörðum norskra króna 2018.
Norwegian hyggst ráðast í forgangsréttarútboð fyrir allt að þrjá milljarða norskra króna, 42 milljarða íslenskra króna,
til að geta staðið við skilmála skuldabréfa félagsins og skjóta styrkari stoðum undir fjárhag sinn. NORDICPHOTOS/GETTY
Kristinn
Ingi Jónsson
kristinningi@frettabladid.is
Við munum nú
byggja upp sterkan
efnahagsreikning sem getur
styrkt frekari þróun félags-
ins.
Bjørn Kjos, forstjóri
Norwegian
Bandaríski fjárfestingarbankinn
Goldman Sachs hefur ákveðið að
fresta því að greiða fyrrverandi
bankastjóranum Lloyd Blankfein og
tveimur öðrum fyrrverandi stjórn
endum bankans bónusa vegna
rannsóknar yfirvalda á fjármála
hneykslinu í kringum fjárfestingar
sjóðinn 1MDB.
Í tilkynningu frá stjórn fjárfest
ingarbankans kom fram að ákvarð
anir er varða bónusgreiðslurnar
yrðu ekki teknar „fyrr en frekari
upplýsingar eru tiltækar“ um rann
sókn málsins.
Embætti ríkissaksóknara í Mal
asíu ákærði í desember Goldman
Sachs og tvo bankamenn fyrir auðg
unarbrot í tengslum við fjárfest
ingarsjóðinn sem var sem kunnugt
er í eigu malasíska ríkisins. Banda
ríski fjárfestingarbankinn þáði 600
milljónir dala í þóknanir fyrir að
hafa séð um 6,5 milljarða dala sölu
á skuldabréfum 1MDB en megnið
af andvirði skuldabréfasölunnar
rann meðal annars til malasískra
embættis og stjórnmálamanna í
gegnum flókinn vef mútugreiðslna
og peningaþvættis.
Tim Leissner, fyrrverandi með
eigandi Goldman Sachs, hefur játað
sök sína í málinu en bankinn hefur
hins vegar þráfaldlega neitað sök.
Þá hefur bankinn verið krafinn um
greiðslu sekta upp á þrjá milljarða
dala fyrir að hafa komið að stór
felldum fjárdrætti sem er talinn
nema allt að 2,7 milljörðum dala.
Auk Blankfeins mun Goldman
Sachs fresta bónusgreiðslum til Mike
Evans, sem sat meðal annars í stjórn
bankans, og Michaels Sher wood,
fyrrverandi yfirmanns alþjóðamála
hjá bankanum. Í tilfellum Blankfeins
og Evans nema greiðslurnar um sjö
milljónum dala. – kij
Blankfein fær ekki bónusinn strax
Lloyd Blankfein, fyrrverandi bankastjóri Goldman Sachs. NORDICPHOTOS/GETTY
Bill Gross, sem var eitt sinn þekktur
sem kóngur skuldabréfanna, hefur
ákveðið að láta af störfum hjá eigna
stýringarfyrirtækinu Janus Hender
son og einbeita sér þess í stað að því
að stýra eigin eignum og góðgerða
stofnun.
Fimm ár eru síðan Gross stýrði
stærsta skuldabréfasjóði heims hjá
Pimco, eignastýringarfyrirtæki sem
hann stofnaði árið 1971, en eignir
sjóðsins námu tæplega 300 millj
örðum dala þegar mest var. Gross
hætti hins vegar í skyndi hjá Pimco
árið 2014, vegna ósættis við sam
starfsfélaga og gekk þá til liðs við
Janus Henderson.
Eignir í stýringu hjá sjóði Gross
hafa dregist verulega saman undan
farin ár og fóru nýverið undir einn
milljarð dala. Ávöxtun sjóðsins var
neikvæð um 3,9 prósent í fyrra borið
saman við 1,2 prósenta neikvæða
ávöxtun hjá sambærilegum sjóðum.
„Ég hef þekkt Bill í 23 ár. Bill er
einn af bestu fjárfestum allra tíma og
það hefur verið mér mikill heiður að
starfa við hlið hans,“ sagði Dick Weil,
forstjóri Janus Henderson.
Auðkýfingurinn George Soros var
á meðal þeirra sem lögðu traust á
Gross þegar hann skipti um vinnu
stað fyrir fimm árum. Þegar síga tók
á ógæfuhliðina í rekstri sjóðsins árið
2015 dró Soros hálfan milljarð dala
úr sjóði Gross. – kij
Bill Gross hættur störfum
Bill Gross, betur þekktur sem kóngur skuldabréfanna. NORDICPHOTOS/GETTY
Embætti ríkissaksóknara
í Malasíu ákærði í desember
síðastliðnum Goldman Sachs
og tvo bankamenn í tengsl-
um við malasíska fjárfest-
ingarsjóðinn 1MDB.
6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN
0
6
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
3
F
-C
C
A
4
2
2
3
F
-C
B
6
8
2
2
3
F
-C
A
2
C
2
2
3
F
-C
8
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
5
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K